Hátíðarveisla Valsmanna á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2017 06:00 Valsmenn fagna titlinum í gærkvöldi. Vísir/Eyþór Valsmenn tryggðu sér sinn 21. Íslandsmeistaratitil í sögunni þegar þeir unnu Fjölni 4-1 í gærkvöldi. Hvorki FH né Stjarnan geta unnið upp forystu Vals á toppi Pepsi-deildarinnar á síðustu tveimur vikum mótsins. Það er vel við hæfi að Valsmenn hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn sinn á heimavígstöðvunum á Hlíðarenda í gærkvöldi, á vellinum þar sem liðið hefur unnið átta af tíu leikjum sínum í sumar og aldrei tapað. Valsmenn sýndu styrk sinn á móti Fjölnismönnum í gær, gáfu lítil sem engin færi á sér fram eftir leik og skoruðu fjögur góð mörk. Smá kæruleysi í lok leiksins kom ekki að sök en Fjölnismenn minnkuðu muninn þegar sigurhátíð heimamanna var í raun hafin. Valsliðið hefur nú níu stiga forystu á Stjörnuna og tíu stiga forskot á FH. FH á leik inni á bæði liðin en getur ekki lengur náð Valsliðinu að stigum. Það hefur lengi stefnt í það að Valsmenn væru að fara vinna þennan titil og hann er nú í höfn þegar enn eru eftir tvær vikur af Íslandsmótinu. Mörkin mikilvægu í gær skoruðu þeir Guðjón Pétur Lýðsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Sigurður Egill Lárusson og Einar Karl Ingvarsson en Ólafur Jóhannesson gat leyft sér að geyma markaskorarann Patrick Pedersen á bekknum. Guðjón Pétur skoraði fyrsta markið á fjórðu mínútu og það var því strax ljóst í upphafi leiksins að þetta ætlaði að vera sannkölluð hátíðarveisla á Hlíðarenda. Ólafur Jóhannesson hefur unnið titil á öllum þremur tímabilum sínum með Valsliðið en liðið var búið að vera bikarmeistari tvö síðustu ár. Nú tóku Valsmenn hins vegar þann stóra.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsliðsins, sigurreifur í leikslok.Vísir/EyþórTalaðu við þá sem unnu mótið „Tilfinningin er geggjuð og þetta er bara magnað. Við spiluðum frábæran leik í kvöld og ég held bara að við höfum verið bestir,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsliðsins, sigurreifur í leikslok í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Hann hafði hins vegar ekki mikinn áhuga á að vera í viðtali hjá Stefáni Árna Pálssyni. „Nú áttu að tala við strákana. Nú er ég búinn að segja nóg en hérna eru þeir sem unnu mótið. Talaðu við þá,“ sagði Ólafur og benti á leikmennina sína fagna titlinum. Ólafur er engum öðrum líkur og þessi sena var enn ein sönnun þess.Fjórði Íslandsmeistaratitill Ólafs Þetta var í fjórða sinn sem Ólafur Jóhannesson gerir lið að Íslandsmeisturum en FH vann titilinn þrjú ár í röð undir hans stjórn frá 2004 til 2006. Síðasti Íslandsmeistaratitillinn hans kom því fyrir ellefu árum síðan. Fbl_Megin: Það er óhætt að segja að nokkur ár hafi líka liðið síðan Valsmenn voru í sömu stöðu og í gærkvöldi. Tíu ár voru liðin síðan Valsmenn urðu síðast Íslandsmeistarar í fótbolta (2007), það voru þrjátíu ár liðin síðan Ólafur Jóhannesson varð síðast Íslandsmeistari með Val (sem leikmaður 1987) og 32 ár liðin síðan Valsmönnum tókst að tryggja sér síðast Íslandsmeistaratitilinn á félagssvæði sínu á Hlíðarenda (1985). Þegar Valsmenn unnu titilinn 1985 þá voru þeir fyrstir Reykjavíkurfélaga til að tryggja titilinn á sínu félagssvæði.Þessi er sætari Bjarni Ólafur Eiríksson var líka með Valsliðinu þegar félagið varð Íslandsmeistari fyrir tíu árum. „Persónulega þá er þessi sætari. Ég ætla ekki að útskýra af hverju, hann er það bara. Þetta er frábært,“ sagði Bjarni Ólafur kátur í viðtali í útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hann er mjög sáttur með Valsliðið í sumar. „Þetta er besta lið sem ég hef verið í. Við erum búnir að vera að byggja þetta upp síðustu ár og erum að uppskera í sumar. Það er ekki hægt að benda á einn eða tvo hluti því það eru svo ótrúlega margir hlutir sem gera það að verkum að við erum að vinna mótið. Þegar allir þessir hlutir fara saman þá gerast góðir hlutir,“ sagði Bjarni Ólafur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira
Valsmenn tryggðu sér sinn 21. Íslandsmeistaratitil í sögunni þegar þeir unnu Fjölni 4-1 í gærkvöldi. Hvorki FH né Stjarnan geta unnið upp forystu Vals á toppi Pepsi-deildarinnar á síðustu tveimur vikum mótsins. Það er vel við hæfi að Valsmenn hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn sinn á heimavígstöðvunum á Hlíðarenda í gærkvöldi, á vellinum þar sem liðið hefur unnið átta af tíu leikjum sínum í sumar og aldrei tapað. Valsmenn sýndu styrk sinn á móti Fjölnismönnum í gær, gáfu lítil sem engin færi á sér fram eftir leik og skoruðu fjögur góð mörk. Smá kæruleysi í lok leiksins kom ekki að sök en Fjölnismenn minnkuðu muninn þegar sigurhátíð heimamanna var í raun hafin. Valsliðið hefur nú níu stiga forystu á Stjörnuna og tíu stiga forskot á FH. FH á leik inni á bæði liðin en getur ekki lengur náð Valsliðinu að stigum. Það hefur lengi stefnt í það að Valsmenn væru að fara vinna þennan titil og hann er nú í höfn þegar enn eru eftir tvær vikur af Íslandsmótinu. Mörkin mikilvægu í gær skoruðu þeir Guðjón Pétur Lýðsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Sigurður Egill Lárusson og Einar Karl Ingvarsson en Ólafur Jóhannesson gat leyft sér að geyma markaskorarann Patrick Pedersen á bekknum. Guðjón Pétur skoraði fyrsta markið á fjórðu mínútu og það var því strax ljóst í upphafi leiksins að þetta ætlaði að vera sannkölluð hátíðarveisla á Hlíðarenda. Ólafur Jóhannesson hefur unnið titil á öllum þremur tímabilum sínum með Valsliðið en liðið var búið að vera bikarmeistari tvö síðustu ár. Nú tóku Valsmenn hins vegar þann stóra.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsliðsins, sigurreifur í leikslok.Vísir/EyþórTalaðu við þá sem unnu mótið „Tilfinningin er geggjuð og þetta er bara magnað. Við spiluðum frábæran leik í kvöld og ég held bara að við höfum verið bestir,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsliðsins, sigurreifur í leikslok í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Hann hafði hins vegar ekki mikinn áhuga á að vera í viðtali hjá Stefáni Árna Pálssyni. „Nú áttu að tala við strákana. Nú er ég búinn að segja nóg en hérna eru þeir sem unnu mótið. Talaðu við þá,“ sagði Ólafur og benti á leikmennina sína fagna titlinum. Ólafur er engum öðrum líkur og þessi sena var enn ein sönnun þess.Fjórði Íslandsmeistaratitill Ólafs Þetta var í fjórða sinn sem Ólafur Jóhannesson gerir lið að Íslandsmeisturum en FH vann titilinn þrjú ár í röð undir hans stjórn frá 2004 til 2006. Síðasti Íslandsmeistaratitillinn hans kom því fyrir ellefu árum síðan. Fbl_Megin: Það er óhætt að segja að nokkur ár hafi líka liðið síðan Valsmenn voru í sömu stöðu og í gærkvöldi. Tíu ár voru liðin síðan Valsmenn urðu síðast Íslandsmeistarar í fótbolta (2007), það voru þrjátíu ár liðin síðan Ólafur Jóhannesson varð síðast Íslandsmeistari með Val (sem leikmaður 1987) og 32 ár liðin síðan Valsmönnum tókst að tryggja sér síðast Íslandsmeistaratitilinn á félagssvæði sínu á Hlíðarenda (1985). Þegar Valsmenn unnu titilinn 1985 þá voru þeir fyrstir Reykjavíkurfélaga til að tryggja titilinn á sínu félagssvæði.Þessi er sætari Bjarni Ólafur Eiríksson var líka með Valsliðinu þegar félagið varð Íslandsmeistari fyrir tíu árum. „Persónulega þá er þessi sætari. Ég ætla ekki að útskýra af hverju, hann er það bara. Þetta er frábært,“ sagði Bjarni Ólafur kátur í viðtali í útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hann er mjög sáttur með Valsliðið í sumar. „Þetta er besta lið sem ég hef verið í. Við erum búnir að vera að byggja þetta upp síðustu ár og erum að uppskera í sumar. Það er ekki hægt að benda á einn eða tvo hluti því það eru svo ótrúlega margir hlutir sem gera það að verkum að við erum að vinna mótið. Þegar allir þessir hlutir fara saman þá gerast góðir hlutir,“ sagði Bjarni Ólafur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira