Yrði jafn lengi og Kohl Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. nóvember 2016 07:00 Angela Merkel var tvístígandi um framtíð sína þar til á sunnudaginn að hún tók af skarið og tilkynnti að hún vildi vera kanslari eitt kjörtímabil enn. vísir/epa Um helgina tók Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, af skarið um að hún stefni að því að vera kanslari Þýskalands fjórða kjörtímabilið í röð. „Ég hugsaði bókstaflega endalaust um þessa ákvörðun,“ sagði hún á blaðamannafundi á sunnudaginn. „En ég er tilbúin í slaginn á ný.“ Ekki er víst að Sósíaldemókrataflokkurinn, sem er í stjórnarsamstarfi með Kristilega demókrataflokknum, tefli fram leiðtoga sínum, Sigmar Gabriel varakanslara, gegn Merkel. Ákvörðun um það verður væntanlega tekin í janúar, en Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins, er einn þeirra sem gætu komið til greina. Systurflokkur CDU í Bæjaralandi, CSU, fagnar ákvörðun Merkel en boðar að þessu sinni hugsanlegan ágreining við hana í kosningabaráttunni, að minnsta kosti í málefnum innflytjenda. Horst Seehofer, sem er forsætisráðherra í Bæjaralandi og leiðtogi CSU, hefur lengi verið einn helsti andstæðingur innflytjendastefnu kanslarans. Hann sagði að þrátt fyrir ágreininginn muni hann styðja Merkel. Fyrir Merkel gæti þó hörð andstaða frá AfD-flokknum orðið erfiðust viðureignar, en flokkurinn er einn þeirra hægri þjóðernisflokka sem náð hafa töluverðu flugi víða í Evrópu með því að ala á ótta við flóttafólk og útlendinga almennt. AfD, sem fullu nafni heitir Alternative für Deutschland eða Valkostur fyrir Þýskaland, hefur samkvæmt skoðanakönnunum undanfarið haft mikið fylgi, vel á annan tug prósenta, og mælist yfirleitt þriðji stærsti flokkur landsins. Beatrix von Storch, einn forsprakka AfD, sakar Merkel hreinlega um að bera ábyrgð á dauða fjölda flóttafólks sem drukknað hefur á leiðinni yfir Miðjarðarhafið. „Þegar AfD kemst á sambandsþingið þá þurfum við rannsóknarnefnd um Merkel, sem skoðar öll hennar lög- og stjórnarskrárbrot,“ sagði von Storch á sunnudag. Merkel er orðin 62 ára og verði hún kanslari eitt kjörtímabil enn, þá mun hún að því loknu hafa setið í embættinu í 16 ár, jafn lengi og Helmut Kohl flokksbróðir hennar sem til þessa hefur verið kanslari Þýskalands lengur en nokkur annar frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Um helgina tók Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, af skarið um að hún stefni að því að vera kanslari Þýskalands fjórða kjörtímabilið í röð. „Ég hugsaði bókstaflega endalaust um þessa ákvörðun,“ sagði hún á blaðamannafundi á sunnudaginn. „En ég er tilbúin í slaginn á ný.“ Ekki er víst að Sósíaldemókrataflokkurinn, sem er í stjórnarsamstarfi með Kristilega demókrataflokknum, tefli fram leiðtoga sínum, Sigmar Gabriel varakanslara, gegn Merkel. Ákvörðun um það verður væntanlega tekin í janúar, en Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins, er einn þeirra sem gætu komið til greina. Systurflokkur CDU í Bæjaralandi, CSU, fagnar ákvörðun Merkel en boðar að þessu sinni hugsanlegan ágreining við hana í kosningabaráttunni, að minnsta kosti í málefnum innflytjenda. Horst Seehofer, sem er forsætisráðherra í Bæjaralandi og leiðtogi CSU, hefur lengi verið einn helsti andstæðingur innflytjendastefnu kanslarans. Hann sagði að þrátt fyrir ágreininginn muni hann styðja Merkel. Fyrir Merkel gæti þó hörð andstaða frá AfD-flokknum orðið erfiðust viðureignar, en flokkurinn er einn þeirra hægri þjóðernisflokka sem náð hafa töluverðu flugi víða í Evrópu með því að ala á ótta við flóttafólk og útlendinga almennt. AfD, sem fullu nafni heitir Alternative für Deutschland eða Valkostur fyrir Þýskaland, hefur samkvæmt skoðanakönnunum undanfarið haft mikið fylgi, vel á annan tug prósenta, og mælist yfirleitt þriðji stærsti flokkur landsins. Beatrix von Storch, einn forsprakka AfD, sakar Merkel hreinlega um að bera ábyrgð á dauða fjölda flóttafólks sem drukknað hefur á leiðinni yfir Miðjarðarhafið. „Þegar AfD kemst á sambandsþingið þá þurfum við rannsóknarnefnd um Merkel, sem skoðar öll hennar lög- og stjórnarskrárbrot,“ sagði von Storch á sunnudag. Merkel er orðin 62 ára og verði hún kanslari eitt kjörtímabil enn, þá mun hún að því loknu hafa setið í embættinu í 16 ár, jafn lengi og Helmut Kohl flokksbróðir hennar sem til þessa hefur verið kanslari Þýskalands lengur en nokkur annar frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira