Theresa May varkár í túlkun á sigri Íhaldsflokksins í sveitarstjórnarkosningum Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2017 21:44 Theresa May forsætisráðherra fer varlega í að túlka forspárgildi kosninganna í gær. Vísir/Getty Breski Íhaldsflokkurinn vann verulega á í sveitarstjórnar-kosningum í Bretlandi í gær en Sjálfstæðisflokkur landsins beið afhroð. Þá tapaði Verkamanna-flokkurinn verulegu fylgi. Kosið var til sveitar- og borgarstjórna sem og um fjölda borgarstjóra á Englandi, Skotlandi og Wales í gær. Íhaldsflokkurinn bætti við sig um 200 sætum á kostnað Verkamannaflokksins og UKIP, eða breska Sjálfstæðisflokksins, sem nánast þurrkaðist út. Flokkurinn sem varð til eftir klofning í Íhaldsflokknum og barðist hvað hatrammast fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu en tapað 136 sveitarstjórnarfulltrúum af 150. Íhaldsmenn bættu við sig meirihluta í ellefu sveitarstjórnum á Englandi og í Wales og eru í forystu í Skotlandi, þar sem Verkamannaflokkurinn tapaði Glasgow sem hingað til hefur verið þeirra sterkasta vígi. Nigel Farage fyrrverandi leiðtogi UKIP segir flokkinn hafa náð markmiðum sínum. „Hefði ég frekar viljað tapa í þjóðaratkvæðagreiðslunni sveitastjórnarfulltrúa? Eða vinna í þjóðaratkvæðinu og missa sæti? Svarið er augljóst. Öll okkar í UKIP tókum virkan þátt í þessu, ekki vegna starfsframa heldur til að breyta gangi sögunnar í þessu landi. Flokkur okkar hefur náð einna mestum árangri allra flokka á síðari tímum,“ sagði Farage. Talningu atkvæða er ekki að fullu lokið en útlit er fyrir að Íhaldsflokkurinn hafi fengið 38% á landsvísu, Verkamannaflokkurinn 27%, Frjálsir demókratar 18% og Sjálfstæðisflokkurinn 5%. Sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi eru taldar gefa vísbendingu um úrslit þingkosninga en kosið verður til breska þingsins í næsta mánuði. Theresa May forsætisráðherra fer varlega í að túlka forspárgildi kosninganna í gær. „Þessi ríkisstjórn starfar í þágu allra landsmanna og það er hvetjandi að við höfum aflað fylgis í Bretlandi öllu. Ég geng að engu sem gefnu og það gerir engin í flokki kkar. Til þess er ff mikið er í húfi,“ segir Theresa May. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Breski Íhaldsflokkurinn vann verulega á í sveitarstjórnar-kosningum í Bretlandi í gær en Sjálfstæðisflokkur landsins beið afhroð. Þá tapaði Verkamanna-flokkurinn verulegu fylgi. Kosið var til sveitar- og borgarstjórna sem og um fjölda borgarstjóra á Englandi, Skotlandi og Wales í gær. Íhaldsflokkurinn bætti við sig um 200 sætum á kostnað Verkamannaflokksins og UKIP, eða breska Sjálfstæðisflokksins, sem nánast þurrkaðist út. Flokkurinn sem varð til eftir klofning í Íhaldsflokknum og barðist hvað hatrammast fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu en tapað 136 sveitarstjórnarfulltrúum af 150. Íhaldsmenn bættu við sig meirihluta í ellefu sveitarstjórnum á Englandi og í Wales og eru í forystu í Skotlandi, þar sem Verkamannaflokkurinn tapaði Glasgow sem hingað til hefur verið þeirra sterkasta vígi. Nigel Farage fyrrverandi leiðtogi UKIP segir flokkinn hafa náð markmiðum sínum. „Hefði ég frekar viljað tapa í þjóðaratkvæðagreiðslunni sveitastjórnarfulltrúa? Eða vinna í þjóðaratkvæðinu og missa sæti? Svarið er augljóst. Öll okkar í UKIP tókum virkan þátt í þessu, ekki vegna starfsframa heldur til að breyta gangi sögunnar í þessu landi. Flokkur okkar hefur náð einna mestum árangri allra flokka á síðari tímum,“ sagði Farage. Talningu atkvæða er ekki að fullu lokið en útlit er fyrir að Íhaldsflokkurinn hafi fengið 38% á landsvísu, Verkamannaflokkurinn 27%, Frjálsir demókratar 18% og Sjálfstæðisflokkurinn 5%. Sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi eru taldar gefa vísbendingu um úrslit þingkosninga en kosið verður til breska þingsins í næsta mánuði. Theresa May forsætisráðherra fer varlega í að túlka forspárgildi kosninganna í gær. „Þessi ríkisstjórn starfar í þágu allra landsmanna og það er hvetjandi að við höfum aflað fylgis í Bretlandi öllu. Ég geng að engu sem gefnu og það gerir engin í flokki kkar. Til þess er ff mikið er í húfi,“ segir Theresa May.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira