Amnesty segir augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2016 12:11 Borgarastríðið í Sýrlandi hefur staðið frá 2011. Vísir/AFP Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að stríðsglæpir hafi augljóslega verið framdir í sýrlensku borginni Alepp0. Kalla samtökin eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. Í tilkynningu frá samtökunum segir að sláandi fregnir frá Sameinuðu þjóðunum hermi að tugir óbreyttra borgara hafi verið teknir af lífi án dóms og laga af sýrlenska hernum, sem sækir fram í austurhluta Aleppo. „Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segist hafa áreiðanleg sönnunargögn fyrir því að 82 óbreyttir borgarar hafi verið skotnir niður á staðnum, inn á heimilum sínum eða úti á götu, af hersveitum stjórnvalda og bandamönnum þeirra. Fregnir um fjöldamorð á óbreyttum borgurum, börnum þeirra á meðal, þar sem fólk er strádrepið með köldu blóði á eigin heimili af hersveitum sýrlenskra stjórnvalda eru ákaflega sláandi en ekki óvæntar miðað við framferði þeirra hingað til. Slíkar aftökur, án dóms og laga, myndu jafngilda stríðsglæpum, sagði Lynn Maalouf, yfirmaður rannsókna Amnesty International á svæðisskrifstofu í Beirút. „Frá upphafi átakanna hafa hersveitir sýrlenskra stjórnvalda, með stuðningi Rússa, ítrekað sýnt fram á fullkomið skeytingarleysi gagnvart alþjóðlegum mannúðarlögum og algjöra lítilsvirðingu gagnvart óbreyttum borgurum. Raunar hafa óbreyttir borgarar verið skotmörk hersveita, bæði í hernaðaraðgerðum og með víðtækri beitingu á geðþóttahandtökum, þvinguðum mannshvörfum ásamt beitingu pyndinga og annarrar illrar meðferðar. Hætta er á að hersveitir stjórnvalda fremji fleiri grimmdarverk eftir því sem þær færast nær því að ná fullu valdi yfir austurhluta Aleppo. Það veldur miklum ótta hjá þúsundum óbreyttra borgara sem eru fastir í borginni. Síðustu mánuði hefur heimurinn, þar á meðal öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, horft frá hliðarlínunni á daglega slátrun óbreyttra borgara ásamt því að austurhluti Aleppo hefur verið jafnaður við jörðu og breyst í fjöldagröf. Aðgerðaleysi heimsins, sem stendur frammi fyrir þvílíkri grimmd, er til skammar. Skortur á ábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni hefur gert stríðsaðilum kleift, þá sérstaklega hersveitum stjórnvalda, að fremja slíka glæpi í massavís. „Það skiptir höfuðmáli að óháðir eftirlitsaðilar verði sendir á vettvang til að tryggja vernd óbreyttra borgara og aðgengi að mannúðarastoð sem getur bjargað lífi þeirra sem þurfa á því að halda.“ Eins og staðan er núna er ekki hægt að flytja á brott særða og þeir sem reyna að flýja leggja líf sitt í hættu. Amnesty International kallar eftir því að allir stríðsaðilar í átökunum tryggi óbreyttum borgurum sem flýja átökin örugga leið til að yfirgefa svæðið. Á meðan hersveitir stjórnvalda hafa sótt fram síðustu vikur hafa íbúar í austurhluta Aleppo sagt Amnesty International að þeir óttuðust hefndarárásir. Í síðustu viku greindu Sameinuðu þjóðirnar frá því að hundruð manna og drengja hafa horfið af svæðum sem eru undir stjórn stjórnvalda. Amnesty International hefur áður beint athyglinni að kerfisbundinni og víðtækri beitingu sýrlenskra stjórnvalda á þvinguðum mannshvörfum til að ráðast gegn óbreyttum borgurum. Það jafngildir glæpum gegn mannkyni. Það skiptir öllu að óháðir eftirlitsaðilar verði sendir á vettvang til að koma í veg fyrir frekari þvinguð mannshvörf, pyndingar og aðra illa meðferð, sagði Lynn Maalouf. Amnesty International kallar eftir því að stríðandi fylkingar tryggi óbreyttum borgurum örugga leið til að flýja átökin, aðgengi að mannúðaraðstoð og að þeir sem ábyrgð bera á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni verði sóttir til saka,“ segir í tilkynningunni frá Íslandsdeild Amnesty International. Tengdar fréttir Íbúar fastir og komast ekki frá Aleppo Ekkert varð úr vopnahléi sem átti að gefa íbúum í hverfum uppreisnarmanna í Aleppo tækifæri til að forða sér. Loftárásir stjórnarhersins hófust að nýju í gær. Amnesty International sakar stjórnarherinn um stríðsglæpi. 15. desember 2016 07:00 Fyrsta bílalestin lögð af stað frá Aleppo Fyrsta bílalestin frá Aleppo með særða borgara og uppreisnarmenn er lögð af stað eftir sólarhrings seinkun. 