Ekki hægt að hafna einkaspítala vegna áhrifa á heilbrigðiskerfið Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. júlí 2016 20:20 Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samkomulag um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu fyrir einkasjúkrahús sem á að rísa við Sólvelli í Mosfellsbæ. Sjúkrahúsið er ætlað fyrir útlendinga en Íslendingar munu geta leitað lækninga ef þeir greiða fyrir það sjálfir. Áætlað er að framkvæmdin verði álíka dýr og nýr Landspítali. Þeir sem standa að framkvæmdunum hafa sagt að sótt verði um leyfi fyrir starfseminni þegar framkvæmdum er lokið en vonast er eftir að það verði eftir þrjú ár. Geta stjórnvöld stöðvað framkvæmdina? Forsvarsmenn framkvæmdanna fullyrða að búið sé að fjármagna bygginguna og nú þegar lóð hefur verið úthlutað við Sólvelli í Mosfellsbæ. Framkvæmdin hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af meðal annars þingmönnum og forsvarsmönnum í heilbrigðiskerfinu og því vaknar spurningin – geta stjórnvöld með einhverjum hætti komið í veg fyrir að sjúkrahúsið taki til starfa, ef vilji er til þess? Í 26. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 kemur meðal annars fram að þeir sem hyggjast hefja rekstur heilbrigðisþjónustu skuli tilkynna fyrirhugaðan rekstur til landlæknis. Þá kemur fram að landlæknir staðfesti hvort fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði heilbrigðislöggjafar. Hverjar eru þessar kröfur? „Þá er fyrst og fremst litið til húsnæðis, til tækja og til starfsmanna. Það er að segja að menn hafi nægilega menntun og sérfræðiviðurkenningu hér á Íslandi,” segir Þórólfur Guðnason, settur landlæknir. Þá eru kröfur varðandi sóttvarnir, færslur í sjúkraskrár og fleira. Fullnægi umsóknaraðili þessum kröfum er umsókn samþykkt. Ekki sé því heimilt að hafna umsókn til að mynda á þeim grundvelli að starfsemi hafi skaðleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég tel að það sé ekki inn í núverandi lögum og reglum að menn geti tekið afstöðu á einhverjum pólitískum eða afleiddum afleiðingum af svona sjúkrahúsi,” segir Þórólfur. Tengdar fréttir Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samkomulag um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu fyrir einkasjúkrahús sem á að rísa við Sólvelli í Mosfellsbæ. Sjúkrahúsið er ætlað fyrir útlendinga en Íslendingar munu geta leitað lækninga ef þeir greiða fyrir það sjálfir. Áætlað er að framkvæmdin verði álíka dýr og nýr Landspítali. Þeir sem standa að framkvæmdunum hafa sagt að sótt verði um leyfi fyrir starfseminni þegar framkvæmdum er lokið en vonast er eftir að það verði eftir þrjú ár. Geta stjórnvöld stöðvað framkvæmdina? Forsvarsmenn framkvæmdanna fullyrða að búið sé að fjármagna bygginguna og nú þegar lóð hefur verið úthlutað við Sólvelli í Mosfellsbæ. Framkvæmdin hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af meðal annars þingmönnum og forsvarsmönnum í heilbrigðiskerfinu og því vaknar spurningin – geta stjórnvöld með einhverjum hætti komið í veg fyrir að sjúkrahúsið taki til starfa, ef vilji er til þess? Í 26. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 kemur meðal annars fram að þeir sem hyggjast hefja rekstur heilbrigðisþjónustu skuli tilkynna fyrirhugaðan rekstur til landlæknis. Þá kemur fram að landlæknir staðfesti hvort fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði heilbrigðislöggjafar. Hverjar eru þessar kröfur? „Þá er fyrst og fremst litið til húsnæðis, til tækja og til starfsmanna. Það er að segja að menn hafi nægilega menntun og sérfræðiviðurkenningu hér á Íslandi,” segir Þórólfur Guðnason, settur landlæknir. Þá eru kröfur varðandi sóttvarnir, færslur í sjúkraskrár og fleira. Fullnægi umsóknaraðili þessum kröfum er umsókn samþykkt. Ekki sé því heimilt að hafna umsókn til að mynda á þeim grundvelli að starfsemi hafi skaðleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég tel að það sé ekki inn í núverandi lögum og reglum að menn geti tekið afstöðu á einhverjum pólitískum eða afleiddum afleiðingum af svona sjúkrahúsi,” segir Þórólfur.
Tengdar fréttir Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00
Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59
Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent