Utangarðsfólk fær fleiri íbúðir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. desember 2017 20:00 Sextíu milljóna króna viðbótrarframlag til stuðnings við búsetu utangarðsfólks var samþykkt með breytingartillögum við fjárhagsáætlun borgarinnar í fyrradag. Það verður meðal annars nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar en tillaga um það undir heitinu „Housing First" var samþykkt í velferðarráði í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stefnt að því að ráða þrjá til viðbótar í teymið á næstunni, en sex fyrir árið 2020. „Við viljum fjölga þeim starfsmönnum sem vinna úti á vettvangi, eru að aðstoða fólk, eru að aðstoða fólk við að koma í gistiskýlið, eru að fara heim til þeirra sem búa sjálfstætt og eru í mikilli neyslu," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Til stendur að fjölga úrræðum sem standa fólki á vergangi og í neyslu til boða á næstunni. Í tillögunni sem var samþykkt í dag felst að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymisins. Í dag eru íbúðirnar fjórtán en til stendur að fjölga þeim um tólf, eða fjórar á ári til ársins 2020.Fjórtan heimilislausir einstaklingar fá herbergi í Víðinesi eftir helgi.Eftir helgi fá einnig fjórtán einstaklingar, sem meðal annars búa nú á tjaldstæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði á Víðinesi. Verið er að standsetja húsið og koma fyrir rúmum, ísskápum, sameiginlegu eldhúsi og sjónvarpsrými. Þar getur fólkið verið þar til varanlegra húsnæði býðst. Þá stendur til að fjölga smáhýsum fyrir utangarðsfólk sem eru þrjú í dag. Tvær gámaíbúðir til viðbótar eru tilbúnar til uppsetningar en leit af hentugri lóð stendur yfir. Í gistiskýlinu á Lindargötu eru 25 rúm fyrir heimilislausa og telur Regína þörf á endurskoðun starfseminnar til að rúma fleiri. „Það hefur komið fyrir, en það er örsjaldan, að það hefur þurft að vísa fólki frá gistiskýlinu vegna þess að það sé fullt, en það er oftar sem það er ekki fullnýtt. En hópurinn er aðeins að breytast. Við erum að sjá yngra fólk, ungmenni, sem eru í harðri neyslu og svo erum við með hóp sem hefur verið lengi viðloðandi gistiskýlið og það er draumurinn að fyrir þennan eldri hóp getum við fundið varanlegri búsetu," segir Regína. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Sextíu milljóna króna viðbótrarframlag til stuðnings við búsetu utangarðsfólks var samþykkt með breytingartillögum við fjárhagsáætlun borgarinnar í fyrradag. Það verður meðal annars nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar en tillaga um það undir heitinu „Housing First" var samþykkt í velferðarráði í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stefnt að því að ráða þrjá til viðbótar í teymið á næstunni, en sex fyrir árið 2020. „Við viljum fjölga þeim starfsmönnum sem vinna úti á vettvangi, eru að aðstoða fólk, eru að aðstoða fólk við að koma í gistiskýlið, eru að fara heim til þeirra sem búa sjálfstætt og eru í mikilli neyslu," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Til stendur að fjölga úrræðum sem standa fólki á vergangi og í neyslu til boða á næstunni. Í tillögunni sem var samþykkt í dag felst að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymisins. Í dag eru íbúðirnar fjórtán en til stendur að fjölga þeim um tólf, eða fjórar á ári til ársins 2020.Fjórtan heimilislausir einstaklingar fá herbergi í Víðinesi eftir helgi.Eftir helgi fá einnig fjórtán einstaklingar, sem meðal annars búa nú á tjaldstæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði á Víðinesi. Verið er að standsetja húsið og koma fyrir rúmum, ísskápum, sameiginlegu eldhúsi og sjónvarpsrými. Þar getur fólkið verið þar til varanlegra húsnæði býðst. Þá stendur til að fjölga smáhýsum fyrir utangarðsfólk sem eru þrjú í dag. Tvær gámaíbúðir til viðbótar eru tilbúnar til uppsetningar en leit af hentugri lóð stendur yfir. Í gistiskýlinu á Lindargötu eru 25 rúm fyrir heimilislausa og telur Regína þörf á endurskoðun starfseminnar til að rúma fleiri. „Það hefur komið fyrir, en það er örsjaldan, að það hefur þurft að vísa fólki frá gistiskýlinu vegna þess að það sé fullt, en það er oftar sem það er ekki fullnýtt. En hópurinn er aðeins að breytast. Við erum að sjá yngra fólk, ungmenni, sem eru í harðri neyslu og svo erum við með hóp sem hefur verið lengi viðloðandi gistiskýlið og það er draumurinn að fyrir þennan eldri hóp getum við fundið varanlegri búsetu," segir Regína.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira