Dean dómari sagður hrokafullur og athyglissjúkur | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 15:45 Mike Dean, dómari í ensku úrvalsdeildinni, gerði frekar stór mistök í leik West Ham og Manchester United í gærkvöldi þegar hann rak Alsíringinn Sofiane Feghouli af velli á 15. mínútu fyrir brot á Phil Jones, miðverði United. Brotið leit svo sem illa út við fyrstu sýn í sjónvarpinu en Dean var vel staðsettur og hefði átt að gera betur. Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, sagði við fjölmiðla eftir leik að hann vildi ekki einu sinni sjá gult á sinn mann fyrir þessa tæklingu. Manni fleiri átti West Ham lítinn séns í United-liðið sem hélt boltanum vel og keyrði upp hraðann í seinni hálfleik. Það skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum og vann sjötta sigur sinn í deildinni í röð. En Dean stal senunni og fékk orð í eyra úr ýmsum áttum eftir leikinn. „Þessi ákvörðun er svo röng að það er til skammar. Snerting Jones á boltann er þung og Feghouli reynir að ná til boltans án þess að fara með sólann hátt. Þessi dómari er alltaf að gera mistök. Viðbrögð Jones eiga sinn þátt í þessu og ég held að dómarinn sé aðeins að giska á hvað gerðist,“ sagði bálreiður Nial Quinn, fyrrverandi framherji Manchester City og Sunderland, á Sky Sports í gærkvöldi. „Ég reyni alltaf að skilja að starf dómarans er erfitt en skipti eftir skipti sé ég þennan mann Mike Dean gera eitthvað svona og bara hrokinn í honum pirrar mig. Hann elskar að eigna sér sviðsljósið og ég þoli það ekki.“ Dean hefur áður eignað sér fyrirsagnirnar á tímabilinu en þetta er fimmta rauða spjaldið sem hann lyftir á leiktíðinni Þá er enginn dómari í deildinni búinn að dæma fleiri vítaspyrnur en hann. „Þetta voru ótrúleg mistök hjá Dean. Þetta er eiginlega magnað. Það eru bara fimmtán mínútur búnar og hvernig sér dómarinn hver er að brjóta á hverjum,“ sagði Martin Keown, fyrrverandi miðvörður Arsenal, eftir leikinn í Match of the Day á BBC en þar sagði stjórnandi þáttarins, Gary Lineker, að Mike Dean væri einfaldlega athyglissjúkur. Atvikið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Enski boltinn Tengdar fréttir Neville: Mourinho ekki tapað töfrunum en leikurinn gegn Liverpool verður risastór Gary Neville gagnrýnir þá sem gagnrýndu José Mourino fyrir að hafa ekki lengur áhrif á leiki. 3. janúar 2017 07:30 Þurfum að fara til ársins 2013 til að finna samsvarandi daga hjá United og Mourinho Manchester United er á mikilli siglingu í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana og þrátt fyrir að liðið sé enn bara í sjötta sæti er nú farið að styttast í efstu liðin eftir sex sigurleiki í röð. 2. janúar 2017 19:20 Ævintýralegur munur á United með og án Carrick sem tapar ekki með hann í liðinu Michael Carrick virðist vera lang mikilvægasti leikmaður Manchester United. 3. janúar 2017 11:00 Sporðdrekaspark Giroud miklu flottara en hjá Mkhitaryan | Myndbönd Lesendur Vísis gerðu upp á milli tveggja flottustu marka tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. janúar 2017 11:30 Sjáðu rauðu spjöldin og öll mörk gærdagsins Ljótt brot á íslenskum landsliðsmanni og umdeilt rautt spjald hjá Mike Dean voru á milli tannanna hjá áhugamönnum um enska boltann. 3. janúar 2017 10:15 Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira
