Trump setur Norður-Kóreu aftur á hryðjuverkalista Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2017 17:56 Ákvörðun Trump gegn ríkisstjórn Kim Jong-un er sögð að mestu táknræn enda beita Bandaríkin Norður-Kóreu þegar hörðum þvingunaraðgerðum. Vísir/AFP Bandarisk stjórnvöld hafa sett Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem þau telja styðja við hryðjuverk. Ákvörðun Donalds Trump forseta þýðir að Bandaríkin geta lagt frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu. Trump segir að fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna muni kynna aðgerðirnar á morgun. Mikil spenna hefur ríkt á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu vegna kjarnavopna- og eldflaugatilrauna einræðisríkisins síðustu mánuðina. Trump og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafa ennfremur skipst á svívirðingum. Norður-Kórea var á hryðjuverkalistanum þar til George W. Bush tók landið af honum til að liðka fyrir viðræðum um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Pjongjang. Á hryðjuverkalistanum eru ríki sem bandarísk stjórnvöld telja að leggið alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi lið. Norður-Kórea bætir þar í hóp Súdan, Sýrlands og Írans. Þegar Trump tilkynnti um ákvörðunin í dag sagði hann að Norður-Kóreumenn yrðu að binda enda á ólöglega þróun sína á eldflaugum og kjarnorkuvopnum, að því er kemur fram i frétt New York Times. Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismönnum að Norður-Kórea falli ekki undir skilgreiningu ríkja sem styðja hryðjuverkastarfsemi alþjóðlega. Sérfræðingar telji einnig að nýju refsiaðgerðirnar verði að mestu táknrænar enda beiti Bandaríkin stjórnvöld í Pjongjang þegar ströngum þvingunum. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Mun standa í vegi fyrir „ólöglegri“ kjarnorkuárás John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás. 19. nóvember 2017 10:17 Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Bandarisk stjórnvöld hafa sett Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem þau telja styðja við hryðjuverk. Ákvörðun Donalds Trump forseta þýðir að Bandaríkin geta lagt frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu. Trump segir að fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna muni kynna aðgerðirnar á morgun. Mikil spenna hefur ríkt á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu vegna kjarnavopna- og eldflaugatilrauna einræðisríkisins síðustu mánuðina. Trump og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafa ennfremur skipst á svívirðingum. Norður-Kórea var á hryðjuverkalistanum þar til George W. Bush tók landið af honum til að liðka fyrir viðræðum um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Pjongjang. Á hryðjuverkalistanum eru ríki sem bandarísk stjórnvöld telja að leggið alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi lið. Norður-Kórea bætir þar í hóp Súdan, Sýrlands og Írans. Þegar Trump tilkynnti um ákvörðunin í dag sagði hann að Norður-Kóreumenn yrðu að binda enda á ólöglega þróun sína á eldflaugum og kjarnorkuvopnum, að því er kemur fram i frétt New York Times. Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismönnum að Norður-Kórea falli ekki undir skilgreiningu ríkja sem styðja hryðjuverkastarfsemi alþjóðlega. Sérfræðingar telji einnig að nýju refsiaðgerðirnar verði að mestu táknrænar enda beiti Bandaríkin stjórnvöld í Pjongjang þegar ströngum þvingunum.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Mun standa í vegi fyrir „ólöglegri“ kjarnorkuárás John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás. 19. nóvember 2017 10:17 Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35
Mun standa í vegi fyrir „ólöglegri“ kjarnorkuárás John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás. 19. nóvember 2017 10:17
Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10