Reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. apríl 2017 13:45 "Allavega miðað við það sem maður hefur heyrt þá virðist þetta ekki alltaf vera sama ökutækið en hvort þetta sé sami aðilinn sem hefur aðgang að mismunandi ökutækjum, það getur vel verið." vísir/daníel Í gær reyndi karlmaður að lokka 9 ára dreng upp í bíl til sín á Völlunum í Hafnarfirði. Faðir drengs segir ástandið slæmt og að fleiri tilvik hafi komið upp að undanförnu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. Drengurinn, sem er 9 ára gamall, var á leið heim til vinar síns þegar atvikið átti sér stað. Faðir drengsins, sem ekki vill koma fram undir nafni drengsins vegna, segir hann hafa brugðist hárrétt við. „Hann var að fara að hlaupa til vinar síns. Við búum á Völlunum í Hafnarfirði en vinur hans býr í Áslandinu. Þetta gerist neðst í götunni okkar. Það er maður á vinnubíl sem reynir að lokka hann til sín og segist vera með fullt af nammi í bílnum og fartölvur hvort hann vilji ekki koma til sín. Sem betur fer brást hann hárrétt við og hljóp eins og fætur toguðu upp í Ásland,“ segir faðir drengsins. Málið var tilkynnt til lögreglu skömmu síðar sem tók skýrslu af drengnum sem gat lýst manninum vel. Hann sé í kring um fimmtugt, þrekvaxinn og með skegg. Faðir drengsins segir atvikið ekki vera það fyrsta sem hafi komið upp í hverfinu. „Því miður. Það eru ekki nema tvær vikur síðan skólastjórinn sendi út tilkynningu til allra foreldra um að fólk skyldi vera á varðbergi út af þessari hættu af því það hefði verið reynt að lokka börn upp í bíl við skólann,“ segir faðirinn. Þá hafa skapast töluverðar umræður um mál af þessu tagi á Facebook- hópnum Vellirnir þar sem fram kemur að fleiri börn hafi að undanförnu lent í því að karlmaður reyni að tæla þau inn í bíl til sín. „Allavega miðað við það sem maður hefur heyrt þá virðist þetta ekki alltaf vera sama ökutækið en hvort þetta sé sami aðilinn sem hefur aðgang að mismunandi ökutækjum, það getur vel verið,“ segir faðir drengsins og bætir við að það sé mikið sjokk fyrir foreldra að barnið lendi í svona. Hann segir umræðu hafa skapast meðal foreldra í hverfinu að settar verði upp eftirlitsmyndavélar. Í samtali við fréttastofu segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að embættið sé með nokkur slík mál úr Hafnarfirði til rannsóknar. Málin séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem um nokkur mál sé að ræða og þau varði ofbeldi gegn börnum. Hann segir að engin liggi undir grun eins og staðan er í dag en að lögreglan sé að reyna komast að því hvaða bíla um ræði. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Í gær reyndi karlmaður að lokka 9 ára dreng upp í bíl til sín á Völlunum í Hafnarfirði. Faðir drengs segir ástandið slæmt og að fleiri tilvik hafi komið upp að undanförnu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. Drengurinn, sem er 9 ára gamall, var á leið heim til vinar síns þegar atvikið átti sér stað. Faðir drengsins, sem ekki vill koma fram undir nafni drengsins vegna, segir hann hafa brugðist hárrétt við. „Hann var að fara að hlaupa til vinar síns. Við búum á Völlunum í Hafnarfirði en vinur hans býr í Áslandinu. Þetta gerist neðst í götunni okkar. Það er maður á vinnubíl sem reynir að lokka hann til sín og segist vera með fullt af nammi í bílnum og fartölvur hvort hann vilji ekki koma til sín. Sem betur fer brást hann hárrétt við og hljóp eins og fætur toguðu upp í Ásland,“ segir faðir drengsins. Málið var tilkynnt til lögreglu skömmu síðar sem tók skýrslu af drengnum sem gat lýst manninum vel. Hann sé í kring um fimmtugt, þrekvaxinn og með skegg. Faðir drengsins segir atvikið ekki vera það fyrsta sem hafi komið upp í hverfinu. „Því miður. Það eru ekki nema tvær vikur síðan skólastjórinn sendi út tilkynningu til allra foreldra um að fólk skyldi vera á varðbergi út af þessari hættu af því það hefði verið reynt að lokka börn upp í bíl við skólann,“ segir faðirinn. Þá hafa skapast töluverðar umræður um mál af þessu tagi á Facebook- hópnum Vellirnir þar sem fram kemur að fleiri börn hafi að undanförnu lent í því að karlmaður reyni að tæla þau inn í bíl til sín. „Allavega miðað við það sem maður hefur heyrt þá virðist þetta ekki alltaf vera sama ökutækið en hvort þetta sé sami aðilinn sem hefur aðgang að mismunandi ökutækjum, það getur vel verið,“ segir faðir drengsins og bætir við að það sé mikið sjokk fyrir foreldra að barnið lendi í svona. Hann segir umræðu hafa skapast meðal foreldra í hverfinu að settar verði upp eftirlitsmyndavélar. Í samtali við fréttastofu segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að embættið sé með nokkur slík mál úr Hafnarfirði til rannsóknar. Málin séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem um nokkur mál sé að ræða og þau varði ofbeldi gegn börnum. Hann segir að engin liggi undir grun eins og staðan er í dag en að lögreglan sé að reyna komast að því hvaða bíla um ræði.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira