Leikkona vill fá týndan sauð á Bergstaðastræti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. október 2017 06:00 Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Vísir/valli „Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona í bréfi til til borgaryfirvalda þar sem hún óskar eftir að fá lóð á Bergstaðastræti 18 undir gamalt hús sem nú stendur á Vatnsleysuströnd. Vigdís sendir bréfið jafnframt fyrir hönd eiginmanns síns, Arnar Úlfars Höskuldssonar húsasmiðs. Hún segir þau hjón hafa fest kaup á húsi sem byggt var 1902 á Bergstaðastræti 7 en flutt í Hvassahraun fyrir hálfri öld. Þau hafi keypt húsið og vilji færa það í upprunalega mynd. Þótt það líti ekki vel út sé margt mjög heillegt í því.Hérna má sjá mynd af húsinu en það stóð áður við Bergstaðarstræti 7.„Allt sem fólk sem elskar gömul hús heillast af er meira og minna heilt. Hlutir sem fást ekki keyptir úti í búð eða endurgerðir,“ útskýrir Vigdís í bréfi sínu. „Við hefðum ekki áhuga á að byggja við húsið heldur gera það upp í upprunalegri mynd, halda öllu sem heillegt er og endursmíða það sem er ónýtt.“ Vigdís segir lóðina á Bergstaðastræti 18 henta sérlega vel fyrir húsið sem sé 58 fermetrar að grunnfleti og samtals 156 fermetrar. Lóðin sé á forræði Minjaverndar sem hafi ekkert hús í hentugri stærð til að setja á lóðina. Því sé óskað eftir því við borgina, sem eigi stóran hlut í Minjavernd, að semja um að fá lóðina til sín. Minjavernd gæti þá til dæmis fengið lóð á Bergstaðastræti 31 í staðinn.Bergstaðastræti 18 er í höndum Minjaverndar sem Vigdis Hrefna Pálsdóttir segir ekki vera með hús í hentugri stærð fyrir lóðina.vísir/hannaÞá kemur fram að Örn hafi unnið að því undanfarin ár að gera upp gömul hús, meðal annars hús sem þau hjón hafi keypt við Bergstaðastræti 20 fyrir sex árum og fært í upprunalegt horf. Nú í sumar hafi Örn verið að gera upp hús á Bergstaðastræti 40 sem sé nánast alveg eins og húsið sem nú sé í Hvassahrauni.„Það er í hag borgarinnar og götunnar sjálfrar að fá fyrrum Bergstaðastræti 7 aftur í götumyndina á þessum stað,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir í bréfi til borgaryfirvalda.vísir/hanna„Vigdís er ritari Torfusamtakanna og áhugamanneskja um uppgerð, varðveislu og menningargildi gamalla húsa að ógleymdu aðdáandi Bergstaðastrætis sjálfs þar sem hún er fædd, uppalin og býr í dag,“ segir enn fremur í bréfi Vigdísar sem nú er til meðferðar hjá eigna- og atvinnuþróunarsviði Reykjavíkur. „Vonandi endar þetta hús við Bergstaðastræti. Það stóð hér í 65 ár og mér finnst það eiga heima hér,“ segir Vigdís við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona í bréfi til til borgaryfirvalda þar sem hún óskar eftir að fá lóð á Bergstaðastræti 18 undir gamalt hús sem nú stendur á Vatnsleysuströnd. Vigdís sendir bréfið jafnframt fyrir hönd eiginmanns síns, Arnar Úlfars Höskuldssonar húsasmiðs. Hún segir þau hjón hafa fest kaup á húsi sem byggt var 1902 á Bergstaðastræti 7 en flutt í Hvassahraun fyrir hálfri öld. Þau hafi keypt húsið og vilji færa það í upprunalega mynd. Þótt það líti ekki vel út sé margt mjög heillegt í því.Hérna má sjá mynd af húsinu en það stóð áður við Bergstaðarstræti 7.„Allt sem fólk sem elskar gömul hús heillast af er meira og minna heilt. Hlutir sem fást ekki keyptir úti í búð eða endurgerðir,“ útskýrir Vigdís í bréfi sínu. „Við hefðum ekki áhuga á að byggja við húsið heldur gera það upp í upprunalegri mynd, halda öllu sem heillegt er og endursmíða það sem er ónýtt.“ Vigdís segir lóðina á Bergstaðastræti 18 henta sérlega vel fyrir húsið sem sé 58 fermetrar að grunnfleti og samtals 156 fermetrar. Lóðin sé á forræði Minjaverndar sem hafi ekkert hús í hentugri stærð til að setja á lóðina. Því sé óskað eftir því við borgina, sem eigi stóran hlut í Minjavernd, að semja um að fá lóðina til sín. Minjavernd gæti þá til dæmis fengið lóð á Bergstaðastræti 31 í staðinn.Bergstaðastræti 18 er í höndum Minjaverndar sem Vigdis Hrefna Pálsdóttir segir ekki vera með hús í hentugri stærð fyrir lóðina.vísir/hannaÞá kemur fram að Örn hafi unnið að því undanfarin ár að gera upp gömul hús, meðal annars hús sem þau hjón hafi keypt við Bergstaðastræti 20 fyrir sex árum og fært í upprunalegt horf. Nú í sumar hafi Örn verið að gera upp hús á Bergstaðastræti 40 sem sé nánast alveg eins og húsið sem nú sé í Hvassahrauni.„Það er í hag borgarinnar og götunnar sjálfrar að fá fyrrum Bergstaðastræti 7 aftur í götumyndina á þessum stað,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir í bréfi til borgaryfirvalda.vísir/hanna„Vigdís er ritari Torfusamtakanna og áhugamanneskja um uppgerð, varðveislu og menningargildi gamalla húsa að ógleymdu aðdáandi Bergstaðastrætis sjálfs þar sem hún er fædd, uppalin og býr í dag,“ segir enn fremur í bréfi Vigdísar sem nú er til meðferðar hjá eigna- og atvinnuþróunarsviði Reykjavíkur. „Vonandi endar þetta hús við Bergstaðastræti. Það stóð hér í 65 ár og mér finnst það eiga heima hér,“ segir Vigdís við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira