Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2017 09:05 Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). Vísir/EPA Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). Samtökin hljóta verðlaunin fyrir að vekja athygli á þeim skelfilegu afleiðingum sem hverskyns notkun á kjarnavopnum hefur á mannkynið og fyrir að leggja grunn að því að ná á alþjóðlegri samþykkt um bann slíkra vopna. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að hún sé meðvituð um að alþjóðleg lagasetning muni ekki nægja til að útrýma kjarnavopnum og að hingað til hafi hvorki þau ríki sem eiga slík vopn né þeirra nánustu bandamenn stutt bann við kjarnavopnum.Stöðug ógn við mannkynið „Nefndin vill leggja áherslu á að í næstu skrefum sem tekin verða í átt að kjarnavopnalausum heimi verður að hafa þau ríkja sem eiga slík vopn með í för. Friðarverðlaunin í ár eru því einnig ákall til þeirra ríkja að hafa frumkvæði að samningaviðræðum með það að leiðarljósi að öllum þeim 15 þúsund kjarnavopnum sem til eru í heiminum verði útrýmt.“ Fimm af þeim ríkjum sem nú eiga kjarnorkuvopn hafa skrifað undir sáttmála um að útrýma skuli kjarnavopnum. þau ríki eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. „Við búum í heimi þar sem hættan á notkun kjarnorkuvopna er meiri en hún hefur verið í langan tíma. Sum ríki eru að nútímavæða kjarnorkuvopnabúr sín og það er raunverulega hætta á því að fleiri ríki geti útbúið kjarnorkuvopn líkt og Norður-Kórea hefur sýnt. Kjarnorkuvopn eru stöðug ógn við mannkynið og allt líf á jörðinni.“Upplýsingar má ekki birta Í ár bárust alls 318 tilnefningar, þar af eru 215 einstaklingar og 103 stofnanir. Upplýsingar um tilnefningarnar mega ekki líta dagsins ljós fyrr en 50 árum eftir að verðlaunin eru veitt. Frá árinu 1901 hafa 130 einstaklingar og stofnanir verið sæmd friðarverðlaunum Nóbels. Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem kostaði 220 þúsund manns lífið. Nóbelsverðlaun Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). Samtökin hljóta verðlaunin fyrir að vekja athygli á þeim skelfilegu afleiðingum sem hverskyns notkun á kjarnavopnum hefur á mannkynið og fyrir að leggja grunn að því að ná á alþjóðlegri samþykkt um bann slíkra vopna. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að hún sé meðvituð um að alþjóðleg lagasetning muni ekki nægja til að útrýma kjarnavopnum og að hingað til hafi hvorki þau ríki sem eiga slík vopn né þeirra nánustu bandamenn stutt bann við kjarnavopnum.Stöðug ógn við mannkynið „Nefndin vill leggja áherslu á að í næstu skrefum sem tekin verða í átt að kjarnavopnalausum heimi verður að hafa þau ríkja sem eiga slík vopn með í för. Friðarverðlaunin í ár eru því einnig ákall til þeirra ríkja að hafa frumkvæði að samningaviðræðum með það að leiðarljósi að öllum þeim 15 þúsund kjarnavopnum sem til eru í heiminum verði útrýmt.“ Fimm af þeim ríkjum sem nú eiga kjarnorkuvopn hafa skrifað undir sáttmála um að útrýma skuli kjarnavopnum. þau ríki eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. „Við búum í heimi þar sem hættan á notkun kjarnorkuvopna er meiri en hún hefur verið í langan tíma. Sum ríki eru að nútímavæða kjarnorkuvopnabúr sín og það er raunverulega hætta á því að fleiri ríki geti útbúið kjarnorkuvopn líkt og Norður-Kórea hefur sýnt. Kjarnorkuvopn eru stöðug ógn við mannkynið og allt líf á jörðinni.“Upplýsingar má ekki birta Í ár bárust alls 318 tilnefningar, þar af eru 215 einstaklingar og 103 stofnanir. Upplýsingar um tilnefningarnar mega ekki líta dagsins ljós fyrr en 50 árum eftir að verðlaunin eru veitt. Frá árinu 1901 hafa 130 einstaklingar og stofnanir verið sæmd friðarverðlaunum Nóbels. Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem kostaði 220 þúsund manns lífið.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira