Telja að erfiðara verði að varðveita íslenskt efni Sveinn Arnarsson skrifar 11. desember 2017 07:30 Á Landsbókasafni situr margur háskólaneminn og lærir fyrir próf í desembermánuði. Margir þeirra vita kannski ekki að bókasafnið varðveitir og getur útvegað allt prentað efni frá árinu 1886. vísir/anton brink Aukin prentun íslenskra bóka á erlendri grund veldur Landsbókasafni nokkrum áhyggjum og gæti það haft í för með sér að erfiðara verði að varðveita menningararf þjóðarinnar. Skylt er að skila til Landsbókasafns prentuðum bókum og einnig rafbókum, hljóðbókum, kvikmyndum og tónlist.Hallfríður Baldursdóttir, fagstjóri skylduskila hjá Landsbókasafnivísir/anton brinkFréttablaðið sagði frá því fyrir skömmu að hin íslenska jólabók innbundin í kápu muni brátt heyra sögunni til. Oddi mun í upphafi nýs árs hætta prentun þessarar gerðar bóka og því mun öll harðspjalda bókaprentun flytjast úr landi. Í jólabókaflóðinu um þessi jól eru tvær af hverjum þremur bókum prentaðar erlendis, einungis þriðjungur er prentaður hér á landi. Hallfríður Baldursdóttir, fagstjóri skylduskila Landsbókasafns segir þetta nokkrum vandkvæðum bundið. „Hér áður fyrr þurftum við bara að hafa samband við prentsmiðjurnar sem eru tiltölulega fáar hér á landi. Nú hins vegar færist skyldan yfir á útgefendur en þeir eru margir og mjög misjafnt hversu stórtækir þeir eru í útgáfu,“ segir Hallfríður. „Því er það mun meira verkefni fyrir okkur að vakta bókamarkaðinn svo allar bækur skili sér til okkar.“ Hallfríður segir skilaskyldu bóka skipta miklu máli fyrir varðveisluna. „Við vinnum að því markmiði að varðveita menningararfinn með þessum hætti. Hingað kemur allt útgefið efni og því mikilvægt að allt berist til okkar til varðveislu komandi kynslóða,“ segir Hallfríður. Fyrstu lög um skylduskil bóka voru samþykkt árið 1886. Var það þá hluti af prentsmiðjulögum landsins og náðu eingöngu til prentaðs efnis. Árið 1949 voru lög um skilaskyldu gerð að sjálfstæðum lögum og umsjón færð til Landsbókasafns frá lögreglustjórum landsins. Núgildandi lög um skylduskil voru samþykkt á Alþingi í tíð Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Er tilgangur þeirra að varðveita til frambúðar þann íslenska menningararf sem skilaskyldan nær til. Landsbókasafni, Amtsbókasafni á Akureyri og Kvikmyndasafni Íslands er gert að varðveita skyldueintök. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Aukin prentun íslenskra bóka á erlendri grund veldur Landsbókasafni nokkrum áhyggjum og gæti það haft í för með sér að erfiðara verði að varðveita menningararf þjóðarinnar. Skylt er að skila til Landsbókasafns prentuðum bókum og einnig rafbókum, hljóðbókum, kvikmyndum og tónlist.Hallfríður Baldursdóttir, fagstjóri skylduskila hjá Landsbókasafnivísir/anton brinkFréttablaðið sagði frá því fyrir skömmu að hin íslenska jólabók innbundin í kápu muni brátt heyra sögunni til. Oddi mun í upphafi nýs árs hætta prentun þessarar gerðar bóka og því mun öll harðspjalda bókaprentun flytjast úr landi. Í jólabókaflóðinu um þessi jól eru tvær af hverjum þremur bókum prentaðar erlendis, einungis þriðjungur er prentaður hér á landi. Hallfríður Baldursdóttir, fagstjóri skylduskila Landsbókasafns segir þetta nokkrum vandkvæðum bundið. „Hér áður fyrr þurftum við bara að hafa samband við prentsmiðjurnar sem eru tiltölulega fáar hér á landi. Nú hins vegar færist skyldan yfir á útgefendur en þeir eru margir og mjög misjafnt hversu stórtækir þeir eru í útgáfu,“ segir Hallfríður. „Því er það mun meira verkefni fyrir okkur að vakta bókamarkaðinn svo allar bækur skili sér til okkar.“ Hallfríður segir skilaskyldu bóka skipta miklu máli fyrir varðveisluna. „Við vinnum að því markmiði að varðveita menningararfinn með þessum hætti. Hingað kemur allt útgefið efni og því mikilvægt að allt berist til okkar til varðveislu komandi kynslóða,“ segir Hallfríður. Fyrstu lög um skylduskil bóka voru samþykkt árið 1886. Var það þá hluti af prentsmiðjulögum landsins og náðu eingöngu til prentaðs efnis. Árið 1949 voru lög um skilaskyldu gerð að sjálfstæðum lögum og umsjón færð til Landsbókasafns frá lögreglustjórum landsins. Núgildandi lög um skylduskil voru samþykkt á Alþingi í tíð Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Er tilgangur þeirra að varðveita til frambúðar þann íslenska menningararf sem skilaskyldan nær til. Landsbókasafni, Amtsbókasafni á Akureyri og Kvikmyndasafni Íslands er gert að varðveita skyldueintök.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00