Fjórði stærsti dagur ársins á bráðamóttökunni í gær Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2017 19:00 Mikið hefur verið um hálkuslys síðustu daga. Vísir/Daníel Síðustu dagar hafa verið annasamir á bráðadeild landspítalans. Alls komu 157 sjúklingar á deildina í gær og er það langt yfir meðaltali. Deildarstjóri bráða- og göngudeildar segir að mikið hafi verið um beinbrot og hálkuslys. Á venjulegum degi koma um 100 sjúklingar á bráða- og göngudeild landspítalans. Í gær voru þeir 157 og milli 8 og 16 í dag komu 88 manns. „Það er búið að vera mikið um hálkuslys. Þetta var fjórði stærsti dagurinn á árinu hjá okkur í gær í aðkomutölum. Það var mikið um brot og áverka. Einhverjir sem þurftu í aðgerð og það hélt bara áfram í dag,“ segir Bryndís Guðjónsdóttir, deildastjóri bráða- og göngudeildar, í samtali við Vísi.Er fólk að slasa sig alvarlega? „Já það er hægt að segja það. Það eru beinbrot og mikið um úlnliðsbrot. Mörg af þeim þarf að toga í og setja í réttar skorður. Þetta er heilmikið inngrip og mikið tjón fyrir fólk.“Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri bráða- og göngudeildar.Vísir/PjeturBryndís segir að komutölur á bráðadeildina taki alltaf kipp þegar hálkan lætur kræla á sér. Nánast sé hægt að sjá hversu annasamur dagurinn verður á veðurspám dagsins. „Sérstaklega þessir fyrstu hálkudagar. Það var strax núna í október þegar fyrsta hálkan kom, þá var mjög stór dagur. Þá voru yfir 130 manns að koma til okkar dag eftir dag. 160 var það mesta en eins og ég segi, þetta er alltaf þegar hálkan kemur.“ Hún segir að bæði sé um að ræða bílslys, aftanákeyrslur sem og slys þar sem fólk hreinlega dettur í hálku. „Það er bara að brýna fyrir fólki að nota mannbrodda, á svona dögum þá er það hreinlega það eina sem virkar.“ Heilbrigðismál Veður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið annasamir á bráðadeild landspítalans. Alls komu 157 sjúklingar á deildina í gær og er það langt yfir meðaltali. Deildarstjóri bráða- og göngudeildar segir að mikið hafi verið um beinbrot og hálkuslys. Á venjulegum degi koma um 100 sjúklingar á bráða- og göngudeild landspítalans. Í gær voru þeir 157 og milli 8 og 16 í dag komu 88 manns. „Það er búið að vera mikið um hálkuslys. Þetta var fjórði stærsti dagurinn á árinu hjá okkur í gær í aðkomutölum. Það var mikið um brot og áverka. Einhverjir sem þurftu í aðgerð og það hélt bara áfram í dag,“ segir Bryndís Guðjónsdóttir, deildastjóri bráða- og göngudeildar, í samtali við Vísi.Er fólk að slasa sig alvarlega? „Já það er hægt að segja það. Það eru beinbrot og mikið um úlnliðsbrot. Mörg af þeim þarf að toga í og setja í réttar skorður. Þetta er heilmikið inngrip og mikið tjón fyrir fólk.“Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri bráða- og göngudeildar.Vísir/PjeturBryndís segir að komutölur á bráðadeildina taki alltaf kipp þegar hálkan lætur kræla á sér. Nánast sé hægt að sjá hversu annasamur dagurinn verður á veðurspám dagsins. „Sérstaklega þessir fyrstu hálkudagar. Það var strax núna í október þegar fyrsta hálkan kom, þá var mjög stór dagur. Þá voru yfir 130 manns að koma til okkar dag eftir dag. 160 var það mesta en eins og ég segi, þetta er alltaf þegar hálkan kemur.“ Hún segir að bæði sé um að ræða bílslys, aftanákeyrslur sem og slys þar sem fólk hreinlega dettur í hálku. „Það er bara að brýna fyrir fólki að nota mannbrodda, á svona dögum þá er það hreinlega það eina sem virkar.“
Heilbrigðismál Veður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira