Óskar Hrafn: Willum talar eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2017 12:00 KR slapp með skrekkinn í gærkvöldi þegar liðið náði í stig á móti Breiðabliki en liðið skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu, 1-1, í uppbótartíma. KR-ingar eru níunda sæti Pepsi-deildarinnar með átta stig eftir átta leiki en hefðu þeir tapað leiknum í gærkvöldi hefðu þeir verið í fallsæti. Eftir leikinn var Willum Þór spurður út í stöðu sína hjá KR-liðinu í ljósi stöðu liðsins í deildinni og þá svaraði hann í svipuðum dúr og hann gerði eftir tapið á móti ÍBV í síðustu umferð. „Ef það er einhver annar sem hjálpar því betur heldur en ég þá myndi ég víkja glaður. Ég er hérna svo lengi sem ég er beðinn um að hjálpa og strákarnir þyggja mína hjálp. Ég er bara hér á hjartanu og til að uppfylla skyldur þjálfara. Þetta er ekki heilagt í mínum huga að því marki að þetta snýst um liðið okkar,“ sagði Willum.Pálmi Rafn Pálmason með tilþrif í leiknum í gær.vísir/anton brinkSkilur ekki tilganginn Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, skilur ekki hvers vegna Willum talar svona í ljósi þess að hann fékk tveggja ára samning síðasta haust eftir að bjarga KR úr ruglinu og rífa það upp í Evrópusæti. „Ég veit ekki hvað maðurinn er að fara með þessu. Willum Þór Þórsson er þjálfari KR-liðsins. Willum Þór náði stórkostlegum árangri þegar liðið var í ömurlegri stöðu í fyrra og vann sér það inn að fá nýjan samning og stýra liðinu næstu tvö árin,“ sagði Óskar Hrafn í þætti gærkvöldsins. „Mér finnst hann samt tala eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja; einn leikur í einu. Ég skil ekki af hverju hann er að tala svona. Hann er þjálfari KR. Ég skil ekki tilganginn og ég skil ekki hvað hann er að fara. Ég hlusta ekki á þetta.“ Hjörvar Hafliðason kom Willum til varnar og sagði ekki einn einasta KR-ing sem hann þekkir óska þess að Willum verði látinn fara. „Ég tala reglulega við KR-inga og pirringur þeirra beinist ekki að Willum. Ég þekki engan KR-ing sem vill fá Willum í burtu. Þeir vilja fá fullt af þessum leikmönnum í burtu en þeir vilja halda Willum. Willum heldur áfram þarna, það er engin spurning,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Óskar kom í veg fyrir að KR færi í fallsæti Óskar Örn Hauksson bjargaði stigi fyrir KR gegn Breiðabliki með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 19. júní 2017 22:45 Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira
KR slapp með skrekkinn í gærkvöldi þegar liðið náði í stig á móti Breiðabliki en liðið skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu, 1-1, í uppbótartíma. KR-ingar eru níunda sæti Pepsi-deildarinnar með átta stig eftir átta leiki en hefðu þeir tapað leiknum í gærkvöldi hefðu þeir verið í fallsæti. Eftir leikinn var Willum Þór spurður út í stöðu sína hjá KR-liðinu í ljósi stöðu liðsins í deildinni og þá svaraði hann í svipuðum dúr og hann gerði eftir tapið á móti ÍBV í síðustu umferð. „Ef það er einhver annar sem hjálpar því betur heldur en ég þá myndi ég víkja glaður. Ég er hérna svo lengi sem ég er beðinn um að hjálpa og strákarnir þyggja mína hjálp. Ég er bara hér á hjartanu og til að uppfylla skyldur þjálfara. Þetta er ekki heilagt í mínum huga að því marki að þetta snýst um liðið okkar,“ sagði Willum.Pálmi Rafn Pálmason með tilþrif í leiknum í gær.vísir/anton brinkSkilur ekki tilganginn Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, skilur ekki hvers vegna Willum talar svona í ljósi þess að hann fékk tveggja ára samning síðasta haust eftir að bjarga KR úr ruglinu og rífa það upp í Evrópusæti. „Ég veit ekki hvað maðurinn er að fara með þessu. Willum Þór Þórsson er þjálfari KR-liðsins. Willum Þór náði stórkostlegum árangri þegar liðið var í ömurlegri stöðu í fyrra og vann sér það inn að fá nýjan samning og stýra liðinu næstu tvö árin,“ sagði Óskar Hrafn í þætti gærkvöldsins. „Mér finnst hann samt tala eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja; einn leikur í einu. Ég skil ekki af hverju hann er að tala svona. Hann er þjálfari KR. Ég skil ekki tilganginn og ég skil ekki hvað hann er að fara. Ég hlusta ekki á þetta.“ Hjörvar Hafliðason kom Willum til varnar og sagði ekki einn einasta KR-ing sem hann þekkir óska þess að Willum verði látinn fara. „Ég tala reglulega við KR-inga og pirringur þeirra beinist ekki að Willum. Ég þekki engan KR-ing sem vill fá Willum í burtu. Þeir vilja fá fullt af þessum leikmönnum í burtu en þeir vilja halda Willum. Willum heldur áfram þarna, það er engin spurning,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Óskar kom í veg fyrir að KR færi í fallsæti Óskar Örn Hauksson bjargaði stigi fyrir KR gegn Breiðabliki með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 19. júní 2017 22:45 Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Óskar kom í veg fyrir að KR færi í fallsæti Óskar Örn Hauksson bjargaði stigi fyrir KR gegn Breiðabliki með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 19. júní 2017 22:45
Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45