Listrænn stjórnandi Pixar fer í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 23:03 John Lasseter. vísir/getty John Lasseter, listrænn stjórnandi teiknimyndafyrirtækisins Pixar and Walt Disney Animation, er farinn í sex mánaða leyfi vegna ásakana um að hann hafi kynferðislega áreitt starfsmenn fyrirtækisins. Lasseter baðst í dag afsökunar á því sem hann kallar mistök sín en Hollywood Reporter var með frétt í smíðum um ásakanirnar á hendur Lasseter þegar hann tilkynnti starfsmönnum Pixar að hann væri á leið í leyfi. Á meðal þess sem Lasseter er sakaður um er að hafa klipið og kysst konur sem störfuðu hjá fyrirtækinu án þess að þær vildu það og komið með athugasemdir um útlit þeirra. Lasseter er þekktastur fyrir að vera einn af stofnendum Pixar en árið 2006 keypti Disney fyrirtækið og Lasseter varð þá listrænn stjórnandi. Lasseter leikstýrði meðal annars Toy Story og Toy Story 2 og þá er hann aðalframleiðandi eða framleiðandi nánast allra mynda sem Pixar and Walt Disney Animation gera. Það þarf því engum að dyljast hversu valdamikill hann var innan fyrirtækisins. Í bréfi sem Lasseter sendi starfsmönnum Pixar í dag segir hann að honum hafi verið bent á að hann hafi látið sumum starfsmönnunum líða óþægilega. Þá hafi sumum ekki fundist sem hann sýndi þeim virðingu. Lasseter segir að slík hegðun hafi aldrei verið ætlun hans. „Þið skiptið mig öllu máli og mig langar að biðja ykkur öll afsökunar ef ég hef brugðist ykkur. Mig langar sérstaklega að biðja þau ykkar afsökunar sem hafa fengið frá mér faðmlag sem þið vilduð ekki eða einhvers konar aðra snertingu sem fór yfir ykkar mörk. Það er alveg sama þó að ég hafi meint vel, allir eiga rétt á að setja sín mörk og að þau séu virt,“ segir Lasseter meðal annars í bréfinu. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Charlie Rose rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Átta samstarfskonur hafa sakað fréttamann 60 mínútna um kynferðislega áreitni. 21. nóvember 2017 08:45 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. 20. nóvember 2017 12:17 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
John Lasseter, listrænn stjórnandi teiknimyndafyrirtækisins Pixar and Walt Disney Animation, er farinn í sex mánaða leyfi vegna ásakana um að hann hafi kynferðislega áreitt starfsmenn fyrirtækisins. Lasseter baðst í dag afsökunar á því sem hann kallar mistök sín en Hollywood Reporter var með frétt í smíðum um ásakanirnar á hendur Lasseter þegar hann tilkynnti starfsmönnum Pixar að hann væri á leið í leyfi. Á meðal þess sem Lasseter er sakaður um er að hafa klipið og kysst konur sem störfuðu hjá fyrirtækinu án þess að þær vildu það og komið með athugasemdir um útlit þeirra. Lasseter er þekktastur fyrir að vera einn af stofnendum Pixar en árið 2006 keypti Disney fyrirtækið og Lasseter varð þá listrænn stjórnandi. Lasseter leikstýrði meðal annars Toy Story og Toy Story 2 og þá er hann aðalframleiðandi eða framleiðandi nánast allra mynda sem Pixar and Walt Disney Animation gera. Það þarf því engum að dyljast hversu valdamikill hann var innan fyrirtækisins. Í bréfi sem Lasseter sendi starfsmönnum Pixar í dag segir hann að honum hafi verið bent á að hann hafi látið sumum starfsmönnunum líða óþægilega. Þá hafi sumum ekki fundist sem hann sýndi þeim virðingu. Lasseter segir að slík hegðun hafi aldrei verið ætlun hans. „Þið skiptið mig öllu máli og mig langar að biðja ykkur öll afsökunar ef ég hef brugðist ykkur. Mig langar sérstaklega að biðja þau ykkar afsökunar sem hafa fengið frá mér faðmlag sem þið vilduð ekki eða einhvers konar aðra snertingu sem fór yfir ykkar mörk. Það er alveg sama þó að ég hafi meint vel, allir eiga rétt á að setja sín mörk og að þau séu virt,“ segir Lasseter meðal annars í bréfinu.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Charlie Rose rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Átta samstarfskonur hafa sakað fréttamann 60 mínútna um kynferðislega áreitni. 21. nóvember 2017 08:45 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. 20. nóvember 2017 12:17 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Charlie Rose rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Átta samstarfskonur hafa sakað fréttamann 60 mínútna um kynferðislega áreitni. 21. nóvember 2017 08:45
Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52
Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. 20. nóvember 2017 12:17