Fundu mikið vopnabúr heima hjá fjöldamorðingjanum Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2017 22:50 Byssumaðurinn braut glugga á herbergi sínu á Mandalay Bay-hótelinu og skaut þaðan út á tónleikagesti niðri á götu. Vísir/AFP Lögreglan í Nevada fann átján skotvopn, sprengiefni og þúsundir skotfæra á heimili mannsins sem drap að minnsta kosti 59 manns og særði á sjötta hundrað manna á tónleikum í Las Vegas í gærkvöldi. Á hótelherbergi þaðan sem hann skaut á fólkið fannst fjöldi byssa til viðbótar. Joe Lombardo, sýslumaðurinn í Clark-sýslu sem Las Vegas tilheyrir, segir að lögreglumenn einbeiti sér nú að fjórum stöðum í rannsókn sinni; heimili morðingjans í Mesquite, herbergi á Mandalay Bay-hótelinu þaðan sem hann skaut, tónleikastaðurinn og hús í norðurhluta Nevada. Þá fundust nokkur kíló af ammóníumnítrati sem er notað við sprengjugerð í bíl morðingjans. Ríkisstjóri Nevada hefur lýst yfir neyðarástandi í Clark-sýslu. CNN segir að fólk hafi beðið í allt að átta klukkustundir eftir að geta gefið blóð eftir að borgarstjóri Las Vegas óskaði eftir blóðgjöfum.Lögreglubílar lokuðu veginum að hverfi eldri borgara í bænum Mesquite þar sem fjöldamorðinginn bjó.Vísir/AFPMorðinginn heitir Stephen Paddock og var 64 ára gamall. Hann er talinn hafa stytt sér aldur eftir að hann myrti tugi manna og særði 527 á kántrítónleikum. Vitni lýstu skothríð sem stóð yfir í tíu til fimmtán mínútur og hljómaði eins og hún kæmi úr sjálfvirkum vopnum. Paddock skaut fólkið út um glugga á 32. hæð hótelsins. Talið er að hann hafi notast hamar til að brjóta gluggann. Skotárásin er sögð sú mannskæðasta í samtímasögu Bandaríkjanna.AP-fréttastofan hefur eftir tveimur embættismönnum að 17 skotvopn hafi fundist á hótelherberginu. Lombardo sagði fyrr í dag að tíu byssur hefðu fundist þar. Lögreglan vill enn ná tali af Marilou Carney, kærustu Paddock. Hún er stödd erlendis á ferðalagi. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Lögreglan í Nevada fann átján skotvopn, sprengiefni og þúsundir skotfæra á heimili mannsins sem drap að minnsta kosti 59 manns og særði á sjötta hundrað manna á tónleikum í Las Vegas í gærkvöldi. Á hótelherbergi þaðan sem hann skaut á fólkið fannst fjöldi byssa til viðbótar. Joe Lombardo, sýslumaðurinn í Clark-sýslu sem Las Vegas tilheyrir, segir að lögreglumenn einbeiti sér nú að fjórum stöðum í rannsókn sinni; heimili morðingjans í Mesquite, herbergi á Mandalay Bay-hótelinu þaðan sem hann skaut, tónleikastaðurinn og hús í norðurhluta Nevada. Þá fundust nokkur kíló af ammóníumnítrati sem er notað við sprengjugerð í bíl morðingjans. Ríkisstjóri Nevada hefur lýst yfir neyðarástandi í Clark-sýslu. CNN segir að fólk hafi beðið í allt að átta klukkustundir eftir að geta gefið blóð eftir að borgarstjóri Las Vegas óskaði eftir blóðgjöfum.Lögreglubílar lokuðu veginum að hverfi eldri borgara í bænum Mesquite þar sem fjöldamorðinginn bjó.Vísir/AFPMorðinginn heitir Stephen Paddock og var 64 ára gamall. Hann er talinn hafa stytt sér aldur eftir að hann myrti tugi manna og særði 527 á kántrítónleikum. Vitni lýstu skothríð sem stóð yfir í tíu til fimmtán mínútur og hljómaði eins og hún kæmi úr sjálfvirkum vopnum. Paddock skaut fólkið út um glugga á 32. hæð hótelsins. Talið er að hann hafi notast hamar til að brjóta gluggann. Skotárásin er sögð sú mannskæðasta í samtímasögu Bandaríkjanna.AP-fréttastofan hefur eftir tveimur embættismönnum að 17 skotvopn hafi fundist á hótelherberginu. Lombardo sagði fyrr í dag að tíu byssur hefðu fundist þar. Lögreglan vill enn ná tali af Marilou Carney, kærustu Paddock. Hún er stödd erlendis á ferðalagi.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49
Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“