Hneykslið í Suður-Kóreu: Forsetinn neitar að sértrúarsöfnuður hafi haft áhrif á stefnumótun stjórnvalda Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2016 13:55 Park Geun-hye varð fyrsti kvenkyns forseti Suður-Kóreu þegar hún var kjörin í kosningum í desember 2012. Vísir/AFP Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, hafnaði því í dag að sértrúarsöfnuður hafi haft áhrif á stefnumótum stjórnar sinnar. Park baðst í ávarpi til þjóðar sinnar afsökunar á að gamall vinur hennar hafi haft óæskilegan aðgang að stefnumótunarferli stjórnvalda, en málið hefur tröllriðið suður-kóresku þjóðfélagi síðustu dagana. Í frétt BBC um málið segir að Park hafi samþykkt að koma fyrir nefnd til að svara spurningum um málið, en kvaðst jafnframt ekki ætla að segja af sér embætti.Fjársvik og spilling Vinkona Park, Choi Soon-sil, er grunuð um að hafa nýtt vinskap sinn við forsetann til að tryggja að fé úr opinberum sjóðum myndi renna í velgjörðarsjóð sem hún stýrir sjálf. Er hún nú í haldi lögreglu og sætir ákæru um fjársvik og spillingu. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn segir afsökunarbeiðni forsetans ekki hafa verið einlæg og hefur hvatt Park til að láta af embætti. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda sem kröfðust afsagnar Park í miðborg höfuðborgarinnar Seoul fyrr í dag.Lengi verið vinkonur Choi hefur lengi verið vinkona forsetans Park og er dóttir Choi Tae-min, leiðtoga sértrúarsöfnuðar með náin tengsl við föður Park, fyrrum forsetanum Park Chung-he. Park hafnaði því jafnframt í dag að trúarathafnir sértrúarsafnaðarins hafi farið fram í forsetahöllinni í Seoul líkt og orðrómur hafi verið uppi um. Málið hefur reynst forsetanum mjög erfitt og nýtur Park nú einungis vinsælda meðal fimm prósent suður-kóresku þjóðarinnar.Búin að láta forsætisráðherrann fara Park er nú þegar búin að skipta út forsætisráðherranum, gert hrókeringar í ríkisstjórn landins og vikið fjölda aðstoðarmanna frá störfum vegna málsins. Háværar kröfur eru hins vegar uppi um afsögn hennar og að hún verði dregin fyrir dóm. Park varð fyrsti kvenkyns forseti Suður-Kóreu þegar hún var kjörin í kosningum í desember 2012. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, hafnaði því í dag að sértrúarsöfnuður hafi haft áhrif á stefnumótum stjórnar sinnar. Park baðst í ávarpi til þjóðar sinnar afsökunar á að gamall vinur hennar hafi haft óæskilegan aðgang að stefnumótunarferli stjórnvalda, en málið hefur tröllriðið suður-kóresku þjóðfélagi síðustu dagana. Í frétt BBC um málið segir að Park hafi samþykkt að koma fyrir nefnd til að svara spurningum um málið, en kvaðst jafnframt ekki ætla að segja af sér embætti.Fjársvik og spilling Vinkona Park, Choi Soon-sil, er grunuð um að hafa nýtt vinskap sinn við forsetann til að tryggja að fé úr opinberum sjóðum myndi renna í velgjörðarsjóð sem hún stýrir sjálf. Er hún nú í haldi lögreglu og sætir ákæru um fjársvik og spillingu. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn segir afsökunarbeiðni forsetans ekki hafa verið einlæg og hefur hvatt Park til að láta af embætti. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda sem kröfðust afsagnar Park í miðborg höfuðborgarinnar Seoul fyrr í dag.Lengi verið vinkonur Choi hefur lengi verið vinkona forsetans Park og er dóttir Choi Tae-min, leiðtoga sértrúarsöfnuðar með náin tengsl við föður Park, fyrrum forsetanum Park Chung-he. Park hafnaði því jafnframt í dag að trúarathafnir sértrúarsafnaðarins hafi farið fram í forsetahöllinni í Seoul líkt og orðrómur hafi verið uppi um. Málið hefur reynst forsetanum mjög erfitt og nýtur Park nú einungis vinsælda meðal fimm prósent suður-kóresku þjóðarinnar.Búin að láta forsætisráðherrann fara Park er nú þegar búin að skipta út forsætisráðherranum, gert hrókeringar í ríkisstjórn landins og vikið fjölda aðstoðarmanna frá störfum vegna málsins. Háværar kröfur eru hins vegar uppi um afsögn hennar og að hún verði dregin fyrir dóm. Park varð fyrsti kvenkyns forseti Suður-Kóreu þegar hún var kjörin í kosningum í desember 2012.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira