Andstæðingar bólusetninga tvíeflast við faraldur Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2017 11:41 Ungur drengur sem smitaðist í mislingafaraldrinum í Minnesota. Hlutfall bólusetninga í samfélagi fólks af sómölskum ættum þar hefur hrapað síðasta áratuginn. Vísir/Getty Versti mislingafaraldur í Minnesota í Bandaríkjunum í áratugi virðist hafa tvíeflt hópa sem berjast gegn bólusetningum. Heilbrigðisyfirvöldum er kunnugt um að boð um „mislingapartí“ gangi á milli fólks sem vill að börnin sín smitist. Alls hafa 79 tilfelli mislinga verið staðfest í Minnesota frá því í seinni hluta mars. Flest barnanna sem veiktust voru óbólusett og voru af sómölsku bergi brotin. Tuttugu og tveir voru lagðir á sjúkrahús, margir þeirra með háan hita, öndunarerfiðleika og vökvaskort, að sögn Washington Post. Enginn hefur þó látist þó að mislingar geti leitt fólk til dauða. Nýjasta tilfellið er ungur hvítur maður sem var ekki bólusettur vegna andstöðu foreldra hans.Löngu hrakinn áróður um meint tengsl við einhverfuÁstæðan fyrir því að sumir foreldrar vilja ekki bólusetja börn sín er meðal annars áróður vafasamra einstaklinga og samtaka sem halda á lofti löngu hröktum fullyrðingum um meint tengsl bólusetninga við einhverfu. Heilbrigðisstarfsmenn í Minnesota fréttu meðal annars af því fyrr í sumar að hvítar konur hafi gengið um með bæklinga og rætt við fólk í hverfum íbúa af sómölskum uppruna. Þær eru sagðar hafa haldið því fram að heilbrigðiseftirlit ríkisins hafi „búið faraldurinn til“ í því skyni að fá sómalska samfélagið til að bólusetja börn sín. „Ég er í áfalli yfir hvað þau eru orðin kræf. Ég held að flestir hafi talið að raddir gegn bólusetningum myndu hafa sig hægar. Í staðinn hafa þær orðið opinberari, þær eru farnar að breiða úr sér,“ segir Karen Ernst, forstjóri Radda fyrir bólusetningar, foreldrasamtaka sem tala máli bólusetninga.Bóluefni gegn mislingum ver milljónir barna um allan heim fyrir veirunni.Vísir/EPAAndstæðingar bólusetninga hafa hvatt foreldra sem telja börn sín hafa skaðast af völdum bólusetninga að hitta samstarfsmenn Andrews Wakefield, bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi vegna falskrar rannsóknar þar sem hann hélt því fram að MMR-bólusetningin ylli einhverfu, í þessari viku. Fullyrðingar Wakefield hafa ítrekað verið hraktar en þær hafa engu að síður reynst lífseigar í kreðsum andstæðinga bólusetninga og þeirra sem aðhyllast óhefðbundnar meðferðir.Sjúkdómurinn getur verið banvænnMislingum var útrýmt í Bandaríkjunum um aldamótin en sérfræðingar segja að sjúkdómurinn hafi blossað upp síðustu árin, aðallega fyrir tilstilli vaxandi hóps foreldra sem hafnar því að bólusetja börn sín eða frestar því. Mislingaveiran getur verið hættuleg og jafnvel valdið dauða, að því er segir á vefsíðu landlæknis. Alvarlegir sjúkdómar eins og eyrna- eða lungnabólga, kviðverkir, uppköst, niðurgangur og einnig heilabólga geta verið afleiðing mislinga Alvarlegar heilaskemmdir af völdum mislinga geta einnig komið fram mörgum mánuðum eftir sýkinguna. Tengdar fréttir Þekktur andstæðingur bólusetninga talar hjá Gló David Wolfe sem er alræmdur fyrir falskan áróður gegn bólusetningum heldur fyrirlestur á veitingastaðnum Gló í næstu viku. Fulltrúar Glóar vilja ekki svara spurningum en segja fyrirlesturinn ekki á þeirra vegum. 16. júní 2017 20:45 Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Varaformaður bæjarráðs Kópavogs vill að foreldrar leikskólabarna fái að vita ef önnur börn í skólanum eru ekki bólusett. Þá geti þau brugðist við, til dæmis með því að taka börn sín úr skólanum. Meirihluti bæjarráðs tók und 24. mars 2017 07:00 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Versti mislingafaraldur í Minnesota í Bandaríkjunum í áratugi virðist hafa tvíeflt hópa sem berjast gegn bólusetningum. Heilbrigðisyfirvöldum er kunnugt um að boð um „mislingapartí“ gangi á milli fólks sem vill að börnin sín smitist. Alls hafa 79 tilfelli mislinga verið staðfest í Minnesota frá því í seinni hluta mars. Flest barnanna sem veiktust voru óbólusett og voru af sómölsku bergi brotin. Tuttugu og tveir voru lagðir á sjúkrahús, margir þeirra með háan hita, öndunarerfiðleika og vökvaskort, að sögn Washington Post. Enginn hefur þó látist þó að mislingar geti leitt fólk til dauða. Nýjasta tilfellið er ungur hvítur maður sem var ekki bólusettur vegna andstöðu foreldra hans.Löngu hrakinn áróður um meint tengsl við einhverfuÁstæðan fyrir því að sumir foreldrar vilja ekki bólusetja börn sín er meðal annars áróður vafasamra einstaklinga og samtaka sem halda á lofti löngu hröktum fullyrðingum um meint tengsl bólusetninga við einhverfu. Heilbrigðisstarfsmenn í Minnesota fréttu meðal annars af því fyrr í sumar að hvítar konur hafi gengið um með bæklinga og rætt við fólk í hverfum íbúa af sómölskum uppruna. Þær eru sagðar hafa haldið því fram að heilbrigðiseftirlit ríkisins hafi „búið faraldurinn til“ í því skyni að fá sómalska samfélagið til að bólusetja börn sín. „Ég er í áfalli yfir hvað þau eru orðin kræf. Ég held að flestir hafi talið að raddir gegn bólusetningum myndu hafa sig hægar. Í staðinn hafa þær orðið opinberari, þær eru farnar að breiða úr sér,“ segir Karen Ernst, forstjóri Radda fyrir bólusetningar, foreldrasamtaka sem tala máli bólusetninga.Bóluefni gegn mislingum ver milljónir barna um allan heim fyrir veirunni.Vísir/EPAAndstæðingar bólusetninga hafa hvatt foreldra sem telja börn sín hafa skaðast af völdum bólusetninga að hitta samstarfsmenn Andrews Wakefield, bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi vegna falskrar rannsóknar þar sem hann hélt því fram að MMR-bólusetningin ylli einhverfu, í þessari viku. Fullyrðingar Wakefield hafa ítrekað verið hraktar en þær hafa engu að síður reynst lífseigar í kreðsum andstæðinga bólusetninga og þeirra sem aðhyllast óhefðbundnar meðferðir.Sjúkdómurinn getur verið banvænnMislingum var útrýmt í Bandaríkjunum um aldamótin en sérfræðingar segja að sjúkdómurinn hafi blossað upp síðustu árin, aðallega fyrir tilstilli vaxandi hóps foreldra sem hafnar því að bólusetja börn sín eða frestar því. Mislingaveiran getur verið hættuleg og jafnvel valdið dauða, að því er segir á vefsíðu landlæknis. Alvarlegir sjúkdómar eins og eyrna- eða lungnabólga, kviðverkir, uppköst, niðurgangur og einnig heilabólga geta verið afleiðing mislinga Alvarlegar heilaskemmdir af völdum mislinga geta einnig komið fram mörgum mánuðum eftir sýkinguna.
Tengdar fréttir Þekktur andstæðingur bólusetninga talar hjá Gló David Wolfe sem er alræmdur fyrir falskan áróður gegn bólusetningum heldur fyrirlestur á veitingastaðnum Gló í næstu viku. Fulltrúar Glóar vilja ekki svara spurningum en segja fyrirlesturinn ekki á þeirra vegum. 16. júní 2017 20:45 Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Varaformaður bæjarráðs Kópavogs vill að foreldrar leikskólabarna fái að vita ef önnur börn í skólanum eru ekki bólusett. Þá geti þau brugðist við, til dæmis með því að taka börn sín úr skólanum. Meirihluti bæjarráðs tók und 24. mars 2017 07:00 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Þekktur andstæðingur bólusetninga talar hjá Gló David Wolfe sem er alræmdur fyrir falskan áróður gegn bólusetningum heldur fyrirlestur á veitingastaðnum Gló í næstu viku. Fulltrúar Glóar vilja ekki svara spurningum en segja fyrirlesturinn ekki á þeirra vegum. 16. júní 2017 20:45
Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Varaformaður bæjarráðs Kópavogs vill að foreldrar leikskólabarna fái að vita ef önnur börn í skólanum eru ekki bólusett. Þá geti þau brugðist við, til dæmis með því að taka börn sín úr skólanum. Meirihluti bæjarráðs tók und 24. mars 2017 07:00
Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00
Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30