Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. desember 2017 20:00 Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur fjallað um að undanförnu hefur vandi heimilislausra í Reykjavík magnast á liðnum árum. Í júní taldi hópurinn 349 manns samanborið við 179 fyrir fimm árum. Samkvæmt úttekt velferðarsviðs borgarinnar búa í dag átján manns á tjaldstæðinu í Laugardal. Þá hafa þrír einstaklingar komið sér fyrir í tjöldum í Öskjuhlíð. Tjöldin eru ekki á tjaldsvæði og er því engin þjónusta til staðar. Fólkið hefur þó komið sér upp eigin þvotta- og salernisaðstöðu. Vildu þau ekki veita viðtal er fréttastofu bar að garði. Maður sem hefur gist í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í þrjá til fjóra mánuði segir lætin sem stundum eru í gistiskýlinu á Lindagötu ekki eiga við sig. „Það er gistiskýli á Lindagötu, en það er fyrir fólk sem er að drekka og er í eiturlyfjum. Aftur á móti fyrir þá sem eru alveg hreinir, þá er ekkert pláss," segir hann. Hann segir starfsmenn ráðhússins hafa gert nokkrar athugasemdir við búsetuna í bílakjallaranum en þeir hafa einnig fært honum ýmislegt. „Þeir koma með teppi handa manni og ég er búinn að fá hérna sæng og svo annað teppi hérna," segir hann.Hefur verið gerð athugasemd við að þú sért hér? „Já já, það er búið að gera nokkrar. Það er búið að keyra á mig tvisvar og keyra á dótið mitt þrisvar til fjórum sinnum," segir hann. Helgi Þorkell Eyjólfsson hefur búið á götunni í þrjú ár og leitar oft í gistiskýli borgarinnar við Lindargötu. Í gær brá Helgi sér frá eftir miðnætti en það er brot á húsreglum þar sem ró skal vera komin á klukkan tólf. Honum var því vísað frá en laumaði sér síðan inn með því að þykjast þurfa á klósettið. „Ég skreið þá upp í næsta rúm af því ég var bara gjörsamlega búinn á því. Það leið svona hálftími þangað til það var búið að hringja á lögregluna. Það mættu fimm lögreglumenn til þess að taka heimilislausan mann og setja hann út í frostið," segir Helgi. Helgi varði því nóttinni í ruslageymslu og tróð inn á sig dagblöðum til að halda á sér hita. „Ég meina ég er ekki að kenna öðrum um vandamálin mín en þetta er fáránlegt. Það voru fullt af rúmum laus," segir Helgi. Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur fjallað um að undanförnu hefur vandi heimilislausra í Reykjavík magnast á liðnum árum. Í júní taldi hópurinn 349 manns samanborið við 179 fyrir fimm árum. Samkvæmt úttekt velferðarsviðs borgarinnar búa í dag átján manns á tjaldstæðinu í Laugardal. Þá hafa þrír einstaklingar komið sér fyrir í tjöldum í Öskjuhlíð. Tjöldin eru ekki á tjaldsvæði og er því engin þjónusta til staðar. Fólkið hefur þó komið sér upp eigin þvotta- og salernisaðstöðu. Vildu þau ekki veita viðtal er fréttastofu bar að garði. Maður sem hefur gist í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í þrjá til fjóra mánuði segir lætin sem stundum eru í gistiskýlinu á Lindagötu ekki eiga við sig. „Það er gistiskýli á Lindagötu, en það er fyrir fólk sem er að drekka og er í eiturlyfjum. Aftur á móti fyrir þá sem eru alveg hreinir, þá er ekkert pláss," segir hann. Hann segir starfsmenn ráðhússins hafa gert nokkrar athugasemdir við búsetuna í bílakjallaranum en þeir hafa einnig fært honum ýmislegt. „Þeir koma með teppi handa manni og ég er búinn að fá hérna sæng og svo annað teppi hérna," segir hann.Hefur verið gerð athugasemd við að þú sért hér? „Já já, það er búið að gera nokkrar. Það er búið að keyra á mig tvisvar og keyra á dótið mitt þrisvar til fjórum sinnum," segir hann. Helgi Þorkell Eyjólfsson hefur búið á götunni í þrjú ár og leitar oft í gistiskýli borgarinnar við Lindargötu. Í gær brá Helgi sér frá eftir miðnætti en það er brot á húsreglum þar sem ró skal vera komin á klukkan tólf. Honum var því vísað frá en laumaði sér síðan inn með því að þykjast þurfa á klósettið. „Ég skreið þá upp í næsta rúm af því ég var bara gjörsamlega búinn á því. Það leið svona hálftími þangað til það var búið að hringja á lögregluna. Það mættu fimm lögreglumenn til þess að taka heimilislausan mann og setja hann út í frostið," segir Helgi. Helgi varði því nóttinni í ruslageymslu og tróð inn á sig dagblöðum til að halda á sér hita. „Ég meina ég er ekki að kenna öðrum um vandamálin mín en þetta er fáránlegt. Það voru fullt af rúmum laus," segir Helgi.
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent