Enski boltinn

Sjáðu rauðu spjöldin og öll mörk gærdagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það var frídagur í Englandi í gær og var þá heilmikið spilað í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool missti af tækifæri til að minnka forystu Chelsea á toppnum um þrjú stig er liðið gerði 2-2 jafntefli við Sunderland. Sunderland fékk tvær vítaspyrnur í leiknum en Sadio Mani var ekki ánægður með störf dómarans í leiknum.

Manchester City náði hins vegar að vinna langþráðan sigur, 2-1 gegn Burnley, þrátt fyrir að hafa misst Fernandinho af velli með rautt spjald eftir ljótt brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni.

Pep Guardiola, stjóra City, virtist hins vegar ekki mjög skemmt eftir leikinn eins og sjá mátti á viðtali við hann í útsendingunni eftir leik. Viðtalið má sjá hér.



Síðdegisleiknum lauk svo með 2-0 útivallarsigri Manchester United á West Ham en þar munaði miklu um rautt spjald sem Sofiane Feghouli fékk snemma leiks fyrir brot á Phil Jones. Ákvörðun Mike Dean, dómara leiksins, var þó afar umdeild.

Niðurstaðan þó sjötti sigur Manchester United í röð sem er enn í sjötta sæti en aðeins fimm stigum á eftir Liverpool. Liðin eigast einmitt í næstu umferð, sunnudaginn 15. janúar á Old Trafford.

Hér fyrir neðan má sjá samantektir úr öllum leikjum gærkvöldsins.


Tengdar fréttir

Tíu leikmenn Man. City náðu að vinna Burnley

Þó svo Fernandinho hafi verið rekinn af velli fyrir groddalega tæklingu á Jóhann Berg Guðmundsson þá náði Man. City samt að vinna leikinn gegn Burnley, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×