Mun standa í vegi fyrir „ólöglegri“ kjarnorkuárás Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 10:17 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gengur út af fundi í Washington D.C. fyrr í vikunni. Vísir/AFP John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás – að því gefnu að fyrirskipunin væri „ólögleg.“ Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá. „Ég gef forsetanum ráð,“ sagði hershöfðinginn Hyten á alþjóðlegri öryggismálaráðstefnu í Nova Scotia í Kanada í gær. „Hann segir mér hvað ég á að gera, og ef það er ólöglegt, getið hvað gerist þá. Ég mun segja „herra forseti, það er ólöglegt.“ Getið hvað hann gerir þá. Hann mun segja: „Hvað væri löglegt?“ og við munum upphugsa leiðir til að bregðast við stöðunni, og þannig gengur þetta fyrir sig. Þetta er ekki ýkja flókið.“ Þingnefnd utanríkismála í öldungadeild Bandaríkjaþings fundaði nýlega um heimild Bandaríkjaforseta til að skjóta kjarnorkuvopnum á loft. Fjörutíu ár eru síðan slíkur fundur var haldinn síðast.John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers.Vísir/AFPRobert Kehler, sem gegndi stöðu hershöfðingja í bandaríska hernum í valdatíð Barack Obama, ræddi kjarnorkumálin á fundi þingnefndarinnar. Hann sagði Bandaríkjaher ekki framfylgja fyrirskipunum forsetans í blindni. Allar slíkar fyrirskipanir, sérstaklega er varða kjarnorkumál, verði að vera samkvæmt lögum. Kjarnorkumál Bandaríkjanna hafa farið hátt í fréttum undanfarin misseri vegna tíðra kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu. Nú síðast sendi Donald Trump Bandaríkjaforseti stjórnvöldum í Norður-Kóreu tóninn í heimsókn sinni til Suður-Kóreu fyrr í þessum mánuði. „Ekki vanmeta okkur, ekki ögra okkur,“ sagði forsetinn um leið og hann fordæmi „hina myrku draumóra“ sem einkenndu lífið í Norður-Kóreu. Þá hvatti hann aðrar þjóðir til að stöðva vopnabrölt leiðtogans, Kim Jong-un. Donald Trump Tengdar fréttir Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31 Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. 15. nóvember 2017 07:37 Norður-Kóreumenn útiloka viðræður um kjarnorkuvopn Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna standa í vegi viðræðna um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreumanna, að sögn sendiherra alræðisríkisins. 17. nóvember 2017 14:29 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás – að því gefnu að fyrirskipunin væri „ólögleg.“ Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá. „Ég gef forsetanum ráð,“ sagði hershöfðinginn Hyten á alþjóðlegri öryggismálaráðstefnu í Nova Scotia í Kanada í gær. „Hann segir mér hvað ég á að gera, og ef það er ólöglegt, getið hvað gerist þá. Ég mun segja „herra forseti, það er ólöglegt.“ Getið hvað hann gerir þá. Hann mun segja: „Hvað væri löglegt?“ og við munum upphugsa leiðir til að bregðast við stöðunni, og þannig gengur þetta fyrir sig. Þetta er ekki ýkja flókið.“ Þingnefnd utanríkismála í öldungadeild Bandaríkjaþings fundaði nýlega um heimild Bandaríkjaforseta til að skjóta kjarnorkuvopnum á loft. Fjörutíu ár eru síðan slíkur fundur var haldinn síðast.John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers.Vísir/AFPRobert Kehler, sem gegndi stöðu hershöfðingja í bandaríska hernum í valdatíð Barack Obama, ræddi kjarnorkumálin á fundi þingnefndarinnar. Hann sagði Bandaríkjaher ekki framfylgja fyrirskipunum forsetans í blindni. Allar slíkar fyrirskipanir, sérstaklega er varða kjarnorkumál, verði að vera samkvæmt lögum. Kjarnorkumál Bandaríkjanna hafa farið hátt í fréttum undanfarin misseri vegna tíðra kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu. Nú síðast sendi Donald Trump Bandaríkjaforseti stjórnvöldum í Norður-Kóreu tóninn í heimsókn sinni til Suður-Kóreu fyrr í þessum mánuði. „Ekki vanmeta okkur, ekki ögra okkur,“ sagði forsetinn um leið og hann fordæmi „hina myrku draumóra“ sem einkenndu lífið í Norður-Kóreu. Þá hvatti hann aðrar þjóðir til að stöðva vopnabrölt leiðtogans, Kim Jong-un.
Donald Trump Tengdar fréttir Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31 Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. 15. nóvember 2017 07:37 Norður-Kóreumenn útiloka viðræður um kjarnorkuvopn Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna standa í vegi viðræðna um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreumanna, að sögn sendiherra alræðisríkisins. 17. nóvember 2017 14:29 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31
Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. 15. nóvember 2017 07:37
Norður-Kóreumenn útiloka viðræður um kjarnorkuvopn Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna standa í vegi viðræðna um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreumanna, að sögn sendiherra alræðisríkisins. 17. nóvember 2017 14:29