15. desember 2016 10:04 Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að stríðsglæpir hafi augljóslega verið framdir í sýrlensku borginni Alepp0. Kalla samtökin eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. Í tilkynningu frá samtökunum segir að sláandi fregnir frá Sameinuðu þjóðunum hermi að tugir óbreyttra borgara hafi verið teknir af lífi án dóms og laga af sýrlenska hernum, sem sækir fram í austurhluta Aleppo. „Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segist hafa áreiðanleg sönnunargögn fyrir því að 82 óbreyttir borgarar hafi verið skotnir niður á staðnum, inn á heimilum sínum eða úti á götu, af hersveitum stjórnvalda og bandamönnum þeirra. Fregnir um fjöldamorð á óbreyttum borgurum, börnum þeirra á meðal, þar sem fólk er strádrepið með köldu blóði á eigin heimili af hersveitum sýrlenskra stjórnvalda eru ákaflega sláandi en ekki óvæntar miðað við framferði þeirra hingað til. Slíkar aftökur, án dóms og laga, myndu jafngilda stríðsglæpum, sagði Lynn Maalouf, yfirmaður rannsókna Amnesty International á svæðisskrifstofu í Beirút. „Frá upphafi átakanna hafa hersveitir sýrlenskra stjórnvalda, með stuðningi Rússa, ítrekað sýnt fram á fullkomið skeytingarleysi gagnvart alþjóðlegum mannúðarlögum og algjöra lítilsvirðingu gagnvart óbreyttum borgurum. Raunar hafa óbreyttir borgarar verið skotmörk hersveita, bæði í hernaðaraðgerðum og með víðtækri beitingu á geðþóttahandtökum, þvinguðum mannshvörfum ásamt beitingu pyndinga og annarrar illrar meðferðar. Hætta er á að hersveitir stjórnvalda fremji fleiri grimmdarverk eftir því sem þær færast nær því að ná fullu valdi yfir austurhluta Aleppo. Það veldur miklum ótta hjá þúsundum óbreyttra borgara sem eru fastir í borginni. Síðustu mánuði hefur heimurinn, þar á meðal öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, horft frá hliðarlínunni á daglega slátrun óbreyttra borgara ásamt því að austurhluti Aleppo hefur verið jafnaður við jörðu og breyst í fjöldagröf. Aðgerðaleysi heimsins, sem stendur frammi fyrir þvílíkri grimmd, er til skammar. Skortur á ábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni hefur gert stríðsaðilum kleift, þá sérstaklega hersveitum stjórnvalda, að fremja slíka glæpi í massavís. „Það skiptir höfuðmáli að óháðir eftirlitsaðilar verði sendir á vettvang til að tryggja vernd óbreyttra borgara og aðgengi að mannúðarastoð sem getur bjargað lífi þeirra sem þurfa á því að halda.“ Eins og staðan er núna er ekki hægt að flytja á brott særða og þeir sem reyna að flýja leggja líf sitt í hættu. Amnesty International kallar eftir því að allir stríðsaðilar í átökunum tryggi óbreyttum borgurum sem flýja átökin örugga leið til að yfirgefa svæðið. Á meðan hersveitir stjórnvalda hafa sótt fram síðustu vikur hafa íbúar í austurhluta Aleppo sagt Amnesty International að þeir óttuðust hefndarárásir. Í síðustu viku greindu Sameinuðu þjóðirnar frá því að hundruð manna og drengja hafa horfið af svæðum sem eru undir stjórn stjórnvalda. Amnesty International hefur áður beint athyglinni að kerfisbundinni og víðtækri beitingu sýrlenskra stjórnvalda á þvinguðum mannshvörfum til að ráðast gegn óbreyttum borgurum. Það jafngildir glæpum gegn mannkyni. Það skiptir öllu að óháðir eftirlitsaðilar verði sendir á vettvang til að koma í veg fyrir frekari þvinguð mannshvörf, pyndingar og aðra illa meðferð, sagði Lynn Maalouf. Amnesty International kallar eftir því að stríðandi fylkingar tryggi óbreyttum borgurum örugga leið til að flýja átökin, aðgengi að mannúðaraðstoð og að þeir sem ábyrgð bera á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni verði sóttir til saka,“ segir í tilkynningunni frá Íslandsdeild Amnesty International.
Tengdar fréttir Íbúar fastir og komast ekki frá Aleppo Ekkert varð úr vopnahléi sem átti að gefa íbúum í hverfum uppreisnarmanna í Aleppo tækifæri til að forða sér. Loftárásir stjórnarhersins hófust að nýju í gær. Amnesty International sakar stjórnarherinn um stríðsglæpi. 15. desember 2016 07:00 Fyrsta bílalestin lögð af stað frá Aleppo Fyrsta bílalestin frá Aleppo með særða borgara og uppreisnarmenn er lögð af stað eftir sólarhrings seinkun. 15. desember 2016 10:04 Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Íbúar fastir og komast ekki frá Aleppo Ekkert varð úr vopnahléi sem átti að gefa íbúum í hverfum uppreisnarmanna í Aleppo tækifæri til að forða sér. Loftárásir stjórnarhersins hófust að nýju í gær. Amnesty International sakar stjórnarherinn um stríðsglæpi. 15. desember 2016 07:00
Fyrsta bílalestin lögð af stað frá Aleppo Fyrsta bílalestin frá Aleppo með særða borgara og uppreisnarmenn er lögð af stað eftir sólarhrings seinkun. 15. desember 2016 10:04
Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55