Juan Mata, leikmaður Manchester United á Englandi, er staddur á Íslandi um þessar mundir. Hann ku vera í fríi hér á landi ásamt fjölskyldu sinni en hann spókaði sig um í Nauthólsvík í gær.
Þeir Bjarni Ævar Árnason og Guðmundur Geir Jónsson rákust á kappann í Nauthólsvík í gær. Í samtali við Vísi sagði Bjarni að Mata hafi verið að taka yfirlitsmyndir þegar þeir komu auga á hann. Hann hafi verið hinn vinalegasti og gefið sér tíma til að spjalla við þá félaga.
Hinn 29 ára gamli Spánverji var í liði United sem bar sigurorð af Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar sem fram fór á Vinavöllum í Stokkhólmi á miðvikudaginn síðastliðinn. Þeir Bjarni og Guðmundur eru báðir miklir aðdáendur Manchester United og óskuðu honum að sjálfsögðu til hamingju með sigurinn.
„Það var bara það fyrsta sem við gerðum,“ sagði Bjarni.
Mata hefur verið í herbúðum Manchester United frá árinu 2014 en hann kom þangað frá Chelsea. Hann á að baki 41 landsleik fyrir Spán.
Juan Mata dáðist að fegurð Nauthólsvíkur
Anton Egilsson skrifar

Mest lesið


Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt
Íslenski boltinn

Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar
Íslenski boltinn



Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika
Íslenski boltinn

Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn

Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn


Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal
Íslenski boltinn