Brottflutningur almennra borgara hafinn í fjórum sýrlenskum bæjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 11:51 Sjúkraliðar Rauða hálfmánans bíða eftir fólki frá bænum Kafraya í grennd við Aleppo í dag. Vísir/Afp Ríkisstjórn Sýrlands og uppreisnarhópar hafa byrjað að flytja fólk úr fjórum bæjum sem setið er um, segja aðgerðarsinnar. BBC greinir frá. Gert er ráð fyrir að um þrjátíu þúsund manns verði fluttir í öruggt skjól. Íbúar bæjanna Foah og Kefraya í norð-vesturhluta Sýrlands verða sendir til svæða í grennd við Aleppo, sem ríkisstjórnin hefur til umráða. Fólk úr bænum Madaya hefur verið flutt til Idlib-héraðs. Enn er óljóst hvort bærinn Zabadini sé innifalinn í samningnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst ástandinu í fyrrnefndum fjórum bæjum sem „hörmulegu,“ þar sem rúmlega sextíu og fjögur þúsund almennra borgara séu „fastir í vítahring daglegs ofbeldis og skorts.“ Fjölmargir eru taldir hafa látist sökum skorts á mat og lyfjum.Hið „Fjögurra bæja samkomulag“ umdeilt Meirihluti íbúa bæjanna Foah og Kefraya eru shia-múslimar en þeir hafa verið umkringdir uppreisnarmönnum og sunni-öfgamúslimum, sem taldir eru tengjast al-Qaeda samtökunum, síðan í mars 2015. Í Madaya og Zabadani búa hins vegar að mestu sunni-múslimar en um þá hefur sýrlenski stjórnarherinn setið, auk manna úr hinni líbönsku Hezbollah-skæruliðahreyfingu. Brottflutningarnir eru hluti af hinu svokallaða „Fjögurra bæja samkomulagi“ en deiluaðilar hafa nokkrum sinnum á undanförnum tveimur árum leyft Sameinuðu þjóðunum og Rauða krossinum að veita aðstoð á svæðunum og hafa á brott takmarkaðan fjölda veikra og særðra. Það hefur sætt gagnrýni á grundvelli mikils félagslegs umróts. Samningurinn um brottflutningana hefur verið í umsjón írönsku ríkisstjórnarinnar, bandamanna Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, og ríkisstjórnar Katars, sem styður uppreisnarmennina. Tæplega fimm milljónir manna hafast nú við á umsetnum svæðum í Sýrlandi. Utanríkisráðherrar Rússlands, Sýrlands og Írans munu fljótlega funda í fyrsta skipti síðan Bandaríkjamenn gerðu eldflaugaárás á sýrlenska Shayrat-herflugvöllinn. Búist er við því að ráðherrarnir ræði næsta útspil landanna á fundinum. Flóttamenn Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Ríkisstjórn Sýrlands og uppreisnarhópar hafa byrjað að flytja fólk úr fjórum bæjum sem setið er um, segja aðgerðarsinnar. BBC greinir frá. Gert er ráð fyrir að um þrjátíu þúsund manns verði fluttir í öruggt skjól. Íbúar bæjanna Foah og Kefraya í norð-vesturhluta Sýrlands verða sendir til svæða í grennd við Aleppo, sem ríkisstjórnin hefur til umráða. Fólk úr bænum Madaya hefur verið flutt til Idlib-héraðs. Enn er óljóst hvort bærinn Zabadini sé innifalinn í samningnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst ástandinu í fyrrnefndum fjórum bæjum sem „hörmulegu,“ þar sem rúmlega sextíu og fjögur þúsund almennra borgara séu „fastir í vítahring daglegs ofbeldis og skorts.“ Fjölmargir eru taldir hafa látist sökum skorts á mat og lyfjum.Hið „Fjögurra bæja samkomulag“ umdeilt Meirihluti íbúa bæjanna Foah og Kefraya eru shia-múslimar en þeir hafa verið umkringdir uppreisnarmönnum og sunni-öfgamúslimum, sem taldir eru tengjast al-Qaeda samtökunum, síðan í mars 2015. Í Madaya og Zabadani búa hins vegar að mestu sunni-múslimar en um þá hefur sýrlenski stjórnarherinn setið, auk manna úr hinni líbönsku Hezbollah-skæruliðahreyfingu. Brottflutningarnir eru hluti af hinu svokallaða „Fjögurra bæja samkomulagi“ en deiluaðilar hafa nokkrum sinnum á undanförnum tveimur árum leyft Sameinuðu þjóðunum og Rauða krossinum að veita aðstoð á svæðunum og hafa á brott takmarkaðan fjölda veikra og særðra. Það hefur sætt gagnrýni á grundvelli mikils félagslegs umróts. Samningurinn um brottflutningana hefur verið í umsjón írönsku ríkisstjórnarinnar, bandamanna Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, og ríkisstjórnar Katars, sem styður uppreisnarmennina. Tæplega fimm milljónir manna hafast nú við á umsetnum svæðum í Sýrlandi. Utanríkisráðherrar Rússlands, Sýrlands og Írans munu fljótlega funda í fyrsta skipti síðan Bandaríkjamenn gerðu eldflaugaárás á sýrlenska Shayrat-herflugvöllinn. Búist er við því að ráðherrarnir ræði næsta útspil landanna á fundinum.
Flóttamenn Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28
Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34