Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. janúar 2017 07:00 Fjöldi manns mætti í útför 23 ára gamals manns, Junus Gormek, sem lét lífið í skotárásinni í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt ásamt 38 öðrum. vísir/afp Daish-samtökin, sem nefna sig Íslamskt ríki, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast bera ábyrgð á skotárásinni í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. Í yfirlýsingunni kemur þó ekki fram hvort árásarmaðurinn hafi verið sendur út af örkinni til að drepa fólk eða tekið það upp hjá sjálfum sér. Hann myrti að minnsta kosti 39 manns og særði 69. Hinir látnu voru af tólf þjóðernum, flestir frá Tyrklandi og Sádi-Arabíu en einn til þrír frá Líbanon, Írak, Túnis, Indlandi, Marokkó, Jórdaníu, Kúveit, Kanada, Ísrael, Sýrlandi og Rússlandi. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við árásina, en árásarmaðurinn var ekki þar á meðal. Honum tókst að sleppa og gekk enn laus í gær. Síðustu tvö ár hafa hryðjuverk og árásir af ýmsu tagi verið tíðar í Tyrklandi. Ýmist eru það Daish-samtökin eða herskáir Kúrdar sem hafa lýst yfir ábyrgð eða eru grunuð um ofbeldisverk þessi. Þessar árásir hafa kostað hátt í fimm hundruð manns lífið, en þar eru þó ekki meðtaldir þeir sem létu lífið í átökunum sem brutust út eftir að hluti tyrkneska hersins gerði misheppnaða tilraun til að ræna völdum í landinu þann 15. júlí á nýliðnu ári. Þau átök kostuðu um 240 manns lífið auk þess sem meira en 1.400 særðust. Erdogan forseti segist sannfærður um að Gülen-hreyfingin hafi staðið á bak við þessa misheppnuðu valdaránstilraun, enda þótt leiðtogi hennar, klerkurinn Fetullah Gülen, sem býr í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, þvertaki fyrir að hafa átt nokkurn hlut að máli. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar hóf Erdogan víðtækar hreinsanir í flestum helstu valda- og áhrifastofnunum landsins. Tugir þúsunda hermanna, lögreglumanna, dómara, kennara og blaðamanna voru handteknir og alls voru meira en hundrað þúsund manns teknir höndum. Erdogan forseti hefur jafnframt notað tímann til þess að undirbúa breytingar á stjórnskipan landsins, sem meðal annars eiga að tryggja honum sjálfum stóraukin völd. Drög að nýrri stjórnarskrá voru samþykkt í þingnefnd rétt fyrir áramótin, en óljóst er hvort þau verða borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólgan í Tyrklandi síðustu misseri hefur bitnað á ferðaþjónustunni þar í landi. Færri ferðamenn leggja þangað leið sína en áður, þótt stjórnvöld leggi áherslu á að fólki sé alveg óhætt að koma.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. 1. janúar 2017 13:03 Segir Tyrki mjög slegna en staðráðna í að leyfa hryðjuverkum ekki að stjórna lífi sínu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UNWomen í Evrópu og Mið-Asíu segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. 21. desember 2016 13:15 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Daish-samtökin, sem nefna sig Íslamskt ríki, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast bera ábyrgð á skotárásinni í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. Í yfirlýsingunni kemur þó ekki fram hvort árásarmaðurinn hafi verið sendur út af örkinni til að drepa fólk eða tekið það upp hjá sjálfum sér. Hann myrti að minnsta kosti 39 manns og særði 69. Hinir látnu voru af tólf þjóðernum, flestir frá Tyrklandi og Sádi-Arabíu en einn til þrír frá Líbanon, Írak, Túnis, Indlandi, Marokkó, Jórdaníu, Kúveit, Kanada, Ísrael, Sýrlandi og Rússlandi. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við árásina, en árásarmaðurinn var ekki þar á meðal. Honum tókst að sleppa og gekk enn laus í gær. Síðustu tvö ár hafa hryðjuverk og árásir af ýmsu tagi verið tíðar í Tyrklandi. Ýmist eru það Daish-samtökin eða herskáir Kúrdar sem hafa lýst yfir ábyrgð eða eru grunuð um ofbeldisverk þessi. Þessar árásir hafa kostað hátt í fimm hundruð manns lífið, en þar eru þó ekki meðtaldir þeir sem létu lífið í átökunum sem brutust út eftir að hluti tyrkneska hersins gerði misheppnaða tilraun til að ræna völdum í landinu þann 15. júlí á nýliðnu ári. Þau átök kostuðu um 240 manns lífið auk þess sem meira en 1.400 særðust. Erdogan forseti segist sannfærður um að Gülen-hreyfingin hafi staðið á bak við þessa misheppnuðu valdaránstilraun, enda þótt leiðtogi hennar, klerkurinn Fetullah Gülen, sem býr í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, þvertaki fyrir að hafa átt nokkurn hlut að máli. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar hóf Erdogan víðtækar hreinsanir í flestum helstu valda- og áhrifastofnunum landsins. Tugir þúsunda hermanna, lögreglumanna, dómara, kennara og blaðamanna voru handteknir og alls voru meira en hundrað þúsund manns teknir höndum. Erdogan forseti hefur jafnframt notað tímann til þess að undirbúa breytingar á stjórnskipan landsins, sem meðal annars eiga að tryggja honum sjálfum stóraukin völd. Drög að nýrri stjórnarskrá voru samþykkt í þingnefnd rétt fyrir áramótin, en óljóst er hvort þau verða borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólgan í Tyrklandi síðustu misseri hefur bitnað á ferðaþjónustunni þar í landi. Færri ferðamenn leggja þangað leið sína en áður, þótt stjórnvöld leggi áherslu á að fólki sé alveg óhætt að koma.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. 1. janúar 2017 13:03 Segir Tyrki mjög slegna en staðráðna í að leyfa hryðjuverkum ekki að stjórna lífi sínu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UNWomen í Evrópu og Mið-Asíu segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. 21. desember 2016 13:15 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29
Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. 1. janúar 2017 13:03
Segir Tyrki mjög slegna en staðráðna í að leyfa hryðjuverkum ekki að stjórna lífi sínu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UNWomen í Evrópu og Mið-Asíu segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. 21. desember 2016 13:15