Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala ingvar haraldsson skrifar 21. júlí 2016 09:59 Bæjarráð hefur heimilað bæjarsstjóra að undirrita samkomulag við félagið. fréttablaðið/GVA Mosfellsbær hyggst úthluta lóð til félagsins MCPB ehf undir 30 þúsund fermetra byggingu sem mun hýsa einkarekna heilbrigðisstofnun og hótel. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti í morgun að veita Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, að undirrita samkomulag við félagið. MCPB ehf er að mestu í eigu Burbanks Holding BV í Hollandi en forsvarsmenn félagsins hafa unnið að undirbúningi verkefnisins í nokkurn tíma að því er fram kemur í tilkynningu. Uppbygging og rekstur verður í samstarfi við spænska hjartalækninn dr. Pedro Brugada. „Áhersla verður eingöngu lögð á þjónustu við erlenda sjúklinga, austan hafs og vestan. Starfseminni er því ekki ætlað að hafa nein áhrif á íslenska heilbrigðiskerfið,“ segir Henri Middeldorp framkvæmdarstjóri Burbanks Holding BV. Hjartasérfræðingurinn Pedro Brugada hyggst hefja starfsemi hér á landi í haust. Morgunblaðið greinir frá því að áætlaður kostnaður við verkefnið sé 54 milljarðar íslenskra króna. Haraldur segir þetta mikilvæga ákvörðun fyrir Mosfellsbæ ef af uppbyggingar áformum verður. „Umfang verkefnisins er af þeirri stærðargráðu að það mun hafa veruleg áhrif á atvinnulíf og mannlíf í Mosfellsbæ. Viðræður við þessa aðila gengu fljótt og vel fyrir sig. Ein helsta ástæðan fyrir því er sú að Mosfellsbær hefur áður fengið sambærilegt verkefni til umfjöllunar. Það eru nokkur ár síðan en af þeim áætlunum varð ekki. Þess vegna er búið að vinna ákveðna grunnvinnu og meðal annars gera ráð fyrir slíkum byggingum á þessum stað í aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Við erum tilbúin að hefja skipulagsvinnu með þessum aðilum en það er eina aðkoma sveitarfélagsins að verkefninu á þessum undirbúningstíma.“ Um er að ræða land við Sólvelli í Mosfellsbæ við Hafravatnsveg. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Mosfellsbær hyggst úthluta lóð til félagsins MCPB ehf undir 30 þúsund fermetra byggingu sem mun hýsa einkarekna heilbrigðisstofnun og hótel. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti í morgun að veita Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, að undirrita samkomulag við félagið. MCPB ehf er að mestu í eigu Burbanks Holding BV í Hollandi en forsvarsmenn félagsins hafa unnið að undirbúningi verkefnisins í nokkurn tíma að því er fram kemur í tilkynningu. Uppbygging og rekstur verður í samstarfi við spænska hjartalækninn dr. Pedro Brugada. „Áhersla verður eingöngu lögð á þjónustu við erlenda sjúklinga, austan hafs og vestan. Starfseminni er því ekki ætlað að hafa nein áhrif á íslenska heilbrigðiskerfið,“ segir Henri Middeldorp framkvæmdarstjóri Burbanks Holding BV. Hjartasérfræðingurinn Pedro Brugada hyggst hefja starfsemi hér á landi í haust. Morgunblaðið greinir frá því að áætlaður kostnaður við verkefnið sé 54 milljarðar íslenskra króna. Haraldur segir þetta mikilvæga ákvörðun fyrir Mosfellsbæ ef af uppbyggingar áformum verður. „Umfang verkefnisins er af þeirri stærðargráðu að það mun hafa veruleg áhrif á atvinnulíf og mannlíf í Mosfellsbæ. Viðræður við þessa aðila gengu fljótt og vel fyrir sig. Ein helsta ástæðan fyrir því er sú að Mosfellsbær hefur áður fengið sambærilegt verkefni til umfjöllunar. Það eru nokkur ár síðan en af þeim áætlunum varð ekki. Þess vegna er búið að vinna ákveðna grunnvinnu og meðal annars gera ráð fyrir slíkum byggingum á þessum stað í aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Við erum tilbúin að hefja skipulagsvinnu með þessum aðilum en það er eina aðkoma sveitarfélagsins að verkefninu á þessum undirbúningstíma.“ Um er að ræða land við Sólvelli í Mosfellsbæ við Hafravatnsveg.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira