Manchester United vann 1-0 sigur á Watford og er nú með jafnmörg stig og nágrannar þeirra í Manchester City í 4. og 5. sæti deildarinnar.
Juan Mata skoraði eina markið með skoti beint úr aukaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok en markið var afar laglegt.
Juan Mata bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn og hélt upp á það með því að skora frábært sigurmark.
Manchester United hefur þar með unnið fjóra leiki í röð í öllum keppnum og fylgdi eftir sigri á Arsenal í síðasta leik.
David de Gea sá til þess að Watford skoraði ekki í fyrri hálfleiknum en Watford fékk mun hættulegri færi fyrir hlé.
Leikurinn var jafn og Watford skapaði sér líka færi í seinni hálfleiknum en það þurfti frábær tilþrif frá Mata til að gera út um leikinn og halda sigurgöngu United áfram.