Hleruðu samtal um að Rússar hafi búið yfir viðkvæmum upplýsingum um Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. maí 2017 14:28 Mótmælt hefur verið fyrir utan Hvíta húsið. Vísir/Getty Leyniþjónustur Bandaríkjana hleruðu samtal á milli rússneskra embættismanna þar sem þeir ræddu um möguleikann á því að Rússland byggi yfir viðkvæmum upplýsingum um Donald Trump og nána samstarfsmenn hans í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust.CNN greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum að upplýsingarnar sem rætt hafi verið um hafi verið af fjárhagslegum toga. Rætt hafi verið um hvort að upplýsingarnar hafi gert það að verkum að Rússar væru í aðstöðu til þess að hafa áhrif á innsta hring Trump. Heimildarmenn CNN segja þó mögulegt að upplýsingarnar sem komu fram í samtalinu sem hlerað var hafi verið ýktar, eða jafnvel tilbúnar, sem hluti af upplýsingarfölsunaherferð Rússa í aðdraganda kosninganna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því Rússar gætu búið yfir vafasömum upplýsingum um Trump. Snemma á árinu bárust fréttir að því að Rússar byggu yfir myndbandi af Donald Trump þar sem hann var sagður sýna af sér vafasama hegðun gagnvart vændiskonum í Rússlandi. Trump, sem og Vladimir Putin, forseti Rússland hafa þvertekið fyrir að slíkt myndband sé til. Bandaríska alríkislögreglan og bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsaka nú hvort og þá hvernig Rússsland hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum síðastliðið haust. Einnig er verið að rannsaka hvort að starfsmenn Trump hafi tekið þátt í slíku athæfi. Skipaður hefur verið sérstakur saksóknari af hálfu dómsmálaráðuneytisins til þess að fara með rannsókn af meintum afskiptum Rússa en meðal þeirra sem eru til rannsóknar er Michael Flynn, sem starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump áður en hann sagði af sér, eftir að upp komst að hann laug til um samskipti sín við rússneska embættismenn. Donald Trump Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38 Flynn neitar að afhenda gögn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina. 22. maí 2017 15:03 Yfirmaður samskipta hjá Hvíta húsinu segir upp Mike Dubke entist þrjá mánuði í starfinu. 30. maí 2017 11:56 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Leyniþjónustur Bandaríkjana hleruðu samtal á milli rússneskra embættismanna þar sem þeir ræddu um möguleikann á því að Rússland byggi yfir viðkvæmum upplýsingum um Donald Trump og nána samstarfsmenn hans í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust.CNN greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum að upplýsingarnar sem rætt hafi verið um hafi verið af fjárhagslegum toga. Rætt hafi verið um hvort að upplýsingarnar hafi gert það að verkum að Rússar væru í aðstöðu til þess að hafa áhrif á innsta hring Trump. Heimildarmenn CNN segja þó mögulegt að upplýsingarnar sem komu fram í samtalinu sem hlerað var hafi verið ýktar, eða jafnvel tilbúnar, sem hluti af upplýsingarfölsunaherferð Rússa í aðdraganda kosninganna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því Rússar gætu búið yfir vafasömum upplýsingum um Trump. Snemma á árinu bárust fréttir að því að Rússar byggu yfir myndbandi af Donald Trump þar sem hann var sagður sýna af sér vafasama hegðun gagnvart vændiskonum í Rússlandi. Trump, sem og Vladimir Putin, forseti Rússland hafa þvertekið fyrir að slíkt myndband sé til. Bandaríska alríkislögreglan og bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsaka nú hvort og þá hvernig Rússsland hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum síðastliðið haust. Einnig er verið að rannsaka hvort að starfsmenn Trump hafi tekið þátt í slíku athæfi. Skipaður hefur verið sérstakur saksóknari af hálfu dómsmálaráðuneytisins til þess að fara með rannsókn af meintum afskiptum Rússa en meðal þeirra sem eru til rannsóknar er Michael Flynn, sem starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump áður en hann sagði af sér, eftir að upp komst að hann laug til um samskipti sín við rússneska embættismenn.
Donald Trump Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38 Flynn neitar að afhenda gögn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina. 22. maí 2017 15:03 Yfirmaður samskipta hjá Hvíta húsinu segir upp Mike Dubke entist þrjá mánuði í starfinu. 30. maí 2017 11:56 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14
Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38
Flynn neitar að afhenda gögn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina. 22. maí 2017 15:03
Yfirmaður samskipta hjá Hvíta húsinu segir upp Mike Dubke entist þrjá mánuði í starfinu. 30. maí 2017 11:56