Leikkona vill fá týndan sauð á Bergstaðastræti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. október 2017 06:00 Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Vísir/valli „Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona í bréfi til til borgaryfirvalda þar sem hún óskar eftir að fá lóð á Bergstaðastræti 18 undir gamalt hús sem nú stendur á Vatnsleysuströnd. Vigdís sendir bréfið jafnframt fyrir hönd eiginmanns síns, Arnar Úlfars Höskuldssonar húsasmiðs. Hún segir þau hjón hafa fest kaup á húsi sem byggt var 1902 á Bergstaðastræti 7 en flutt í Hvassahraun fyrir hálfri öld. Þau hafi keypt húsið og vilji færa það í upprunalega mynd. Þótt það líti ekki vel út sé margt mjög heillegt í því.Hérna má sjá mynd af húsinu en það stóð áður við Bergstaðarstræti 7.„Allt sem fólk sem elskar gömul hús heillast af er meira og minna heilt. Hlutir sem fást ekki keyptir úti í búð eða endurgerðir,“ útskýrir Vigdís í bréfi sínu. „Við hefðum ekki áhuga á að byggja við húsið heldur gera það upp í upprunalegri mynd, halda öllu sem heillegt er og endursmíða það sem er ónýtt.“ Vigdís segir lóðina á Bergstaðastræti 18 henta sérlega vel fyrir húsið sem sé 58 fermetrar að grunnfleti og samtals 156 fermetrar. Lóðin sé á forræði Minjaverndar sem hafi ekkert hús í hentugri stærð til að setja á lóðina. Því sé óskað eftir því við borgina, sem eigi stóran hlut í Minjavernd, að semja um að fá lóðina til sín. Minjavernd gæti þá til dæmis fengið lóð á Bergstaðastræti 31 í staðinn.Bergstaðastræti 18 er í höndum Minjaverndar sem Vigdis Hrefna Pálsdóttir segir ekki vera með hús í hentugri stærð fyrir lóðina.vísir/hannaÞá kemur fram að Örn hafi unnið að því undanfarin ár að gera upp gömul hús, meðal annars hús sem þau hjón hafi keypt við Bergstaðastræti 20 fyrir sex árum og fært í upprunalegt horf. Nú í sumar hafi Örn verið að gera upp hús á Bergstaðastræti 40 sem sé nánast alveg eins og húsið sem nú sé í Hvassahrauni.„Það er í hag borgarinnar og götunnar sjálfrar að fá fyrrum Bergstaðastræti 7 aftur í götumyndina á þessum stað,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir í bréfi til borgaryfirvalda.vísir/hanna„Vigdís er ritari Torfusamtakanna og áhugamanneskja um uppgerð, varðveislu og menningargildi gamalla húsa að ógleymdu aðdáandi Bergstaðastrætis sjálfs þar sem hún er fædd, uppalin og býr í dag,“ segir enn fremur í bréfi Vigdísar sem nú er til meðferðar hjá eigna- og atvinnuþróunarsviði Reykjavíkur. „Vonandi endar þetta hús við Bergstaðastræti. Það stóð hér í 65 ár og mér finnst það eiga heima hér,“ segir Vigdís við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
„Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona í bréfi til til borgaryfirvalda þar sem hún óskar eftir að fá lóð á Bergstaðastræti 18 undir gamalt hús sem nú stendur á Vatnsleysuströnd. Vigdís sendir bréfið jafnframt fyrir hönd eiginmanns síns, Arnar Úlfars Höskuldssonar húsasmiðs. Hún segir þau hjón hafa fest kaup á húsi sem byggt var 1902 á Bergstaðastræti 7 en flutt í Hvassahraun fyrir hálfri öld. Þau hafi keypt húsið og vilji færa það í upprunalega mynd. Þótt það líti ekki vel út sé margt mjög heillegt í því.Hérna má sjá mynd af húsinu en það stóð áður við Bergstaðarstræti 7.„Allt sem fólk sem elskar gömul hús heillast af er meira og minna heilt. Hlutir sem fást ekki keyptir úti í búð eða endurgerðir,“ útskýrir Vigdís í bréfi sínu. „Við hefðum ekki áhuga á að byggja við húsið heldur gera það upp í upprunalegri mynd, halda öllu sem heillegt er og endursmíða það sem er ónýtt.“ Vigdís segir lóðina á Bergstaðastræti 18 henta sérlega vel fyrir húsið sem sé 58 fermetrar að grunnfleti og samtals 156 fermetrar. Lóðin sé á forræði Minjaverndar sem hafi ekkert hús í hentugri stærð til að setja á lóðina. Því sé óskað eftir því við borgina, sem eigi stóran hlut í Minjavernd, að semja um að fá lóðina til sín. Minjavernd gæti þá til dæmis fengið lóð á Bergstaðastræti 31 í staðinn.Bergstaðastræti 18 er í höndum Minjaverndar sem Vigdis Hrefna Pálsdóttir segir ekki vera með hús í hentugri stærð fyrir lóðina.vísir/hannaÞá kemur fram að Örn hafi unnið að því undanfarin ár að gera upp gömul hús, meðal annars hús sem þau hjón hafi keypt við Bergstaðastræti 20 fyrir sex árum og fært í upprunalegt horf. Nú í sumar hafi Örn verið að gera upp hús á Bergstaðastræti 40 sem sé nánast alveg eins og húsið sem nú sé í Hvassahrauni.„Það er í hag borgarinnar og götunnar sjálfrar að fá fyrrum Bergstaðastræti 7 aftur í götumyndina á þessum stað,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir í bréfi til borgaryfirvalda.vísir/hanna„Vigdís er ritari Torfusamtakanna og áhugamanneskja um uppgerð, varðveislu og menningargildi gamalla húsa að ógleymdu aðdáandi Bergstaðastrætis sjálfs þar sem hún er fædd, uppalin og býr í dag,“ segir enn fremur í bréfi Vigdísar sem nú er til meðferðar hjá eigna- og atvinnuþróunarsviði Reykjavíkur. „Vonandi endar þetta hús við Bergstaðastræti. Það stóð hér í 65 ár og mér finnst það eiga heima hér,“ segir Vigdís við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira