Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 22:32 Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly. Vísir/Getty Þáttastjórnandinn Bill O'Reilly hjá bandarísku Fox News sjónvarpsfréttastöðinni, hefur greitt rúmar 13 milljónir Bandaríkjadollara, ásamt Fox, í sáttagreiðslur til fimm kvenna sem sakað hafa sjónvarpsmanninn um að hafa kynferðislega áreitt sig. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times.Málin sem um er að ræða hafa komið upp á undanförnum tveimur áratugum. Samkomulag náðist um sáttagreiðslurnar en í stað þeirra lofa konurnar því að „sækja ekki málin frammi fyrir dómstólum eða segja frá þeim.“ Í rannsókn sinni á málinu tóku blaðamenn New York Times viðtöl við á annan tug einstaklinga sem tengjast umræddum málum, meðal annars við aðila sem eru nánir sjónvarpsmanninum og konunum fimm. Segir meðal annars í umfjölluninni: „Upplýsingar okkar benda til þess að um mynstur sé að ræða. O'Reilly notfærði sér stöðu sína sem áhrifamikil persóna á fréttastofunni til þess að koma á nánum tengslum við konurnar og bjóða þeim ráð og lofa þeim að vera þeim innan handar og þannig til framdráttar á vinnustaðnum.“ „Eftir það sóttist hann eftir kynferðislegu sambandi við þær og vakti þannig upp ótta hjá þeim að ef þær myndu hafna honum, myndi það hafa neikvæð áhrif á feril þeirra.“ Í tilkynningu frá Fox fyrirtækinu segir meðal annars að fyrirtækið taki aðstæður starfsmanna sinna mjög alvarlega. Tekið er fram að engin kvörtun hafi borist vegna háttalags sjónvarpsmannsins, en þetta hafi þó verið rætt við sjónvarpsmanninn. Þá hefur O'Reilly jafnframt sjálfur gefið út tilkynningu vegna málsins á heimasíðu sinni þar sem segir meðal annars: „Rétt eins og annað frambærilegt og umdeilt fólk, þá er ég viðkvæmur fyrir ásökunum og ákærum frá einstaklingum sem vilja að ég borgi þeim til þess að forðast neikvæða umfjöllun.“ „Á tuttugu ára starfsferli mínum hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni, hefur enginn kvartað vegna mín til mannauðsdeildar Fox. Ég er faðir og mér þykir vænt um börnin mín og þess vegna hef ég ákveðið að ganga frá þessum sáttagreiðslum, til þess að hlífa þeim.“ Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Þáttastjórnandinn Bill O'Reilly hjá bandarísku Fox News sjónvarpsfréttastöðinni, hefur greitt rúmar 13 milljónir Bandaríkjadollara, ásamt Fox, í sáttagreiðslur til fimm kvenna sem sakað hafa sjónvarpsmanninn um að hafa kynferðislega áreitt sig. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times.Málin sem um er að ræða hafa komið upp á undanförnum tveimur áratugum. Samkomulag náðist um sáttagreiðslurnar en í stað þeirra lofa konurnar því að „sækja ekki málin frammi fyrir dómstólum eða segja frá þeim.“ Í rannsókn sinni á málinu tóku blaðamenn New York Times viðtöl við á annan tug einstaklinga sem tengjast umræddum málum, meðal annars við aðila sem eru nánir sjónvarpsmanninum og konunum fimm. Segir meðal annars í umfjölluninni: „Upplýsingar okkar benda til þess að um mynstur sé að ræða. O'Reilly notfærði sér stöðu sína sem áhrifamikil persóna á fréttastofunni til þess að koma á nánum tengslum við konurnar og bjóða þeim ráð og lofa þeim að vera þeim innan handar og þannig til framdráttar á vinnustaðnum.“ „Eftir það sóttist hann eftir kynferðislegu sambandi við þær og vakti þannig upp ótta hjá þeim að ef þær myndu hafna honum, myndi það hafa neikvæð áhrif á feril þeirra.“ Í tilkynningu frá Fox fyrirtækinu segir meðal annars að fyrirtækið taki aðstæður starfsmanna sinna mjög alvarlega. Tekið er fram að engin kvörtun hafi borist vegna háttalags sjónvarpsmannsins, en þetta hafi þó verið rætt við sjónvarpsmanninn. Þá hefur O'Reilly jafnframt sjálfur gefið út tilkynningu vegna málsins á heimasíðu sinni þar sem segir meðal annars: „Rétt eins og annað frambærilegt og umdeilt fólk, þá er ég viðkvæmur fyrir ásökunum og ákærum frá einstaklingum sem vilja að ég borgi þeim til þess að forðast neikvæða umfjöllun.“ „Á tuttugu ára starfsferli mínum hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni, hefur enginn kvartað vegna mín til mannauðsdeildar Fox. Ég er faðir og mér þykir vænt um börnin mín og þess vegna hef ég ákveðið að ganga frá þessum sáttagreiðslum, til þess að hlífa þeim.“
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira