Ekki hægt að hafna einkaspítala vegna áhrifa á heilbrigðiskerfið Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. júlí 2016 20:20 Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samkomulag um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu fyrir einkasjúkrahús sem á að rísa við Sólvelli í Mosfellsbæ. Sjúkrahúsið er ætlað fyrir útlendinga en Íslendingar munu geta leitað lækninga ef þeir greiða fyrir það sjálfir. Áætlað er að framkvæmdin verði álíka dýr og nýr Landspítali. Þeir sem standa að framkvæmdunum hafa sagt að sótt verði um leyfi fyrir starfseminni þegar framkvæmdum er lokið en vonast er eftir að það verði eftir þrjú ár. Geta stjórnvöld stöðvað framkvæmdina? Forsvarsmenn framkvæmdanna fullyrða að búið sé að fjármagna bygginguna og nú þegar lóð hefur verið úthlutað við Sólvelli í Mosfellsbæ. Framkvæmdin hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af meðal annars þingmönnum og forsvarsmönnum í heilbrigðiskerfinu og því vaknar spurningin – geta stjórnvöld með einhverjum hætti komið í veg fyrir að sjúkrahúsið taki til starfa, ef vilji er til þess? Í 26. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 kemur meðal annars fram að þeir sem hyggjast hefja rekstur heilbrigðisþjónustu skuli tilkynna fyrirhugaðan rekstur til landlæknis. Þá kemur fram að landlæknir staðfesti hvort fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði heilbrigðislöggjafar. Hverjar eru þessar kröfur? „Þá er fyrst og fremst litið til húsnæðis, til tækja og til starfsmanna. Það er að segja að menn hafi nægilega menntun og sérfræðiviðurkenningu hér á Íslandi,” segir Þórólfur Guðnason, settur landlæknir. Þá eru kröfur varðandi sóttvarnir, færslur í sjúkraskrár og fleira. Fullnægi umsóknaraðili þessum kröfum er umsókn samþykkt. Ekki sé því heimilt að hafna umsókn til að mynda á þeim grundvelli að starfsemi hafi skaðleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég tel að það sé ekki inn í núverandi lögum og reglum að menn geti tekið afstöðu á einhverjum pólitískum eða afleiddum afleiðingum af svona sjúkrahúsi,” segir Þórólfur. Tengdar fréttir Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samkomulag um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu fyrir einkasjúkrahús sem á að rísa við Sólvelli í Mosfellsbæ. Sjúkrahúsið er ætlað fyrir útlendinga en Íslendingar munu geta leitað lækninga ef þeir greiða fyrir það sjálfir. Áætlað er að framkvæmdin verði álíka dýr og nýr Landspítali. Þeir sem standa að framkvæmdunum hafa sagt að sótt verði um leyfi fyrir starfseminni þegar framkvæmdum er lokið en vonast er eftir að það verði eftir þrjú ár. Geta stjórnvöld stöðvað framkvæmdina? Forsvarsmenn framkvæmdanna fullyrða að búið sé að fjármagna bygginguna og nú þegar lóð hefur verið úthlutað við Sólvelli í Mosfellsbæ. Framkvæmdin hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af meðal annars þingmönnum og forsvarsmönnum í heilbrigðiskerfinu og því vaknar spurningin – geta stjórnvöld með einhverjum hætti komið í veg fyrir að sjúkrahúsið taki til starfa, ef vilji er til þess? Í 26. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 kemur meðal annars fram að þeir sem hyggjast hefja rekstur heilbrigðisþjónustu skuli tilkynna fyrirhugaðan rekstur til landlæknis. Þá kemur fram að landlæknir staðfesti hvort fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði heilbrigðislöggjafar. Hverjar eru þessar kröfur? „Þá er fyrst og fremst litið til húsnæðis, til tækja og til starfsmanna. Það er að segja að menn hafi nægilega menntun og sérfræðiviðurkenningu hér á Íslandi,” segir Þórólfur Guðnason, settur landlæknir. Þá eru kröfur varðandi sóttvarnir, færslur í sjúkraskrár og fleira. Fullnægi umsóknaraðili þessum kröfum er umsókn samþykkt. Ekki sé því heimilt að hafna umsókn til að mynda á þeim grundvelli að starfsemi hafi skaðleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég tel að það sé ekki inn í núverandi lögum og reglum að menn geti tekið afstöðu á einhverjum pólitískum eða afleiddum afleiðingum af svona sjúkrahúsi,” segir Þórólfur.
Tengdar fréttir Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00
Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59
Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00