Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2017 12:45 Slysið varð þegar rútunni var ekið aftan á fólksbíl sem verið var að beygja útaf veginum við útsýnisstað. Vísir Einn er látinn og á annan tug er alvarlega slasaður eftir að rúta með um fimmtíu erlenda ferðamenn frá Kína fór útaf Suðurlandsvegi og valt um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri klukkan 11:03 í morgun. Landspítalinn hefur verið settur á aukið viðbragð og sjúkrastofnanir víða um land eru í viðbragðsstöðu. Tveir farþegar festust undir rútunni og er unnið að því að losa þá að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Fjöldi ferðamannanna hefur verið á reiki en nýjustu upplýsingar frá lögreglu segja að ferðamennirnir hafi verið um fimmtíu. Aðgerðarstjórn á Suðurlandi hefur virkjuð í Björgunarmiðstöðinni við Árveg á Selfossi og að auki hefur samhæfingastöðin í Skógarhlíð verið virkjuð. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð á Kirkjubæjarklaustri. Byrjað er að flytja þá sem eru minna slasaðir í fjöldahjálparstöðina þar sem Guðveig Hrólfsdóttir og fleiri heimamenn standa vaktina.Frá Vettvangsstjórn á Selfossi rétt fyrir klukkan eitt í dag.Vísir/Magnús HlynurAllt tiltækt lið viðbragðsaðila á svæðinu hefur verið kallað á vettvang. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-SYN og TF-LIF, eru nú á leið þangað. Búist er við að þær lendi þá og þegar. Þá eru sjúkrastofnanir í viðbragðsstöðu. Þjóðvegi nr. 1 hefur verið lokað við Kirkjubæjarklaustur og verður svo á meðan unnið er að björgun á vettvangi. Búast má við straumi sjúkrabíla og annarra viðbragðsaðila og eru vegfarendur beðnir um að sýna tillitsemi og þolinmæði á meðan. Unnið er að því að koma á hjáleið um Meðallandsveg F204. Athygli er vakin á því að vegurinn er frumstæður einbreiður malarvegur og eru ökumenn beðnir um að fara með sérstakri gát.Fréttin var uppfærð klukkan 15:14. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Einn er látinn og á annan tug er alvarlega slasaður eftir að rúta með um fimmtíu erlenda ferðamenn frá Kína fór útaf Suðurlandsvegi og valt um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri klukkan 11:03 í morgun. Landspítalinn hefur verið settur á aukið viðbragð og sjúkrastofnanir víða um land eru í viðbragðsstöðu. Tveir farþegar festust undir rútunni og er unnið að því að losa þá að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Fjöldi ferðamannanna hefur verið á reiki en nýjustu upplýsingar frá lögreglu segja að ferðamennirnir hafi verið um fimmtíu. Aðgerðarstjórn á Suðurlandi hefur virkjuð í Björgunarmiðstöðinni við Árveg á Selfossi og að auki hefur samhæfingastöðin í Skógarhlíð verið virkjuð. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð á Kirkjubæjarklaustri. Byrjað er að flytja þá sem eru minna slasaðir í fjöldahjálparstöðina þar sem Guðveig Hrólfsdóttir og fleiri heimamenn standa vaktina.Frá Vettvangsstjórn á Selfossi rétt fyrir klukkan eitt í dag.Vísir/Magnús HlynurAllt tiltækt lið viðbragðsaðila á svæðinu hefur verið kallað á vettvang. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-SYN og TF-LIF, eru nú á leið þangað. Búist er við að þær lendi þá og þegar. Þá eru sjúkrastofnanir í viðbragðsstöðu. Þjóðvegi nr. 1 hefur verið lokað við Kirkjubæjarklaustur og verður svo á meðan unnið er að björgun á vettvangi. Búast má við straumi sjúkrabíla og annarra viðbragðsaðila og eru vegfarendur beðnir um að sýna tillitsemi og þolinmæði á meðan. Unnið er að því að koma á hjáleið um Meðallandsveg F204. Athygli er vakin á því að vegurinn er frumstæður einbreiður malarvegur og eru ökumenn beðnir um að fara með sérstakri gát.Fréttin var uppfærð klukkan 15:14.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03
Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19