Innlent

Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kirkjubæjarskóli á Síðu.
Kirkjubæjarskóli á Síðu. Ingólfur Hartvigsson

Starfsfólk Rauða Krossins á Kirkjubæjarklaustri hefur opnað fjöldahjálparstöð í Kirkjubæjarskóla á síðu, grunnskólanum í bænum vegna rútuslyssins á Suðurlandsvegi vestan af klaustri upp úr klukkan ellefu í morgun. 

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að um fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn hafi verið í rútunni og nokkrir séu alvarlega slasaðir. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar á vettvang. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir lögreglumenn austan og vestan við slyssað ýmist á staðnum eða á leiðinni þangað.

Guðveig Hrólfsdóttir, formaður Klausturdeildar Rauða Krossins á Íslandi, var nýbúin að opna fjöldahjálpamiðstöðina þegar blaðamaður náði af henni tali. Fleiri eru á leiðinni til að aðstoða hana. Þau muni bíða og sjá hvort þau geti orðið ferðamönnunum til aðstoðar.

Þjóðvegi 1 hefur verið lokað vestur af Klaustri en hægt er að fara hjáleið um Meðallandsveg - veg nr. 204 - en vegurinn er að hluta til frumstæður, einbreiður malarvegur og fólk er því beðið að fara með sérstakri gát.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.