Óttast að 79 manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2017 12:41 120 íbúðir voru í Grenfell-turni. vísir/epa Lögreglan hefur staðfest að 79 einstaklingar hafi látið lífið eða sé saknað og þar með taldir af eftir eldsvoðann í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags liðinnar viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar fyrir hádegi í dag en yfirvöld segja að tala látinna geti enn hækkað. Af þeim særðust í brunanum eru átján enn á spítala og þar af níu enn á gjörgæslu. Margar fjölskyldur misstu fleiri en einn ástvin í brunanum. Allt kapp er nú lagt á að bera kennsl á þá sem létust og að ná þeim út úr byggingunni. Lögreglan ítrekar þó að hugsanlega verði ekki hægt að bera kennsla á alla þá sem létu lífið og að það gæti margar vikur að finna alla og ná öllum út úr turninum. „Þetta er ótrúlega erfiður tími fyrir fjölskyldur og það er mjög erfitt að lýsa eyðileggingunni sem bruninn olli. Það sem er mikilvægt fyrir mig er að finna svör fyrir fjölskyldurnar sem eiga nú um sárt að binda,“ sagði Stuart Cundy hjá lögreglunni í London á blaðamannafundinum í morgun. Þá sagði hann einnig að það gæti hafa verið fólk inni í húsinu sem lögreglan vissu ekki af en þá gæti einnig verið að einhverja sé saknað sem hafi náð að flýja eldsvoðann. Hann hvatti þessa einstaklinga til að gefa sig fram. Einnar mínútu þögn var í Bretlandi í morgun til að minnast þeirra sem létust. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. 19. júní 2017 08:07 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Lögreglan hefur staðfest að 79 einstaklingar hafi látið lífið eða sé saknað og þar með taldir af eftir eldsvoðann í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags liðinnar viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar fyrir hádegi í dag en yfirvöld segja að tala látinna geti enn hækkað. Af þeim særðust í brunanum eru átján enn á spítala og þar af níu enn á gjörgæslu. Margar fjölskyldur misstu fleiri en einn ástvin í brunanum. Allt kapp er nú lagt á að bera kennsl á þá sem létust og að ná þeim út úr byggingunni. Lögreglan ítrekar þó að hugsanlega verði ekki hægt að bera kennsla á alla þá sem létu lífið og að það gæti margar vikur að finna alla og ná öllum út úr turninum. „Þetta er ótrúlega erfiður tími fyrir fjölskyldur og það er mjög erfitt að lýsa eyðileggingunni sem bruninn olli. Það sem er mikilvægt fyrir mig er að finna svör fyrir fjölskyldurnar sem eiga nú um sárt að binda,“ sagði Stuart Cundy hjá lögreglunni í London á blaðamannafundinum í morgun. Þá sagði hann einnig að það gæti hafa verið fólk inni í húsinu sem lögreglan vissu ekki af en þá gæti einnig verið að einhverja sé saknað sem hafi náð að flýja eldsvoðann. Hann hvatti þessa einstaklinga til að gefa sig fram. Einnar mínútu þögn var í Bretlandi í morgun til að minnast þeirra sem létust.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. 19. júní 2017 08:07 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. 19. júní 2017 08:07
Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15