Þriðja liðið með fullt hús eftir fyrstu níu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2017 07:00 Anna Rakel Pétursdóttir og stöllur í Þór/KA eru á toppnum. vísir/ernir Þór/KA er með fullt hús stiga á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir fyrri umferðina. Norðanstúlkur hafa unnið alla níu leiki sína í deildinni með markatölunni 22-3. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, hefur sex sinnum haldið marki sínu hreinu og aðeins fengið á sig eitt mark úr opnum leik. Toppliðið var ekki upp á sitt besta gegn FH í Kaplakrika í gær en náði samt að kreista fram sigur. Örlagavaldurinn var hin 15 ára Karen María Sigurgeirsdóttir en hún skoraði eina mark leiksins á 89. mínútu, tveimur mínútum eftir að hún kom inn á sem varamaður. Þetta er í þriðja sinn síðan liðum í efstu kvenna var fjölgað í tíu árið 2008 sem lið er með fullt hús eftir fyrri umferðina. Valur afrekaði það 2008 og Stjarnan 2013. Bæði liðin unnu Íslandsmeistaratitilinn og það verður að teljast ansi líklegt að Þór/KA fylgi í fótspor þeirra og vinni annan Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Þór/KA er með sex stiga forskot á Breiðablik sem rúllaði yfir Grindavík í gær, 0-5. Svava Rós Guðmundsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu tvö mörk hvor og Berglind Björg Þorvaldsdóttir komst einnig á blað. Blikar hafa nú unnið tvo góða sigra í röð eftir tapið í Eyjum í 7. umferðinni. Grindavík hefur hins vegar tapað síðustu sex leikjum sínum og fengið á sig 26 mörk í þeim. Þrátt fyrir þetta martraðargengi eru Grindvíkingar ekki í fallsæti. Grindjánar eru í 8. sæti deildarinnar með sex stig, tveimur stigum frá fallsæti. Valur vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið tók KR í bakaríið, 0-5. Mexíkósku landsliðskonurnar Anisa Raquel Guajardo og Ariana Calderon skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals sem er í 5. sæti deildarinnar. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk í Pepsi-deildinni í sumar en Valur (25). Harpa Þorsteinsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Stjörnunnar á tímabilinu þegar Garðbæingar unnu 1-0 sigur á Fylki á heimavelli. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins. Fylkir vann í 1. umferðinni en hefur síðan bara náð í eitt stig af 24 mögulegum. Árbæingar eru í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig. Botnsætið virðist frátekið fyrir Hauka sem töpuðu 3-0 fyrir ÍBV í gær. Haukar hafa aðeins náð í eitt stig í sumar og það bendir allt til þess að liðið leiki í 1. deildinni á næsta tímabili. ÍBV hefur verið á frábærri siglingu að undanförnu og unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum. Eyjakonur hafa haldið hreinu í öllum fimm sigurleikjunum. Hin sjóðheita Cloé Lacasse kom ÍBV á bragðið en hún hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum Eyjakvenna. Hin mörkin skoruðu Clara Sigurðardóttir og Linda Björk Brynjarsdóttir sem eru báðar fæddar árið 2002. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
Þór/KA er með fullt hús stiga á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir fyrri umferðina. Norðanstúlkur hafa unnið alla níu leiki sína í deildinni með markatölunni 22-3. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, hefur sex sinnum haldið marki sínu hreinu og aðeins fengið á sig eitt mark úr opnum leik. Toppliðið var ekki upp á sitt besta gegn FH í Kaplakrika í gær en náði samt að kreista fram sigur. Örlagavaldurinn var hin 15 ára Karen María Sigurgeirsdóttir en hún skoraði eina mark leiksins á 89. mínútu, tveimur mínútum eftir að hún kom inn á sem varamaður. Þetta er í þriðja sinn síðan liðum í efstu kvenna var fjölgað í tíu árið 2008 sem lið er með fullt hús eftir fyrri umferðina. Valur afrekaði það 2008 og Stjarnan 2013. Bæði liðin unnu Íslandsmeistaratitilinn og það verður að teljast ansi líklegt að Þór/KA fylgi í fótspor þeirra og vinni annan Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Þór/KA er með sex stiga forskot á Breiðablik sem rúllaði yfir Grindavík í gær, 0-5. Svava Rós Guðmundsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu tvö mörk hvor og Berglind Björg Þorvaldsdóttir komst einnig á blað. Blikar hafa nú unnið tvo góða sigra í röð eftir tapið í Eyjum í 7. umferðinni. Grindavík hefur hins vegar tapað síðustu sex leikjum sínum og fengið á sig 26 mörk í þeim. Þrátt fyrir þetta martraðargengi eru Grindvíkingar ekki í fallsæti. Grindjánar eru í 8. sæti deildarinnar með sex stig, tveimur stigum frá fallsæti. Valur vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið tók KR í bakaríið, 0-5. Mexíkósku landsliðskonurnar Anisa Raquel Guajardo og Ariana Calderon skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals sem er í 5. sæti deildarinnar. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk í Pepsi-deildinni í sumar en Valur (25). Harpa Þorsteinsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Stjörnunnar á tímabilinu þegar Garðbæingar unnu 1-0 sigur á Fylki á heimavelli. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins. Fylkir vann í 1. umferðinni en hefur síðan bara náð í eitt stig af 24 mögulegum. Árbæingar eru í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig. Botnsætið virðist frátekið fyrir Hauka sem töpuðu 3-0 fyrir ÍBV í gær. Haukar hafa aðeins náð í eitt stig í sumar og það bendir allt til þess að liðið leiki í 1. deildinni á næsta tímabili. ÍBV hefur verið á frábærri siglingu að undanförnu og unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum. Eyjakonur hafa haldið hreinu í öllum fimm sigurleikjunum. Hin sjóðheita Cloé Lacasse kom ÍBV á bragðið en hún hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum Eyjakvenna. Hin mörkin skoruðu Clara Sigurðardóttir og Linda Björk Brynjarsdóttir sem eru báðar fæddar árið 2002.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira