Erlent

Fær 775 milljónir frá Walmart eftir misheppnuð vatnsmelónukaup

Þórdís Valsdóttir skrifar
Verslunarrisinn Walmart rekur 11.695 verslanir í 28 löndum.
Verslunarrisinn Walmart rekur 11.695 verslanir í 28 löndum. Vísir/getty
Karlmaður í Alabamaríki í Bandaríkjunum vann dómsmál gegn verslunarkeðjunni Walmart eftir að hafa fest fótinn í sýningarstandi í verslun þeirra árið 2015.

Maðurinn fór fram á bætur sem hljóða upp á 7,5 milljónir bandaríkjadala, eða tæplega 775 milljónir íslenskra króna. Kviðdómur dæmdi í málinu og var krafa hans staðfest.

Forsaga málsins er sú að maðurinn var staddur í einni verslun Walmart og hugðist kaupa sér vatnsmelónu. Þegar hann teygði sig í átt að melónunum festi hann fótinn í opi í borðinu sem melónurnar voru geymdar á og datt í gólfið.

Talsmaður Walmart segir að fyrirtækið telji bæturnar allt of háar og að líklegt sé að málinu verði áfrýjað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×