Liverpool missti af tækifæri til að minnka forystu Chelsea á toppnum um þrjú stig er liðið gerði 2-2 jafntefli við Sunderland. Sunderland fékk tvær vítaspyrnur í leiknum en Sadio Mani var ekki ánægður með störf dómarans í leiknum.
Manchester City náði hins vegar að vinna langþráðan sigur, 2-1 gegn Burnley, þrátt fyrir að hafa misst Fernandinho af velli með rautt spjald eftir ljótt brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni.
Pep Guardiola, stjóra City, virtist hins vegar ekki mjög skemmt eftir leikinn eins og sjá mátti á viðtali við hann í útsendingunni eftir leik. Viðtalið má sjá hér.
Síðdegisleiknum lauk svo með 2-0 útivallarsigri Manchester United á West Ham en þar munaði miklu um rautt spjald sem Sofiane Feghouli fékk snemma leiks fyrir brot á Phil Jones. Ákvörðun Mike Dean, dómara leiksins, var þó afar umdeild.
Niðurstaðan þó sjötti sigur Manchester United í röð sem er enn í sjötta sæti en aðeins fimm stigum á eftir Liverpool. Liðin eigast einmitt í næstu umferð, sunnudaginn 15. janúar á Old Trafford.
Hér fyrir neðan má sjá samantektir úr öllum leikjum gærkvöldsins.