Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. nóvember 2017 23:46 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. Listinn staðfestir að Weinstein vissi um væntanlegan fréttaflutning af málinu, mánuðum áður en fyrstu fréttir voru birtar. Alls eru 91 einstaklingur á listanum, frægar leikkonur, framleiðendur, fjármálasérfræðingar og aðrir sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað í kvikmyndabransanum. Listinn var hluti af herferð Weinstein til þess að reyna að koma í veg fyrir fréttaflutning af ásökunum á hendur honum um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Áður hefur komið fram að Weinstein hafi ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Svo virðist sem að njósnararnir hafi nýtt sér þennan lista til þess að reyna að finna upplýsingar um hverjir það væru sem ætluðu sér að stíga fram. Upplýsingunum var svo miðlað til Weinstein og lögfræðinga hans. Listinn var tekinn saman snemma á þessu ári, um níu til tíu mánuðum áður en fyrsta frétt New York Times af ásökunum var birt. Þó virðist sem að njósnarar Weinstein hafi hafið störf löngu fyrir þann tíma en á listanum kemur fram að í febrúar 2016 hafi þeir náð sambandi við eina af þeim konum sem steig fram með ásakanir á hendur Weinstein. Meðal þeirra kvenna sem eru á listanum er Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Þá staðfestir listinn að Weinstein og lögfræðingar hans vissu af því að New York Times væri að vinna frétt vegna ásakana á hendur Weinstein, löngu áður en fréttin birtist, en á listanum er minnst á blaðakonuna sem fór fyrir fréttaflutningi New York Times af málinu Minnst 50 konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Weinstein. Hann neitar því alfarið að þau kynferðislegu samskipti sem hann átti við konurnar hafi verið án samþykkis þeirra. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. Listinn staðfestir að Weinstein vissi um væntanlegan fréttaflutning af málinu, mánuðum áður en fyrstu fréttir voru birtar. Alls eru 91 einstaklingur á listanum, frægar leikkonur, framleiðendur, fjármálasérfræðingar og aðrir sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað í kvikmyndabransanum. Listinn var hluti af herferð Weinstein til þess að reyna að koma í veg fyrir fréttaflutning af ásökunum á hendur honum um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Áður hefur komið fram að Weinstein hafi ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Svo virðist sem að njósnararnir hafi nýtt sér þennan lista til þess að reyna að finna upplýsingar um hverjir það væru sem ætluðu sér að stíga fram. Upplýsingunum var svo miðlað til Weinstein og lögfræðinga hans. Listinn var tekinn saman snemma á þessu ári, um níu til tíu mánuðum áður en fyrsta frétt New York Times af ásökunum var birt. Þó virðist sem að njósnarar Weinstein hafi hafið störf löngu fyrir þann tíma en á listanum kemur fram að í febrúar 2016 hafi þeir náð sambandi við eina af þeim konum sem steig fram með ásakanir á hendur Weinstein. Meðal þeirra kvenna sem eru á listanum er Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Þá staðfestir listinn að Weinstein og lögfræðingar hans vissu af því að New York Times væri að vinna frétt vegna ásakana á hendur Weinstein, löngu áður en fréttin birtist, en á listanum er minnst á blaðakonuna sem fór fyrir fréttaflutningi New York Times af málinu Minnst 50 konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Weinstein. Hann neitar því alfarið að þau kynferðislegu samskipti sem hann átti við konurnar hafi verið án samþykkis þeirra.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24
Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32
Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38