Trump fær ekki fé fyrir landamæraveggnum Sæunn Gísladóttir skrifar 27. apríl 2017 07:00 Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað að bygging veggjarins verði ekki á þessum fjárlögum. NordicPhotos/AFP Hvíta húsið og bandaríska þingið þurfa að koma sér saman um fjárlög sem samþykkja verður fyrir miðnætti á föstudag til að koma í veg fyrir að ríkisstofnanir hætti starfsemi. Örðugleikar höfðu komið upp í samningaviðræðum milli Repúblikana og Demókrata þar sem þeir síðarnefndu vilja ekki borga fyrir vegg við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Á mánudag virtist Donald Trump Bandaríkjaforseti þó hafa skipt um skoðun og greinir NY Times frá því að hann hafi sagst vera tilbúinn til að bíða með fjárveitingu til byggingar veggjarins og sætta sig einungis við aukafjárveitingu til öryggismála við landamærin. Fjárlögin munu gilda til 30. september næstkomandi og líkur eru á að reynt verði að tryggja fjárveitingu til byggingar veggjarins þegar ný fjárlög verða samin í september. Annað deilumál er heilbrigðiskerfið. Trump hefur gefið það út að hann muni ekki samþykkja tillögu Demókrata um að niðurgreiðslur til Obamacare-heilbrigðiskerfisins verði með í fjárlögum. PBS greinir frá því að þúsundir kolanámumanna sem komnir eru á eftirlaun gætu misst aðgengi sitt að heilbrigðisþjónustu ef það verður ekki tryggt í þessum fjárlögum. Sama deila leiddi næstum til þess að ríkisstofnanir hættu starfsemi í fyrra. Demókratar segja einnig að Repúblíkanar vilji að fleiri atvinnurekendur geti komist undan að borga fyrir getnaðarvarnir kvenna í heilbrigðistryggingu þeirra, sú deila gæti einnig haft áhrif á afgreiðslu fjárlaganna. Forsvarsmenn beggja flokka segjast bjartsýnir á að komist verði að niðurstöðu. Lögð verður áhersla á útgjöld til hersins og öryggismála við landamærin að sinni. PBS greinir frá því að ef allt fer á versta veg í samningaviðræðum sé ein lausn að gerð verði nokkurra daga fjárlög og haldið áfram að semja fram í næstu viku um áætlunina til september næstkomandi. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Hvíta húsið og bandaríska þingið þurfa að koma sér saman um fjárlög sem samþykkja verður fyrir miðnætti á föstudag til að koma í veg fyrir að ríkisstofnanir hætti starfsemi. Örðugleikar höfðu komið upp í samningaviðræðum milli Repúblikana og Demókrata þar sem þeir síðarnefndu vilja ekki borga fyrir vegg við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Á mánudag virtist Donald Trump Bandaríkjaforseti þó hafa skipt um skoðun og greinir NY Times frá því að hann hafi sagst vera tilbúinn til að bíða með fjárveitingu til byggingar veggjarins og sætta sig einungis við aukafjárveitingu til öryggismála við landamærin. Fjárlögin munu gilda til 30. september næstkomandi og líkur eru á að reynt verði að tryggja fjárveitingu til byggingar veggjarins þegar ný fjárlög verða samin í september. Annað deilumál er heilbrigðiskerfið. Trump hefur gefið það út að hann muni ekki samþykkja tillögu Demókrata um að niðurgreiðslur til Obamacare-heilbrigðiskerfisins verði með í fjárlögum. PBS greinir frá því að þúsundir kolanámumanna sem komnir eru á eftirlaun gætu misst aðgengi sitt að heilbrigðisþjónustu ef það verður ekki tryggt í þessum fjárlögum. Sama deila leiddi næstum til þess að ríkisstofnanir hættu starfsemi í fyrra. Demókratar segja einnig að Repúblíkanar vilji að fleiri atvinnurekendur geti komist undan að borga fyrir getnaðarvarnir kvenna í heilbrigðistryggingu þeirra, sú deila gæti einnig haft áhrif á afgreiðslu fjárlaganna. Forsvarsmenn beggja flokka segjast bjartsýnir á að komist verði að niðurstöðu. Lögð verður áhersla á útgjöld til hersins og öryggismála við landamærin að sinni. PBS greinir frá því að ef allt fer á versta veg í samningaviðræðum sé ein lausn að gerð verði nokkurra daga fjárlög og haldið áfram að semja fram í næstu viku um áætlunina til september næstkomandi.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira