Enski boltinn

Tveir risaleikir á Englandi │ Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það er frábær dagur í vændum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar níunda umferðin klárast með tveimur stórleikjum.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fá Arsenal í heimsókn klukkan 12:30.

Everton hefur farið hörmulega af stað í deildinni og eru aðeins með átta stig úr fyrstu átta leikjunum.

Arsenal hefur gengið aðeins betur, en liðið er með þrettán stig í sjöunda sæti.

Umferðinni lýkur svo með viðureign Tottenham og Liverpool á Wembley. Tottenham er í þriðja sæti og hefur Harry Kane verið sjóðheitur fyrir liðið að undan förnu.

Liverpool eru hins vegar í áttunda sætinu og hafa gert fjögur jafntefli í fyrstu átta leikjunum.

Báðir leikir dagsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunarmyndband fyrir leikina má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×