Vilja að Obama verði næsti Frakklandsforseti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. mars 2017 20:20 Slagorð Obama úr kosningabaráttu hans hafa verið yfirfærð yfir á frönsku. Plakötin eru að finna víða um Frakkland. vísir/afp Tæplega fimmtíu þúsund manns hafa skorað á Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að bjóða sig fram í frönsku forsetakosningunum í vor. Ástæðan er að Frökkum hugnast ekki þeir frambjóðendur sem þegar hafa gefið kost á sér. Plakötum með myndum af Obama með yfirskriftinni „Já, við getum“ eða „Oui on peut“ hefur verið komið fyrir víða um Frakkland, en um er að ræða slagorð úr kosningabaráttu Obama árið 2008. Auk þess er myndin í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem fólk er hvatt til þess að rita nafn sitt á undirskriftalistann. „Við áttuðum okkur á því að Obama væri á lausu eftir seinna kjörtímabil hans, þannig að við hugsuðum, af hverju gæti hann ekki orðið næsti forseti Frakklands,“ segir einn skipuleggjendanna í samtali við AFP-fréttastofuna. Það sem setur strik í reikninginn er að Barack Obama er ekki með franska ríkisborgararétt. Skipuleggjendur segjast hins vegar vera með lausnina á því – þeir ætli sér að safna milljón undirskriftum og afhenda þær franska þinginu, sem þá geti skoðað möguleikann á að veita Bandaríkjaforsetanum fyrrverandi ríkisborgararétt. Aðrir skipuleggjendur segja að fyrst og fremst sé um brandara að ræða. Brandarinn sé þó ekki merkingalaus því ljóst sé að kjósendur séu ekki að samsama sig þeim sem lýst hafa yfir framboði. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að óháði frambjóðandinn Emmanuel Macron og Marine Le Pen, frambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, njóti mests fylgis. Francois Fillon, frambjóðandi franska repúblikana, á nú undir högg að sækja vegna ásakana um spillingu. Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Tæplega fimmtíu þúsund manns hafa skorað á Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að bjóða sig fram í frönsku forsetakosningunum í vor. Ástæðan er að Frökkum hugnast ekki þeir frambjóðendur sem þegar hafa gefið kost á sér. Plakötum með myndum af Obama með yfirskriftinni „Já, við getum“ eða „Oui on peut“ hefur verið komið fyrir víða um Frakkland, en um er að ræða slagorð úr kosningabaráttu Obama árið 2008. Auk þess er myndin í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem fólk er hvatt til þess að rita nafn sitt á undirskriftalistann. „Við áttuðum okkur á því að Obama væri á lausu eftir seinna kjörtímabil hans, þannig að við hugsuðum, af hverju gæti hann ekki orðið næsti forseti Frakklands,“ segir einn skipuleggjendanna í samtali við AFP-fréttastofuna. Það sem setur strik í reikninginn er að Barack Obama er ekki með franska ríkisborgararétt. Skipuleggjendur segjast hins vegar vera með lausnina á því – þeir ætli sér að safna milljón undirskriftum og afhenda þær franska þinginu, sem þá geti skoðað möguleikann á að veita Bandaríkjaforsetanum fyrrverandi ríkisborgararétt. Aðrir skipuleggjendur segja að fyrst og fremst sé um brandara að ræða. Brandarinn sé þó ekki merkingalaus því ljóst sé að kjósendur séu ekki að samsama sig þeim sem lýst hafa yfir framboði. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að óháði frambjóðandinn Emmanuel Macron og Marine Le Pen, frambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, njóti mests fylgis. Francois Fillon, frambjóðandi franska repúblikana, á nú undir högg að sækja vegna ásakana um spillingu.
Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira