Leikkona vill fá týndan sauð á Bergstaðastræti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. október 2017 06:00 Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Vísir/valli „Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona í bréfi til til borgaryfirvalda þar sem hún óskar eftir að fá lóð á Bergstaðastræti 18 undir gamalt hús sem nú stendur á Vatnsleysuströnd. Vigdís sendir bréfið jafnframt fyrir hönd eiginmanns síns, Arnar Úlfars Höskuldssonar húsasmiðs. Hún segir þau hjón hafa fest kaup á húsi sem byggt var 1902 á Bergstaðastræti 7 en flutt í Hvassahraun fyrir hálfri öld. Þau hafi keypt húsið og vilji færa það í upprunalega mynd. Þótt það líti ekki vel út sé margt mjög heillegt í því.Hérna má sjá mynd af húsinu en það stóð áður við Bergstaðarstræti 7.„Allt sem fólk sem elskar gömul hús heillast af er meira og minna heilt. Hlutir sem fást ekki keyptir úti í búð eða endurgerðir,“ útskýrir Vigdís í bréfi sínu. „Við hefðum ekki áhuga á að byggja við húsið heldur gera það upp í upprunalegri mynd, halda öllu sem heillegt er og endursmíða það sem er ónýtt.“ Vigdís segir lóðina á Bergstaðastræti 18 henta sérlega vel fyrir húsið sem sé 58 fermetrar að grunnfleti og samtals 156 fermetrar. Lóðin sé á forræði Minjaverndar sem hafi ekkert hús í hentugri stærð til að setja á lóðina. Því sé óskað eftir því við borgina, sem eigi stóran hlut í Minjavernd, að semja um að fá lóðina til sín. Minjavernd gæti þá til dæmis fengið lóð á Bergstaðastræti 31 í staðinn.Bergstaðastræti 18 er í höndum Minjaverndar sem Vigdis Hrefna Pálsdóttir segir ekki vera með hús í hentugri stærð fyrir lóðina.vísir/hannaÞá kemur fram að Örn hafi unnið að því undanfarin ár að gera upp gömul hús, meðal annars hús sem þau hjón hafi keypt við Bergstaðastræti 20 fyrir sex árum og fært í upprunalegt horf. Nú í sumar hafi Örn verið að gera upp hús á Bergstaðastræti 40 sem sé nánast alveg eins og húsið sem nú sé í Hvassahrauni.„Það er í hag borgarinnar og götunnar sjálfrar að fá fyrrum Bergstaðastræti 7 aftur í götumyndina á þessum stað,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir í bréfi til borgaryfirvalda.vísir/hanna„Vigdís er ritari Torfusamtakanna og áhugamanneskja um uppgerð, varðveislu og menningargildi gamalla húsa að ógleymdu aðdáandi Bergstaðastrætis sjálfs þar sem hún er fædd, uppalin og býr í dag,“ segir enn fremur í bréfi Vigdísar sem nú er til meðferðar hjá eigna- og atvinnuþróunarsviði Reykjavíkur. „Vonandi endar þetta hús við Bergstaðastræti. Það stóð hér í 65 ár og mér finnst það eiga heima hér,“ segir Vigdís við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
„Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona í bréfi til til borgaryfirvalda þar sem hún óskar eftir að fá lóð á Bergstaðastræti 18 undir gamalt hús sem nú stendur á Vatnsleysuströnd. Vigdís sendir bréfið jafnframt fyrir hönd eiginmanns síns, Arnar Úlfars Höskuldssonar húsasmiðs. Hún segir þau hjón hafa fest kaup á húsi sem byggt var 1902 á Bergstaðastræti 7 en flutt í Hvassahraun fyrir hálfri öld. Þau hafi keypt húsið og vilji færa það í upprunalega mynd. Þótt það líti ekki vel út sé margt mjög heillegt í því.Hérna má sjá mynd af húsinu en það stóð áður við Bergstaðarstræti 7.„Allt sem fólk sem elskar gömul hús heillast af er meira og minna heilt. Hlutir sem fást ekki keyptir úti í búð eða endurgerðir,“ útskýrir Vigdís í bréfi sínu. „Við hefðum ekki áhuga á að byggja við húsið heldur gera það upp í upprunalegri mynd, halda öllu sem heillegt er og endursmíða það sem er ónýtt.“ Vigdís segir lóðina á Bergstaðastræti 18 henta sérlega vel fyrir húsið sem sé 58 fermetrar að grunnfleti og samtals 156 fermetrar. Lóðin sé á forræði Minjaverndar sem hafi ekkert hús í hentugri stærð til að setja á lóðina. Því sé óskað eftir því við borgina, sem eigi stóran hlut í Minjavernd, að semja um að fá lóðina til sín. Minjavernd gæti þá til dæmis fengið lóð á Bergstaðastræti 31 í staðinn.Bergstaðastræti 18 er í höndum Minjaverndar sem Vigdis Hrefna Pálsdóttir segir ekki vera með hús í hentugri stærð fyrir lóðina.vísir/hannaÞá kemur fram að Örn hafi unnið að því undanfarin ár að gera upp gömul hús, meðal annars hús sem þau hjón hafi keypt við Bergstaðastræti 20 fyrir sex árum og fært í upprunalegt horf. Nú í sumar hafi Örn verið að gera upp hús á Bergstaðastræti 40 sem sé nánast alveg eins og húsið sem nú sé í Hvassahrauni.„Það er í hag borgarinnar og götunnar sjálfrar að fá fyrrum Bergstaðastræti 7 aftur í götumyndina á þessum stað,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir í bréfi til borgaryfirvalda.vísir/hanna„Vigdís er ritari Torfusamtakanna og áhugamanneskja um uppgerð, varðveislu og menningargildi gamalla húsa að ógleymdu aðdáandi Bergstaðastrætis sjálfs þar sem hún er fædd, uppalin og býr í dag,“ segir enn fremur í bréfi Vigdísar sem nú er til meðferðar hjá eigna- og atvinnuþróunarsviði Reykjavíkur. „Vonandi endar þetta hús við Bergstaðastræti. Það stóð hér í 65 ár og mér finnst það eiga heima hér,“ segir Vigdís við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira