Húsnæðismál í forgangi: „Leitum allra leiða til að bæta þetta“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2017 19:54 Erfitt er að fá húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, það dylst engum og síðustu daga hafa fréttir Stöðvar 2 fjallað um hópinn sem verður verst úti vegna ástandsins. Það eru þeir sem búa bókstaflega á götunni. Sumir búa í tjöldum eða tjaldvögnum, einhverjir leita til Gistiskýlisins en aðrir sofa úti - og hefur Frú Ragnheiður, verkefni Rauða krossins, brugðið á það ráð að útdeila svefnpokum og tjalddýnum. Húsnæðismál eru málefni sveitarfélaga og hefur Reykjavíkurborg borið hitann og þungann í þessum málum þar sem utangarðsfólk og heimilislausir leita til borgarinnar þótt þeir eigi lögheimili í öðrum sveitarfélögum. Enda er engin úrræði eins og gistiskýlið að finna í öðrum sveitarfélögum. Allir sem fréttastofa hefur talað við síðustu daga, sem starfa við málaflokkinn, eru sammála um að þörf sé á frekari aðkomu ríkisins að málefnum heimilislausra. Borgin hefur ákveðið að bæta við sextíu milljónum í málaflokkinn en borgarstjóri segir að ríkið þurfi að koma meira að heilbrigðisþættinum, þ.e. vegna þeirra sem eiga við fíknivanda að stríða, geðrænan vanda eða eru orðnir aldraðir. „Og svo finnst mér skipta mjög miklu máli að það verði ekki hik á nýrri ríkisstjórn að klára þá samninga sem eru langt komnir, um að borgin fái ríkislóðir til að byggja upp á," segir Dagur B. Eggertsson og kallar einnig önnur sveitarfélög að borðinu. „Þetta er einfaldlega stórt og mjög brýnt samfélagslegt verkefni sem leysist hraðar og betur ef við komum öll að því.“ Nýr félagsmálaráðherra ítrekar að þessi þáttur húsnæðisþjónustunnar sé á hendi sveitarfélaganna. „En ég tek undir með þeim sem hafa verið að lýsa áhyggjum af þessu ástandi og mér finnst full ástæða að við sem þjóð tökum utan um þetta og leitum allra leiða til að bæta þetta, það er að segja húsnæðisþáttinn,“ segir Ásmundur Einar Daðason. Ásmundur Einar hefur aðeins verið stuttan tíma starfandi ráðherra félagsmálaráðherra og mun næstu vikur skoða hvað fyrri ríkisstjórn hefur gert.Hvernig sérðu fyrir þér að ríkið geti aukið aðkomu sínu að þessum málum? „Við þurfum að skoða allar leiðir til þess og það er til skoðunar hjá ráðuneytinu, búið að setja það af stað. Það er engin töfralausn en hins vegar verður þetta forgangsverkefni.“ Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15 Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00 Aukin harka á götunni: Fólk leiðist frekar út í kynlífsvinnu og glæpi Erfiðara er að bjarga sér um gististað og morfínskyld lyf hafa tvöfaldast í verði. Um fimm hundruð manns nota vímuefni í æð og til að bjarga sér um efni og húsaskjól hafa fleiri leiðst út í kynlífsvinnu, innbrot og aðra glæpi. 6. desember 2017 20:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Erfitt er að fá húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, það dylst engum og síðustu daga hafa fréttir Stöðvar 2 fjallað um hópinn sem verður verst úti vegna ástandsins. Það eru þeir sem búa bókstaflega á götunni. Sumir búa í tjöldum eða tjaldvögnum, einhverjir leita til Gistiskýlisins en aðrir sofa úti - og hefur Frú Ragnheiður, verkefni Rauða krossins, brugðið á það ráð að útdeila svefnpokum og tjalddýnum. Húsnæðismál eru málefni sveitarfélaga og hefur Reykjavíkurborg borið hitann og þungann í þessum málum þar sem utangarðsfólk og heimilislausir leita til borgarinnar þótt þeir eigi lögheimili í öðrum sveitarfélögum. Enda er engin úrræði eins og gistiskýlið að finna í öðrum sveitarfélögum. Allir sem fréttastofa hefur talað við síðustu daga, sem starfa við málaflokkinn, eru sammála um að þörf sé á frekari aðkomu ríkisins að málefnum heimilislausra. Borgin hefur ákveðið að bæta við sextíu milljónum í málaflokkinn en borgarstjóri segir að ríkið þurfi að koma meira að heilbrigðisþættinum, þ.e. vegna þeirra sem eiga við fíknivanda að stríða, geðrænan vanda eða eru orðnir aldraðir. „Og svo finnst mér skipta mjög miklu máli að það verði ekki hik á nýrri ríkisstjórn að klára þá samninga sem eru langt komnir, um að borgin fái ríkislóðir til að byggja upp á," segir Dagur B. Eggertsson og kallar einnig önnur sveitarfélög að borðinu. „Þetta er einfaldlega stórt og mjög brýnt samfélagslegt verkefni sem leysist hraðar og betur ef við komum öll að því.“ Nýr félagsmálaráðherra ítrekar að þessi þáttur húsnæðisþjónustunnar sé á hendi sveitarfélaganna. „En ég tek undir með þeim sem hafa verið að lýsa áhyggjum af þessu ástandi og mér finnst full ástæða að við sem þjóð tökum utan um þetta og leitum allra leiða til að bæta þetta, það er að segja húsnæðisþáttinn,“ segir Ásmundur Einar Daðason. Ásmundur Einar hefur aðeins verið stuttan tíma starfandi ráðherra félagsmálaráðherra og mun næstu vikur skoða hvað fyrri ríkisstjórn hefur gert.Hvernig sérðu fyrir þér að ríkið geti aukið aðkomu sínu að þessum málum? „Við þurfum að skoða allar leiðir til þess og það er til skoðunar hjá ráðuneytinu, búið að setja það af stað. Það er engin töfralausn en hins vegar verður þetta forgangsverkefni.“
Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15 Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00 Aukin harka á götunni: Fólk leiðist frekar út í kynlífsvinnu og glæpi Erfiðara er að bjarga sér um gististað og morfínskyld lyf hafa tvöfaldast í verði. Um fimm hundruð manns nota vímuefni í æð og til að bjarga sér um efni og húsaskjól hafa fleiri leiðst út í kynlífsvinnu, innbrot og aðra glæpi. 6. desember 2017 20:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15
Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00
Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00
Aukin harka á götunni: Fólk leiðist frekar út í kynlífsvinnu og glæpi Erfiðara er að bjarga sér um gististað og morfínskyld lyf hafa tvöfaldast í verði. Um fimm hundruð manns nota vímuefni í æð og til að bjarga sér um efni og húsaskjól hafa fleiri leiðst út í kynlífsvinnu, innbrot og aðra glæpi. 6. desember 2017 20:00