Mike Dean, dómari í ensku úrvalsdeildinni, gerði frekar stór mistök í leik West Ham og Manchester United í gærkvöldi þegar hann rak Alsíringinn Sofiane Feghouli af velli á 15. mínútu fyrir brot á Phil Jones, miðverði United. Brotið leit svo sem illa út við fyrstu sýn í sjónvarpinu en Dean var vel staðsettur og hefði átt að gera betur. Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, sagði við fjölmiðla eftir leik að hann vildi ekki einu sinni sjá gult á sinn mann fyrir þessa tæklingu. Manni fleiri átti West Ham lítinn séns í United-liðið sem hélt boltanum vel og keyrði upp hraðann í seinni hálfleik. Það skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum og vann sjötta sigur sinn í deildinni í röð. En Dean stal senunni og fékk orð í eyra úr ýmsum áttum eftir leikinn. „Þessi ákvörðun er svo röng að það er til skammar. Snerting Jones á boltann er þung og Feghouli reynir að ná til boltans án þess að fara með sólann hátt. Þessi dómari er alltaf að gera mistök. Viðbrögð Jones eiga sinn þátt í þessu og ég held að dómarinn sé aðeins að giska á hvað gerðist,“ sagði bálreiður Nial Quinn, fyrrverandi framherji Manchester City og Sunderland, á Sky Sports í gærkvöldi. „Ég reyni alltaf að skilja að starf dómarans er erfitt en skipti eftir skipti sé ég þennan mann Mike Dean gera eitthvað svona og bara hrokinn í honum pirrar mig. Hann elskar að eigna sér sviðsljósið og ég þoli það ekki.“ Dean hefur áður eignað sér fyrirsagnirnar á tímabilinu en þetta er fimmta rauða spjaldið sem hann lyftir á leiktíðinni Þá er enginn dómari í deildinni búinn að dæma fleiri vítaspyrnur en hann. „Þetta voru ótrúleg mistök hjá Dean. Þetta er eiginlega magnað. Það eru bara fimmtán mínútur búnar og hvernig sér dómarinn hver er að brjóta á hverjum,“ sagði Martin Keown, fyrrverandi miðvörður Arsenal, eftir leikinn í Match of the Day á BBC en þar sagði stjórnandi þáttarins, Gary Lineker, að Mike Dean væri einfaldlega athyglissjúkur. Atvikið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Neville: Mourinho ekki tapað töfrunum en leikurinn gegn Liverpool verður risastór Gary Neville gagnrýnir þá sem gagnrýndu José Mourino fyrir að hafa ekki lengur áhrif á leiki. 3. janúar 2017 07:30 Þurfum að fara til ársins 2013 til að finna samsvarandi daga hjá United og Mourinho Manchester United er á mikilli siglingu í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana og þrátt fyrir að liðið sé enn bara í sjötta sæti er nú farið að styttast í efstu liðin eftir sex sigurleiki í röð. 2. janúar 2017 19:20 Ævintýralegur munur á United með og án Carrick sem tapar ekki með hann í liðinu Michael Carrick virðist vera lang mikilvægasti leikmaður Manchester United. 3. janúar 2017 11:00 Sporðdrekaspark Giroud miklu flottara en hjá Mkhitaryan | Myndbönd Lesendur Vísis gerðu upp á milli tveggja flottustu marka tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. janúar 2017 11:30 Sjáðu rauðu spjöldin og öll mörk gærdagsins Ljótt brot á íslenskum landsliðsmanni og umdeilt rautt spjald hjá Mike Dean voru á milli tannanna hjá áhugamönnum um enska boltann. 3. janúar 2017 10:15 Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira
Neville: Mourinho ekki tapað töfrunum en leikurinn gegn Liverpool verður risastór Gary Neville gagnrýnir þá sem gagnrýndu José Mourino fyrir að hafa ekki lengur áhrif á leiki. 3. janúar 2017 07:30
Þurfum að fara til ársins 2013 til að finna samsvarandi daga hjá United og Mourinho Manchester United er á mikilli siglingu í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana og þrátt fyrir að liðið sé enn bara í sjötta sæti er nú farið að styttast í efstu liðin eftir sex sigurleiki í röð. 2. janúar 2017 19:20
Ævintýralegur munur á United með og án Carrick sem tapar ekki með hann í liðinu Michael Carrick virðist vera lang mikilvægasti leikmaður Manchester United. 3. janúar 2017 11:00
Sporðdrekaspark Giroud miklu flottara en hjá Mkhitaryan | Myndbönd Lesendur Vísis gerðu upp á milli tveggja flottustu marka tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. janúar 2017 11:30
Sjáðu rauðu spjöldin og öll mörk gærdagsins Ljótt brot á íslenskum landsliðsmanni og umdeilt rautt spjald hjá Mike Dean voru á milli tannanna hjá áhugamönnum um enska boltann. 3. janúar 2017 10:15