Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 22:32 Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly. Vísir/Getty Þáttastjórnandinn Bill O'Reilly hjá bandarísku Fox News sjónvarpsfréttastöðinni, hefur greitt rúmar 13 milljónir Bandaríkjadollara, ásamt Fox, í sáttagreiðslur til fimm kvenna sem sakað hafa sjónvarpsmanninn um að hafa kynferðislega áreitt sig. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times.Málin sem um er að ræða hafa komið upp á undanförnum tveimur áratugum. Samkomulag náðist um sáttagreiðslurnar en í stað þeirra lofa konurnar því að „sækja ekki málin frammi fyrir dómstólum eða segja frá þeim.“ Í rannsókn sinni á málinu tóku blaðamenn New York Times viðtöl við á annan tug einstaklinga sem tengjast umræddum málum, meðal annars við aðila sem eru nánir sjónvarpsmanninum og konunum fimm. Segir meðal annars í umfjölluninni: „Upplýsingar okkar benda til þess að um mynstur sé að ræða. O'Reilly notfærði sér stöðu sína sem áhrifamikil persóna á fréttastofunni til þess að koma á nánum tengslum við konurnar og bjóða þeim ráð og lofa þeim að vera þeim innan handar og þannig til framdráttar á vinnustaðnum.“ „Eftir það sóttist hann eftir kynferðislegu sambandi við þær og vakti þannig upp ótta hjá þeim að ef þær myndu hafna honum, myndi það hafa neikvæð áhrif á feril þeirra.“ Í tilkynningu frá Fox fyrirtækinu segir meðal annars að fyrirtækið taki aðstæður starfsmanna sinna mjög alvarlega. Tekið er fram að engin kvörtun hafi borist vegna háttalags sjónvarpsmannsins, en þetta hafi þó verið rætt við sjónvarpsmanninn. Þá hefur O'Reilly jafnframt sjálfur gefið út tilkynningu vegna málsins á heimasíðu sinni þar sem segir meðal annars: „Rétt eins og annað frambærilegt og umdeilt fólk, þá er ég viðkvæmur fyrir ásökunum og ákærum frá einstaklingum sem vilja að ég borgi þeim til þess að forðast neikvæða umfjöllun.“ „Á tuttugu ára starfsferli mínum hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni, hefur enginn kvartað vegna mín til mannauðsdeildar Fox. Ég er faðir og mér þykir vænt um börnin mín og þess vegna hef ég ákveðið að ganga frá þessum sáttagreiðslum, til þess að hlífa þeim.“ Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Þáttastjórnandinn Bill O'Reilly hjá bandarísku Fox News sjónvarpsfréttastöðinni, hefur greitt rúmar 13 milljónir Bandaríkjadollara, ásamt Fox, í sáttagreiðslur til fimm kvenna sem sakað hafa sjónvarpsmanninn um að hafa kynferðislega áreitt sig. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times.Málin sem um er að ræða hafa komið upp á undanförnum tveimur áratugum. Samkomulag náðist um sáttagreiðslurnar en í stað þeirra lofa konurnar því að „sækja ekki málin frammi fyrir dómstólum eða segja frá þeim.“ Í rannsókn sinni á málinu tóku blaðamenn New York Times viðtöl við á annan tug einstaklinga sem tengjast umræddum málum, meðal annars við aðila sem eru nánir sjónvarpsmanninum og konunum fimm. Segir meðal annars í umfjölluninni: „Upplýsingar okkar benda til þess að um mynstur sé að ræða. O'Reilly notfærði sér stöðu sína sem áhrifamikil persóna á fréttastofunni til þess að koma á nánum tengslum við konurnar og bjóða þeim ráð og lofa þeim að vera þeim innan handar og þannig til framdráttar á vinnustaðnum.“ „Eftir það sóttist hann eftir kynferðislegu sambandi við þær og vakti þannig upp ótta hjá þeim að ef þær myndu hafna honum, myndi það hafa neikvæð áhrif á feril þeirra.“ Í tilkynningu frá Fox fyrirtækinu segir meðal annars að fyrirtækið taki aðstæður starfsmanna sinna mjög alvarlega. Tekið er fram að engin kvörtun hafi borist vegna háttalags sjónvarpsmannsins, en þetta hafi þó verið rætt við sjónvarpsmanninn. Þá hefur O'Reilly jafnframt sjálfur gefið út tilkynningu vegna málsins á heimasíðu sinni þar sem segir meðal annars: „Rétt eins og annað frambærilegt og umdeilt fólk, þá er ég viðkvæmur fyrir ásökunum og ákærum frá einstaklingum sem vilja að ég borgi þeim til þess að forðast neikvæða umfjöllun.“ „Á tuttugu ára starfsferli mínum hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni, hefur enginn kvartað vegna mín til mannauðsdeildar Fox. Ég er faðir og mér þykir vænt um börnin mín og þess vegna hef ég ákveðið að ganga frá þessum sáttagreiðslum, til þess að hlífa þeim.“
Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira