Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2017 13:03 Skemmtistaðurinn Reina stendur við Bosporussund. Vísir/afp Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. Árásarmannsins er enn leitað.NRK hefur tekið saman það sem vitað er um árásina á þessari stundu.Lögreglumaður og vegfarandi voru skotnir til bana fyrir utan skemmtistaðinn Reina í Istanbúl klukkan 1:15 að staðartíma, eða 22:15 að íslenskum tíma, áður en hann hélt inn.Milli 500 og 600 manns voru saman komnir á skemmtistaðnum til að halda upp á áramótin.Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir að árásarmaðurinn hafi skilið skotvopn sitt eftir áður en hann lagði á flótta frá staðnum. Hann staðfesti einnig að hann hafi ekki klæðst jólasveinabúning líkt og margir fjölmiðlar höfðu greint frá.Árásarmaðurinn á að hafa notast við AK-47.Í myndbandsupptöku, sem ekki hefur fengist staðfest hvort að sé ósvikið, má sjá þegar árásarmaðurinn yfirgefur næturklúbbinn og skýtur á fólk. Hann er þá ekki klæddur jólasveinabúning.Búið er að greina frá því að vel á annan tug erlendra ríkisborgara hafi fallið. Staðfest er að á meðal fórnarlamba er fólk frá Ísrael, Sádi-Arabíu, Marokkó, Líbanon, Líbíu, auk Tyrkja. Reuters greinir frá þessu. Sjónvarpsstöðin 7sur7 greinir einnig frá því að Belgi hafi fallið í árásinni.Auk hinna föllnu eiga Frakkar og Búlgari að vera í hópi þeirra sem særðust. Frá þessu greia Le Figaro og Dnes.Skemmtistaðurinn er í hverfinu Ortaköy við sjávarsíðuna. Fjölmargir stukku út í Bosporus á flótta frá árásarmanninum.Tyrkneskir fjölmiðlar þurfa í fréttaflutningi sínum að fylgja ströngum fyrirmælum frá yfirvöldum. Þetta er oft gert í tilraun til að koma í veg fyrir frekari ringulreið í kjölfar hryðjuverkaárása.Viðbúnaður var mikill í Tyrklandi í gærkvöldi þar sem um 17 þúsund lögreglumenn voru á ferli í Istanbúl. Margir þeirra voru klæddir borgaralega.Árásarmannsins er enn leitað.Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti sagði í yfirlýsingu að Tyrkland myndi berjast gegn árásum hryðjuverkahópa og þeirra sem standa þeim að baki en einnig gegn efnahagslegum, pólitískum og félagslegum árásum.Forsetinn sagði að markmið hryðjuverkamannanna væri að skapa glundroða og draga kjarkinn úr Tyrkjum með viðbjóðslegum árásum sem beint væri gegn óbreyttum borgurum. Tyrkir myndu hins vegar standa sameinaðir gegn slíku og ekkert fengi samstöðu þeirra sundrað.Samkvæmt samantekt New York Times hafa 411 látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Uppfært 15:50: Búið er að bera kennsl á 35 af hinum 39 fórnarlömbum árásarinnar. 25 karlmenn og fjórtán konur fórust í árásinni – ellefu tyrkneskir ríkisborgarar og 24 erlendir. Leitin að árásarmanninum stendur enn yfir. Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. Árásarmannsins er enn leitað.NRK hefur tekið saman það sem vitað er um árásina á þessari stundu.Lögreglumaður og vegfarandi voru skotnir til bana fyrir utan skemmtistaðinn Reina í Istanbúl klukkan 1:15 að staðartíma, eða 22:15 að íslenskum tíma, áður en hann hélt inn.Milli 500 og 600 manns voru saman komnir á skemmtistaðnum til að halda upp á áramótin.Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir að árásarmaðurinn hafi skilið skotvopn sitt eftir áður en hann lagði á flótta frá staðnum. Hann staðfesti einnig að hann hafi ekki klæðst jólasveinabúning líkt og margir fjölmiðlar höfðu greint frá.Árásarmaðurinn á að hafa notast við AK-47.Í myndbandsupptöku, sem ekki hefur fengist staðfest hvort að sé ósvikið, má sjá þegar árásarmaðurinn yfirgefur næturklúbbinn og skýtur á fólk. Hann er þá ekki klæddur jólasveinabúning.Búið er að greina frá því að vel á annan tug erlendra ríkisborgara hafi fallið. Staðfest er að á meðal fórnarlamba er fólk frá Ísrael, Sádi-Arabíu, Marokkó, Líbanon, Líbíu, auk Tyrkja. Reuters greinir frá þessu. Sjónvarpsstöðin 7sur7 greinir einnig frá því að Belgi hafi fallið í árásinni.Auk hinna föllnu eiga Frakkar og Búlgari að vera í hópi þeirra sem særðust. Frá þessu greia Le Figaro og Dnes.Skemmtistaðurinn er í hverfinu Ortaköy við sjávarsíðuna. Fjölmargir stukku út í Bosporus á flótta frá árásarmanninum.Tyrkneskir fjölmiðlar þurfa í fréttaflutningi sínum að fylgja ströngum fyrirmælum frá yfirvöldum. Þetta er oft gert í tilraun til að koma í veg fyrir frekari ringulreið í kjölfar hryðjuverkaárása.Viðbúnaður var mikill í Tyrklandi í gærkvöldi þar sem um 17 þúsund lögreglumenn voru á ferli í Istanbúl. Margir þeirra voru klæddir borgaralega.Árásarmannsins er enn leitað.Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti sagði í yfirlýsingu að Tyrkland myndi berjast gegn árásum hryðjuverkahópa og þeirra sem standa þeim að baki en einnig gegn efnahagslegum, pólitískum og félagslegum árásum.Forsetinn sagði að markmið hryðjuverkamannanna væri að skapa glundroða og draga kjarkinn úr Tyrkjum með viðbjóðslegum árásum sem beint væri gegn óbreyttum borgurum. Tyrkir myndu hins vegar standa sameinaðir gegn slíku og ekkert fengi samstöðu þeirra sundrað.Samkvæmt samantekt New York Times hafa 411 látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Uppfært 15:50: Búið er að bera kennsl á 35 af hinum 39 fórnarlömbum árásarinnar. 25 karlmenn og fjórtán konur fórust í árásinni – ellefu tyrkneskir ríkisborgarar og 24 erlendir. Leitin að árásarmanninum stendur enn yfir.
Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29