Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Þórdís Valsdóttir skrifar 27. desember 2017 13:00 Biðtíminn á bráðamóttöku Landspítalans er verulega lengdur. Vísir/Anton Brink „Þetta er annasamasti dagur ársins almennt hjá okkur og svo kemur þetta mjög svo alvarlega umferðarslys ofan á það og hér er hreinlega allt á hliðinni,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans. Á hverju ári er mikill þungi á spítalanum eftir hátíðarnar og í kjölfar alvarlegs umferðarslyss á Suðurlandsvegi er þunginn meiri en búist var við. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið sendar á slysstað. Einn er látinn og sjö alvarlega slasaðir eftir slysið. „Það eru margir mjög mikið slasaðir eftir þetta slys og þau eru á leiðinni til okkar núna,“ segir Anna Sigrún. „Við þurfum að reyna eins og við getum að beina fólki frá spítalanum eins og unnt er en við viljum auðvitað að þeir komi sem þurfa að koma til okkar. Við vonum að fólk geti leitað á heilsugæslustöðvar eða á læknavaktina með minniháttar veikindi,“ segir Anna Sigrún. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans.Vísir/GVAHún segir að biðtíminn á spítalanum sé verulega lengdur. „Búast má við verulega lengdum bíðtíma núna fyrir þá sem eru minna veikir eða minna slasaðir því við eigum von á töluverðum fjölda úr þessu slysi," segir Anna Sigrún og bætir við að biðtíminn geti verið fjöldi klukkutíma og búast megi við því að sjúklingar gætu þurft að bíða fram á kvöld.Sérfræðingur flokkar sjúklinga „Við munum hafa sérfræðing sem mun flokka þá sjúklinga sem hingað koma með skipulögðum hætti. Þetta gerum við til að missa ekki af þeim sem ættu að koma til okkar," segir Anna Sigrún.Uppfært klukkan 18:13Landspítali hefur verið færður af gulu viðbragðsstigi. Álag og ástand á spítalanum er nú með eðlilegum hætti miðað við árstíma, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins hjá okkur.Uppfært 13:38: Eftirfarandi tilkynning barst fjölmiðlum frá Landspítalanum: „Landspítali hefur verið settur á gult viðbragðsstig vegna alvarlegs rútuslyss sem varð í morgun skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Mikið álag er núna á bráðamóttöku Landspítala, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins þar. Af þeirri ástæðu vilja stjórnendur spítalans, að höfðu samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, minna fólk á móttökur heilsugæslunnar sem og Læknavaktina. Náið samstarf er við aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu við aðstæður sem þessar. Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika og við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum má gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu. Fjöldi starfsfólks hefur verið kallaður til starfa vegna þessa atburðar, skurðstofur hafa verið opnaðar og fyrirhuguðum aðgerðum frestað. Þá er gert ráð fyrir auknum sjúklingafjölda á gjörgæsludeildum spítalans og mönnun aukin til samræmis við það.“ Landspítalinn Tengdar fréttir Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45 Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Sjá meira
„Þetta er annasamasti dagur ársins almennt hjá okkur og svo kemur þetta mjög svo alvarlega umferðarslys ofan á það og hér er hreinlega allt á hliðinni,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans. Á hverju ári er mikill þungi á spítalanum eftir hátíðarnar og í kjölfar alvarlegs umferðarslyss á Suðurlandsvegi er þunginn meiri en búist var við. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið sendar á slysstað. Einn er látinn og sjö alvarlega slasaðir eftir slysið. „Það eru margir mjög mikið slasaðir eftir þetta slys og þau eru á leiðinni til okkar núna,“ segir Anna Sigrún. „Við þurfum að reyna eins og við getum að beina fólki frá spítalanum eins og unnt er en við viljum auðvitað að þeir komi sem þurfa að koma til okkar. Við vonum að fólk geti leitað á heilsugæslustöðvar eða á læknavaktina með minniháttar veikindi,“ segir Anna Sigrún. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans.Vísir/GVAHún segir að biðtíminn á spítalanum sé verulega lengdur. „Búast má við verulega lengdum bíðtíma núna fyrir þá sem eru minna veikir eða minna slasaðir því við eigum von á töluverðum fjölda úr þessu slysi," segir Anna Sigrún og bætir við að biðtíminn geti verið fjöldi klukkutíma og búast megi við því að sjúklingar gætu þurft að bíða fram á kvöld.Sérfræðingur flokkar sjúklinga „Við munum hafa sérfræðing sem mun flokka þá sjúklinga sem hingað koma með skipulögðum hætti. Þetta gerum við til að missa ekki af þeim sem ættu að koma til okkar," segir Anna Sigrún.Uppfært klukkan 18:13Landspítali hefur verið færður af gulu viðbragðsstigi. Álag og ástand á spítalanum er nú með eðlilegum hætti miðað við árstíma, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins hjá okkur.Uppfært 13:38: Eftirfarandi tilkynning barst fjölmiðlum frá Landspítalanum: „Landspítali hefur verið settur á gult viðbragðsstig vegna alvarlegs rútuslyss sem varð í morgun skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Mikið álag er núna á bráðamóttöku Landspítala, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins þar. Af þeirri ástæðu vilja stjórnendur spítalans, að höfðu samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, minna fólk á móttökur heilsugæslunnar sem og Læknavaktina. Náið samstarf er við aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu við aðstæður sem þessar. Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika og við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum má gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu. Fjöldi starfsfólks hefur verið kallaður til starfa vegna þessa atburðar, skurðstofur hafa verið opnaðar og fyrirhuguðum aðgerðum frestað. Þá er gert ráð fyrir auknum sjúklingafjölda á gjörgæsludeildum spítalans og mönnun aukin til samræmis við það.“
Landspítalinn Tengdar fréttir Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45 Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Sjá meira
Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45
Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03
Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19