Bretar kjósa að yfirgefa ESB Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. júní 2016 06:30 Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. vísir/bjarni einarsson Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. Rúmlega þrjátíu milljónir manna tóku þátt í kosningunni, eða um 72 prósent kosningabærra manna og er það mesta kosningaþátttaka í landinu frá árinu 1992. Rúmlega sextán milljónir vildu vera áfram í sambandinu en rúmlega sautján milljónir vilja fara. Það er því ljóst að þjóðin er algjörlega klofin í málinu en þeir sem vilja fara fengu á endanum 51,9 prósent atkvæða. Afstaðan til ESB er afar mismunandi á milli landssvæða. Stuðningurinn við sambandið var mestur í stórborginni London og á Norður Írlandi á meðan restin af landinu, þar á meðal Wales, vildi fara. Þá studdu Skotar eindregið að vera áfram í sambandinu og því ljóst að sjálfstæðissinnar þar í landi munu eflast í baráttu sinni. David Cameron forsætisráðherra Breta mun halda ávarp nú á hverri stundu en staða hans innan íhaldsflokksins er orðin afar veik þar sem hann barðist fyrir áframhaldandi veru í sambandinu. Einn helsti andstæðingur hans í málinu, íhaldsmaðurinn Boris Johnson, er af mörgum talinn verða næsti formaður flokksins. Sama má segja um Jeremy Corbyn, leiðtoga verkamannaflokksins. Flokkur hans barðist fyrir áframhaldandi veru en hann sjálfur hefur verið sakaður um að vilja í raun yfirgefa sambandið. Það voru ekki síst kjördæmi þar sem Verkamannaflokkurinn er öflugur, sem réðu úrslitum um það hvernig fór.Úrslitin eru einnig gríðarlegur sigur fyrir Nigel Farage, leiðtoga Breska Sjálfstæðisflokksins, eða UKIP, sem hefur haft úrsögn úr ESB sem sitt aðal baráttumál í rúm tuttugu ár. Hann sagði í morgun að sigurinn væri sigur venjulega mannsins í Bretlandi og að 23. júní verði hér eftir einskonar þjóðhátíðardagur Breta. Breska pundið hefur fallið skart í nótt eftir að úrslitin fóru að verða ljós og hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadollar síðan árið 1985. Bretar munu þó ekki hverfa úr Evrópusambandinu strax heldur fer nú heldur flókið ferli í gang, sem tekur tvö ár frá þeirri stundu sem þeir segja sig formlega úr sambandinu. Það gerist þó ekki strax þannig að full áhrif kosninganna koma ekki strax fram.Beina útsendingu Sky News má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. Rúmlega þrjátíu milljónir manna tóku þátt í kosningunni, eða um 72 prósent kosningabærra manna og er það mesta kosningaþátttaka í landinu frá árinu 1992. Rúmlega sextán milljónir vildu vera áfram í sambandinu en rúmlega sautján milljónir vilja fara. Það er því ljóst að þjóðin er algjörlega klofin í málinu en þeir sem vilja fara fengu á endanum 51,9 prósent atkvæða. Afstaðan til ESB er afar mismunandi á milli landssvæða. Stuðningurinn við sambandið var mestur í stórborginni London og á Norður Írlandi á meðan restin af landinu, þar á meðal Wales, vildi fara. Þá studdu Skotar eindregið að vera áfram í sambandinu og því ljóst að sjálfstæðissinnar þar í landi munu eflast í baráttu sinni. David Cameron forsætisráðherra Breta mun halda ávarp nú á hverri stundu en staða hans innan íhaldsflokksins er orðin afar veik þar sem hann barðist fyrir áframhaldandi veru í sambandinu. Einn helsti andstæðingur hans í málinu, íhaldsmaðurinn Boris Johnson, er af mörgum talinn verða næsti formaður flokksins. Sama má segja um Jeremy Corbyn, leiðtoga verkamannaflokksins. Flokkur hans barðist fyrir áframhaldandi veru en hann sjálfur hefur verið sakaður um að vilja í raun yfirgefa sambandið. Það voru ekki síst kjördæmi þar sem Verkamannaflokkurinn er öflugur, sem réðu úrslitum um það hvernig fór.Úrslitin eru einnig gríðarlegur sigur fyrir Nigel Farage, leiðtoga Breska Sjálfstæðisflokksins, eða UKIP, sem hefur haft úrsögn úr ESB sem sitt aðal baráttumál í rúm tuttugu ár. Hann sagði í morgun að sigurinn væri sigur venjulega mannsins í Bretlandi og að 23. júní verði hér eftir einskonar þjóðhátíðardagur Breta. Breska pundið hefur fallið skart í nótt eftir að úrslitin fóru að verða ljós og hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadollar síðan árið 1985. Bretar munu þó ekki hverfa úr Evrópusambandinu strax heldur fer nú heldur flókið ferli í gang, sem tekur tvö ár frá þeirri stundu sem þeir segja sig formlega úr sambandinu. Það gerist þó ekki strax þannig að full áhrif kosninganna koma ekki strax fram.Beina útsendingu Sky News má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11
Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15