Trump greip í tómt þegar hann ætlaði að taka í hönd forsetafrúarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2017 18:05 Ekkert fór á milli mála að hverjum röðin var komin þegar Trump og Andzej Duda, forseti Póllands, tóku í spaðan hvor á öðrum. Vísir/EPA Donald Trump, sem er þekktur fyrir áköf handabönd þegar hann hittir þjóðarleiðtoga, greip í tómt þegar hann ætlaði að taka í hönd forsetafrúar Póllands í dag. Agata Kornhauser-Duda, eiginkona Andrzej Duda forseta, strunsaði beint fram hjá útréttri hendi Bandaríkjaforseta við opinbera athöfn í dag. Handabönd Trump við þjóðarleiðtoga sem hann hefur hitt hafa vakið mikla athygli. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, virtist ekki vita hvaðan á hann stóð veðrið eftir maraþonhandaband við Trump í Hvíta húsinu fyrr á árinu. Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, tók sérstaklega á honum stóra sínum þegar hann tók í hönd Trump til að gefa honum ekkert eftir.via GIPHYEkki er víst hvort að pólska forsetafrúin hafi vísvitandi snuprað Trump þegar hún gekk fram hjá honum og tók frekar í hönd Melaniu eiginkonu hans eða hvort um einfaldan misskilning um hver átti að taka í spaðann á hverjum hafi verið að ræða. Niðurstaðan var þó fremur pínlega fyrir Bandaríkjaforseta, ekki síst eftir að myndskeið af augnablikinu fóru sem eldur í sinu um netheima.Í myndbandinu fyrir neðan má sjá vandræðalega augnablikið þegar Trump ætlar að taka í hönd Agötu Kornhauser-Duda. Uppfært klukkan 22:04 Nýtt og lengra myndskeið sett inn þar sem sést að forsetafrúin tók í hönd Trump eftir augnablikið vandræðalega sem fréttin fjallar um. Donald Trump Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Donald Trump, sem er þekktur fyrir áköf handabönd þegar hann hittir þjóðarleiðtoga, greip í tómt þegar hann ætlaði að taka í hönd forsetafrúar Póllands í dag. Agata Kornhauser-Duda, eiginkona Andrzej Duda forseta, strunsaði beint fram hjá útréttri hendi Bandaríkjaforseta við opinbera athöfn í dag. Handabönd Trump við þjóðarleiðtoga sem hann hefur hitt hafa vakið mikla athygli. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, virtist ekki vita hvaðan á hann stóð veðrið eftir maraþonhandaband við Trump í Hvíta húsinu fyrr á árinu. Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, tók sérstaklega á honum stóra sínum þegar hann tók í hönd Trump til að gefa honum ekkert eftir.via GIPHYEkki er víst hvort að pólska forsetafrúin hafi vísvitandi snuprað Trump þegar hún gekk fram hjá honum og tók frekar í hönd Melaniu eiginkonu hans eða hvort um einfaldan misskilning um hver átti að taka í spaðann á hverjum hafi verið að ræða. Niðurstaðan var þó fremur pínlega fyrir Bandaríkjaforseta, ekki síst eftir að myndskeið af augnablikinu fóru sem eldur í sinu um netheima.Í myndbandinu fyrir neðan má sjá vandræðalega augnablikið þegar Trump ætlar að taka í hönd Agötu Kornhauser-Duda. Uppfært klukkan 22:04 Nýtt og lengra myndskeið sett inn þar sem sést að forsetafrúin tók í hönd Trump eftir augnablikið vandræðalega sem fréttin fjallar um.
Donald Trump Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira