KR-ingar skoruð 31 mark í Pepsi-deildinni í sumar og liðinu tókst ekki að tryggja sér sæti í Evrópukeppninni á næstu leiktíð.
Alls voru það átta lið í deildinni, þar af fimm sem enduðu neðar en KR, sem skoruðu fleiri mörk en Vesturbæjarliðið í sumar.
Stjörnunmenn skoruðu flest mörk annað árið í röð eða alls 46 og Íslandsmeistarar Valsmanna (43 mörk) voru eina annað liðið sem komst yfir 40 marka múrinn.
Grindvíkingar skoruðu jafnmörk mörk og KR-liðið (31 mark) og voru liðin því saman í 9. til 10. sæti. Aðeins tvö lið skoruðu því minna en KR-ingar í sumar.
Fallið Ólafsvíkinga skorað fæst mörk í deildinni eða 24 mörk og Skagamenn sem féllu líka voru í 11. sæti með 28 mörk.
Frá 1. ágúst þá tókst KR-liðinu aðeins að skora 9 mörk í 9 leikjum en í fjórum leikjanna fundu KR-ingar ekki leiðina í mark andstæðinganna.
KR-liðið vann líka aðeins tvo af þessum níu deildarleikjum tímabilsins en þeir sigrar voru reyndar á útivelli á móti FH og Breiðabliki.
Röð KR-inga á markalistanum síðustu sumur
2017 - 9. sæti (31 mark)
2016 - 5. sæti (29 mörk)
2015 - 3. sæti (36 mörk)
2014 - 3. sæti (40 mörk)
2013 - 1. sæti (50 mörk)
2012 - 3. sæti (39 mörk)
2011 - 3. sæti (44 mörk)
2010 - 3. sæti (45 mörk)
2009 - 1. sæti (58 mörk)
2008 - 5. sæti (38 mörk)
Flest mörk í Pepsi-deildinni í sumar:
1. Stjarnan 46
2. Valur 43
3. KA 37
4. Breiðablik 34
5. FH 33
6. Víkingur R. 32
6. ÍBV 32
6. Fjölnir 32
9. KR 31
9. Grindavík 31
11. ÍA 28
12. Víkingur Ó. 24
Átta lið skoruðu meira en KR í Pepsi-deildinni í sumar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti



Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti


„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn


United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

