Innlent

Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kirkjubæjarskóli á Síðu.
Kirkjubæjarskóli á Síðu. Ingólfur Hartvigsson
Starfsfólk Rauða Krossins á Kirkjubæjarklaustri hefur opnað fjöldahjálparstöð í Kirkjubæjarskóla á síðu, grunnskólanum í bænum vegna rútuslyssins á Suðurlandsvegi vestan af klaustri upp úr klukkan ellefu í morgun. 

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að um fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn hafi verið í rútunni og nokkrir séu alvarlega slasaðir. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar á vettvang. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir lögreglumenn austan og vestan við slyssað ýmist á staðnum eða á leiðinni þangað.

Guðveig Hrólfsdóttir, formaður Klausturdeildar Rauða Krossins á Íslandi, var nýbúin að opna fjöldahjálpamiðstöðina þegar blaðamaður náði af henni tali. Fleiri eru á leiðinni til að aðstoða hana. Þau muni bíða og sjá hvort þau geti orðið ferðamönnunum til aðstoðar.

Þjóðvegi 1 hefur verið lokað vestur af Klaustri en hægt er að fara hjáleið um Meðallandsveg - veg nr. 204 - en vegurinn er að hluta til frumstæður, einbreiður malarvegur og fólk er því beðið að fara með sérstakri gát.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.