Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. janúar 2017 07:00 Fjöldi manns mætti í útför 23 ára gamals manns, Junus Gormek, sem lét lífið í skotárásinni í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt ásamt 38 öðrum. vísir/afp Daish-samtökin, sem nefna sig Íslamskt ríki, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast bera ábyrgð á skotárásinni í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. Í yfirlýsingunni kemur þó ekki fram hvort árásarmaðurinn hafi verið sendur út af örkinni til að drepa fólk eða tekið það upp hjá sjálfum sér. Hann myrti að minnsta kosti 39 manns og særði 69. Hinir látnu voru af tólf þjóðernum, flestir frá Tyrklandi og Sádi-Arabíu en einn til þrír frá Líbanon, Írak, Túnis, Indlandi, Marokkó, Jórdaníu, Kúveit, Kanada, Ísrael, Sýrlandi og Rússlandi. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við árásina, en árásarmaðurinn var ekki þar á meðal. Honum tókst að sleppa og gekk enn laus í gær. Síðustu tvö ár hafa hryðjuverk og árásir af ýmsu tagi verið tíðar í Tyrklandi. Ýmist eru það Daish-samtökin eða herskáir Kúrdar sem hafa lýst yfir ábyrgð eða eru grunuð um ofbeldisverk þessi. Þessar árásir hafa kostað hátt í fimm hundruð manns lífið, en þar eru þó ekki meðtaldir þeir sem létu lífið í átökunum sem brutust út eftir að hluti tyrkneska hersins gerði misheppnaða tilraun til að ræna völdum í landinu þann 15. júlí á nýliðnu ári. Þau átök kostuðu um 240 manns lífið auk þess sem meira en 1.400 særðust. Erdogan forseti segist sannfærður um að Gülen-hreyfingin hafi staðið á bak við þessa misheppnuðu valdaránstilraun, enda þótt leiðtogi hennar, klerkurinn Fetullah Gülen, sem býr í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, þvertaki fyrir að hafa átt nokkurn hlut að máli. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar hóf Erdogan víðtækar hreinsanir í flestum helstu valda- og áhrifastofnunum landsins. Tugir þúsunda hermanna, lögreglumanna, dómara, kennara og blaðamanna voru handteknir og alls voru meira en hundrað þúsund manns teknir höndum. Erdogan forseti hefur jafnframt notað tímann til þess að undirbúa breytingar á stjórnskipan landsins, sem meðal annars eiga að tryggja honum sjálfum stóraukin völd. Drög að nýrri stjórnarskrá voru samþykkt í þingnefnd rétt fyrir áramótin, en óljóst er hvort þau verða borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólgan í Tyrklandi síðustu misseri hefur bitnað á ferðaþjónustunni þar í landi. Færri ferðamenn leggja þangað leið sína en áður, þótt stjórnvöld leggi áherslu á að fólki sé alveg óhætt að koma.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. 1. janúar 2017 13:03 Segir Tyrki mjög slegna en staðráðna í að leyfa hryðjuverkum ekki að stjórna lífi sínu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UNWomen í Evrópu og Mið-Asíu segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. 21. desember 2016 13:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Daish-samtökin, sem nefna sig Íslamskt ríki, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast bera ábyrgð á skotárásinni í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. Í yfirlýsingunni kemur þó ekki fram hvort árásarmaðurinn hafi verið sendur út af örkinni til að drepa fólk eða tekið það upp hjá sjálfum sér. Hann myrti að minnsta kosti 39 manns og særði 69. Hinir látnu voru af tólf þjóðernum, flestir frá Tyrklandi og Sádi-Arabíu en einn til þrír frá Líbanon, Írak, Túnis, Indlandi, Marokkó, Jórdaníu, Kúveit, Kanada, Ísrael, Sýrlandi og Rússlandi. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við árásina, en árásarmaðurinn var ekki þar á meðal. Honum tókst að sleppa og gekk enn laus í gær. Síðustu tvö ár hafa hryðjuverk og árásir af ýmsu tagi verið tíðar í Tyrklandi. Ýmist eru það Daish-samtökin eða herskáir Kúrdar sem hafa lýst yfir ábyrgð eða eru grunuð um ofbeldisverk þessi. Þessar árásir hafa kostað hátt í fimm hundruð manns lífið, en þar eru þó ekki meðtaldir þeir sem létu lífið í átökunum sem brutust út eftir að hluti tyrkneska hersins gerði misheppnaða tilraun til að ræna völdum í landinu þann 15. júlí á nýliðnu ári. Þau átök kostuðu um 240 manns lífið auk þess sem meira en 1.400 særðust. Erdogan forseti segist sannfærður um að Gülen-hreyfingin hafi staðið á bak við þessa misheppnuðu valdaránstilraun, enda þótt leiðtogi hennar, klerkurinn Fetullah Gülen, sem býr í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, þvertaki fyrir að hafa átt nokkurn hlut að máli. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar hóf Erdogan víðtækar hreinsanir í flestum helstu valda- og áhrifastofnunum landsins. Tugir þúsunda hermanna, lögreglumanna, dómara, kennara og blaðamanna voru handteknir og alls voru meira en hundrað þúsund manns teknir höndum. Erdogan forseti hefur jafnframt notað tímann til þess að undirbúa breytingar á stjórnskipan landsins, sem meðal annars eiga að tryggja honum sjálfum stóraukin völd. Drög að nýrri stjórnarskrá voru samþykkt í þingnefnd rétt fyrir áramótin, en óljóst er hvort þau verða borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólgan í Tyrklandi síðustu misseri hefur bitnað á ferðaþjónustunni þar í landi. Færri ferðamenn leggja þangað leið sína en áður, þótt stjórnvöld leggi áherslu á að fólki sé alveg óhætt að koma.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. 1. janúar 2017 13:03 Segir Tyrki mjög slegna en staðráðna í að leyfa hryðjuverkum ekki að stjórna lífi sínu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UNWomen í Evrópu og Mið-Asíu segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. 21. desember 2016 13:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29
Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. 1. janúar 2017 13:03
Segir Tyrki mjög slegna en staðráðna í að leyfa hryðjuverkum ekki að stjórna lífi sínu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UNWomen í Evrópu og Mið-Asíu segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. 21. desember 2016 13:15