Ný rannsókn staðfestir tengsl milli þunglyndis og getnaðarvarnapillunar nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 3. október 2016 21:25 Pillan er algengasta getnaðarvörn íslenskra kvenna. NordicPhotos/Getty Ný rannsókn hefur leitt í ljós að getnaðarvarnapillan getur aukið líkur á þunglyndi. Fram kemur í frétt The Guardian að rannsóknin, sem gerð var af læknum í Kaupmannahafnarháskóla, sé sú stærsta sinnar tegundar. Milljón danskar konur á aldrinum 15 til 34 ára tóku þátt í rannsókninni en alls var fylgst með þeim í þrettán ár. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að konur sem taka svokallaða samsetta getnaðarvarnapillu eru 23 prósent líklegri en aðrar til þess að greinast með þunglyndi. Konur sem taka svokallaða „míní-pillu“, sem inniheldur aðeins hormónið prógesterón, eru hins vegar 34 prósent líklegri til þess að greinast með þunglyndi. Í fréttinni kemur jafnframt fram að unglingar séu helsti áhættuhópurinn.Pillan sem boðaði frelsi Getnaðarvarnapillan kom á markað í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld en hún var fyrsta lyfseðilsskylda lyfið sem ekki var ætlað til meðhöndlunar á sjúkdómi. Tilkoma pillunnar var talin liður í kvenfrelsisbaráttunni sem var áberandi á sjöunda áratugi síðustu aldar. Árið 1965 breyttu Bandaríkjamenn löggjöf þess efnis að bannað væri fyrir hjón að nota getnaðarvarnir innan hjónabandsins. Hin nýja getnaðarvarnarpilla, ásamt lagabreytingunni, gerði það að verkum að auðveldara varð fyrir hjón að stjórna því hvenær eða hvort barneignir væru reyndar. Hið sama gilti vitaskuld um einhleypar konur. Tilkoma pillunnar á bandarískum markaði hafði í för með sér víðtækar félagslegar breytingar. Kvenkyns nemendum fjölgaði til muna í háskólum í Bandaríkjunum og fræðimenn hafa haldið því fram að ástæðan fyrir skyndilegri fjölgun kvenna á atvinnumarkaði árið 1970 megi rekja til pillunnar.Lífshættulegar aukaverkanir Þótt kostir pillunar séu margir þá er hún ekki gallalaus. Ýmsir fylgikvillar pillunnar eru þekktir en rannsóknir hafa sýnt fram á að 63,7 prósent kvenna sem byrja að taka pilluna hætta að taka hana innan árs vegna óþægilegra aukaverkana. Þessar aukaverkanir eru yfirleitt andlegir kvillar. Enn alvarlegri aukaverkanir, blóðtappar í æðum, hafa einnig verið tengdar við inntöku sumra tegunda getnaðarvarnarpilla. Blóðtappar geta verið lífshættulegir ef þeir ná að ferðast í lungu eða heila sjúklingsins. Danskir læknar hafa einnig rannsakað þessa fylgni á milli blóðtappa og getnaðarvarnarpillunnar en niðurstöður rannsóknar þeirra sýndu fram á að konur sem taka eldri „kynslóðir“ getnaðarvarnarpilla eru tvisvar sinnum líklegri til þess að fá blóðtappa en aðrar konur.Fréttablaðið ræddi í fyrra við tvær íslenskar konur sem höfðu fengið blóðtappa sem raktir voru til pillunnar. Þær gagnrýndu það báðar að hafa fengið ávísun á pilluna án þess að hafa þurft að gefa upp sjúkra- eða fjölskyldusögu. Tilvik um blóðtappa í tengslum við inntöku pillunar koma upp árlega hér á landi. Læknar og sjúklingar þurfa að vera á varðbergi Øjvind Lidegaard, kvensjúkdómalæknir og meðhöfundur að rannsókninni sagði í kjölfar niðurstaðnanna, að hann telji nauðsynlegt að sjúklingar og læknar séu meðvitaðir um þessar mögulegu aukaverkanir. „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þrátt fyrir kostina, þá geta utanaðkomandi hormón einnig framkallað aukaverkanir. Aukin áhætta á þunglyndi er ein þeirra,“ sagði Lidegaard. Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Ný rannsókn hefur leitt í ljós að getnaðarvarnapillan getur aukið líkur á þunglyndi. Fram kemur í frétt The Guardian að rannsóknin, sem gerð var af læknum í Kaupmannahafnarháskóla, sé sú stærsta sinnar tegundar. Milljón danskar konur á aldrinum 15 til 34 ára tóku þátt í rannsókninni en alls var fylgst með þeim í þrettán ár. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að konur sem taka svokallaða samsetta getnaðarvarnapillu eru 23 prósent líklegri en aðrar til þess að greinast með þunglyndi. Konur sem taka svokallaða „míní-pillu“, sem inniheldur aðeins hormónið prógesterón, eru hins vegar 34 prósent líklegri til þess að greinast með þunglyndi. Í fréttinni kemur jafnframt fram að unglingar séu helsti áhættuhópurinn.Pillan sem boðaði frelsi Getnaðarvarnapillan kom á markað í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld en hún var fyrsta lyfseðilsskylda lyfið sem ekki var ætlað til meðhöndlunar á sjúkdómi. Tilkoma pillunnar var talin liður í kvenfrelsisbaráttunni sem var áberandi á sjöunda áratugi síðustu aldar. Árið 1965 breyttu Bandaríkjamenn löggjöf þess efnis að bannað væri fyrir hjón að nota getnaðarvarnir innan hjónabandsins. Hin nýja getnaðarvarnarpilla, ásamt lagabreytingunni, gerði það að verkum að auðveldara varð fyrir hjón að stjórna því hvenær eða hvort barneignir væru reyndar. Hið sama gilti vitaskuld um einhleypar konur. Tilkoma pillunnar á bandarískum markaði hafði í för með sér víðtækar félagslegar breytingar. Kvenkyns nemendum fjölgaði til muna í háskólum í Bandaríkjunum og fræðimenn hafa haldið því fram að ástæðan fyrir skyndilegri fjölgun kvenna á atvinnumarkaði árið 1970 megi rekja til pillunnar.Lífshættulegar aukaverkanir Þótt kostir pillunar séu margir þá er hún ekki gallalaus. Ýmsir fylgikvillar pillunnar eru þekktir en rannsóknir hafa sýnt fram á að 63,7 prósent kvenna sem byrja að taka pilluna hætta að taka hana innan árs vegna óþægilegra aukaverkana. Þessar aukaverkanir eru yfirleitt andlegir kvillar. Enn alvarlegri aukaverkanir, blóðtappar í æðum, hafa einnig verið tengdar við inntöku sumra tegunda getnaðarvarnarpilla. Blóðtappar geta verið lífshættulegir ef þeir ná að ferðast í lungu eða heila sjúklingsins. Danskir læknar hafa einnig rannsakað þessa fylgni á milli blóðtappa og getnaðarvarnarpillunnar en niðurstöður rannsóknar þeirra sýndu fram á að konur sem taka eldri „kynslóðir“ getnaðarvarnarpilla eru tvisvar sinnum líklegri til þess að fá blóðtappa en aðrar konur.Fréttablaðið ræddi í fyrra við tvær íslenskar konur sem höfðu fengið blóðtappa sem raktir voru til pillunnar. Þær gagnrýndu það báðar að hafa fengið ávísun á pilluna án þess að hafa þurft að gefa upp sjúkra- eða fjölskyldusögu. Tilvik um blóðtappa í tengslum við inntöku pillunar koma upp árlega hér á landi. Læknar og sjúklingar þurfa að vera á varðbergi Øjvind Lidegaard, kvensjúkdómalæknir og meðhöfundur að rannsókninni sagði í kjölfar niðurstaðnanna, að hann telji nauðsynlegt að sjúklingar og læknar séu meðvitaðir um þessar mögulegu aukaverkanir. „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þrátt fyrir kostina, þá geta utanaðkomandi hormón einnig framkallað aukaverkanir. Aukin áhætta á þunglyndi er ein þeirra,“ sagði Lidegaard.
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira