Flestir stukku á femínistavagninn í meistaraverkskeppni Strætó Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. júlí 2017 00:00 Konur þurfa bara að vera duglegri að taka strætó. Skjáskot Strætisvagn skreyttur skammstöfuninni KÞBAVD fékk flest atkvæði í meistaraverkskeppni Strætó sem lauk nú á miðnætti. Vagninn hlaut 6960 atkvæði en í öðru sæti var skátavagninn Change með 6783 atkvæði. Keppnin var afar spennandi á lokametrunum enda vagnarnir tveir hnífjafnir síðustu sólarhringana. KÞBAVD er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ sem er að sögn Lenu Margrétar Aradóttur, hönnuðar vagsins, kaldhæðin ádeila í jafnréttisumræðunni. „Í fjölmiðlum og annars staðar er oft talað um að konur beri ábyrgð á því misrétti sem þær verði fyrir og að þær geti losað sig úr þeirri stöðu sem þær eru í með því að gera hitt og þetta,“ segir Lena Margrét. Til dæmis þurfi þær að vera duglegri við að passa sig, við að biðja um launahækkun eða við að vera ekki dramatískar. Lena útskýrir að skammstöfunin hafi orðið til í facebook-hópi sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „En það eru margir sem vita ekki hvað þetta þýðir og það er einmitt það sem er skemmtilegt við þetta. Þetta skapar umræðu því fólk er forvitið. Það segir hvað er þessi óþjála skammstöfun? Sumum finnst mjög asnalegt að það standi á vagninum að konur þurfi að vera duglegri að gera hluti af því þau fatta ekki að þetta sé kaldhæðin ádeila og segja bíddu afhverju á ég að vera kjósa þennan vagn sem er niðrandi fyrir konur,“ segir Lena Margrét og hlær. Nokkrar villur komu upp við framkvæmd kosningarinnar. Þegar leyst hafði verið úr fyrstu villunni skapaðist umtal um að fólk gæti náð sér í nýjan vafra og kosið þannig oftar. Sú var raunin í töluverðan tíma og voru í kjölfarið atkvæði þeirra sem kusu oftar en einu sinni hreinsuð út. Ekki liggur fyrir hversu lengi strætisvagn verður skreyttur sigurtillögunni. „Þetta er gert fyrir skemmtanagildið og vonandi sjá allir þann vinkil á þessu,“ sagði Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Sjá meira
Strætisvagn skreyttur skammstöfuninni KÞBAVD fékk flest atkvæði í meistaraverkskeppni Strætó sem lauk nú á miðnætti. Vagninn hlaut 6960 atkvæði en í öðru sæti var skátavagninn Change með 6783 atkvæði. Keppnin var afar spennandi á lokametrunum enda vagnarnir tveir hnífjafnir síðustu sólarhringana. KÞBAVD er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ sem er að sögn Lenu Margrétar Aradóttur, hönnuðar vagsins, kaldhæðin ádeila í jafnréttisumræðunni. „Í fjölmiðlum og annars staðar er oft talað um að konur beri ábyrgð á því misrétti sem þær verði fyrir og að þær geti losað sig úr þeirri stöðu sem þær eru í með því að gera hitt og þetta,“ segir Lena Margrét. Til dæmis þurfi þær að vera duglegri við að passa sig, við að biðja um launahækkun eða við að vera ekki dramatískar. Lena útskýrir að skammstöfunin hafi orðið til í facebook-hópi sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „En það eru margir sem vita ekki hvað þetta þýðir og það er einmitt það sem er skemmtilegt við þetta. Þetta skapar umræðu því fólk er forvitið. Það segir hvað er þessi óþjála skammstöfun? Sumum finnst mjög asnalegt að það standi á vagninum að konur þurfi að vera duglegri að gera hluti af því þau fatta ekki að þetta sé kaldhæðin ádeila og segja bíddu afhverju á ég að vera kjósa þennan vagn sem er niðrandi fyrir konur,“ segir Lena Margrét og hlær. Nokkrar villur komu upp við framkvæmd kosningarinnar. Þegar leyst hafði verið úr fyrstu villunni skapaðist umtal um að fólk gæti náð sér í nýjan vafra og kosið þannig oftar. Sú var raunin í töluverðan tíma og voru í kjölfarið atkvæði þeirra sem kusu oftar en einu sinni hreinsuð út. Ekki liggur fyrir hversu lengi strætisvagn verður skreyttur sigurtillögunni. „Þetta er gert fyrir skemmtanagildið og vonandi sjá allir þann vinkil á þessu,“ sagði Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við fréttastofu fyrr í dag.
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Sjá meira