Faðir Rahami varaði lögreglu við syni sínum 2014 Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2016 19:39 Ahmad Khan Rahami var særður í skotbardaga við lögreglu í gær. Vísir/AFP Faðir 28 ára karlmanns sem er í haldi lögreglu vegna gruns um sprengjuárás í New York, varaði yfirvöldum við syni sínum árið 2014. Fréttir hafa nú borist um að eiginkona mannsins hafi verið handtekin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ahmad Khan Rahami var særður í skotbardaga við lögreglu í gær, en hann er grunaður um aðild að sprengjuárásum í New York og mögulega New Jersey. 29 manns særðust í einni sprengingunni. Rahami hefur verið ákærður fyrir fimm manndrápstilraunir eftir að hafa skotið á lögregluþjóna og sært tvo þeirra. Faðir Rahami, Mohammad Rahami, segir í samtali við New York Times að hann hafi haft samband við alríkislögregluna FBI árið 2014 og greint frá áhyggjum sínum í kjölfar þess að sonur sinn stakk bróður sinn með hníf. „Ég fór til FBI þar sem sonur minn átti mjög erfitt. Þeir fylgdust með honum í nærri tvo mánuði og síðan sögðu hann að það væri í lagi með hann, að hann væri ekki hryðjuverkamaður. Nú segja þeir hann hins vegar hryðjuverkamann,“ segir faðirinn sem kveðst hafa greint yfirvöldum frá grunsemdum sínum vegna reiði sinnar þar sem sonur sinn umgekkst glæpamenn og hagaði sér sjálfur sem slíkur. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í dag að kona Rahami hafi verið handtekin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ekki liggur hvort hún sé grunuð um aðild að ódæðinu. Los Angeles Times segir frá því að hún hafi flogið frá Bandaríkjunum til Pakistan fyrir nokkrum dögum. Félagar Rahami segja hann hafa breyst í háttum eftir tvær ferðir til Pakistans. Hafi hann sinnt trúnni meira en áður, byrjað að safna skeggi og klæðast hefðbundnum afgönskum fatnaði. „Það var eins og hann varð að allt öðrum manni. Hann varð mjög alvörugefinn og innhverfur,“ segir Flee Jones, sem ólst upp með Rahami í New Jersey. Tengdar fréttir Rahami í haldi lögreglu Einn lögregluþjónn er sagður hafa særst í skotbardaga í New Jersey. 19. september 2016 15:47 Ákærður fyrir tilraun til manndráps á fimm lögreglumönnum Gefin hefur verið út ákæra á hendur Rahami sem hóf skothríð að lögreglu er þeir reyndu að handsama hann. 19. september 2016 23:28 Skammast yfir því að meintur hryðjuverkamaður fái aðhlynningu Donald Trump segir að ástandið ítreki veikt þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 20. september 2016 10:45 Lýsa eftir 28 ára gömlum Afgana Lögreglan í New York lýsir eftir Ahmad Khan Rahami vegna sprengingarinnar í Chelseahverfi um helgina. 19. september 2016 11:58 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Faðir 28 ára karlmanns sem er í haldi lögreglu vegna gruns um sprengjuárás í New York, varaði yfirvöldum við syni sínum árið 2014. Fréttir hafa nú borist um að eiginkona mannsins hafi verið handtekin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ahmad Khan Rahami var særður í skotbardaga við lögreglu í gær, en hann er grunaður um aðild að sprengjuárásum í New York og mögulega New Jersey. 29 manns særðust í einni sprengingunni. Rahami hefur verið ákærður fyrir fimm manndrápstilraunir eftir að hafa skotið á lögregluþjóna og sært tvo þeirra. Faðir Rahami, Mohammad Rahami, segir í samtali við New York Times að hann hafi haft samband við alríkislögregluna FBI árið 2014 og greint frá áhyggjum sínum í kjölfar þess að sonur sinn stakk bróður sinn með hníf. „Ég fór til FBI þar sem sonur minn átti mjög erfitt. Þeir fylgdust með honum í nærri tvo mánuði og síðan sögðu hann að það væri í lagi með hann, að hann væri ekki hryðjuverkamaður. Nú segja þeir hann hins vegar hryðjuverkamann,“ segir faðirinn sem kveðst hafa greint yfirvöldum frá grunsemdum sínum vegna reiði sinnar þar sem sonur sinn umgekkst glæpamenn og hagaði sér sjálfur sem slíkur. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í dag að kona Rahami hafi verið handtekin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ekki liggur hvort hún sé grunuð um aðild að ódæðinu. Los Angeles Times segir frá því að hún hafi flogið frá Bandaríkjunum til Pakistan fyrir nokkrum dögum. Félagar Rahami segja hann hafa breyst í háttum eftir tvær ferðir til Pakistans. Hafi hann sinnt trúnni meira en áður, byrjað að safna skeggi og klæðast hefðbundnum afgönskum fatnaði. „Það var eins og hann varð að allt öðrum manni. Hann varð mjög alvörugefinn og innhverfur,“ segir Flee Jones, sem ólst upp með Rahami í New Jersey.
Tengdar fréttir Rahami í haldi lögreglu Einn lögregluþjónn er sagður hafa særst í skotbardaga í New Jersey. 19. september 2016 15:47 Ákærður fyrir tilraun til manndráps á fimm lögreglumönnum Gefin hefur verið út ákæra á hendur Rahami sem hóf skothríð að lögreglu er þeir reyndu að handsama hann. 19. september 2016 23:28 Skammast yfir því að meintur hryðjuverkamaður fái aðhlynningu Donald Trump segir að ástandið ítreki veikt þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 20. september 2016 10:45 Lýsa eftir 28 ára gömlum Afgana Lögreglan í New York lýsir eftir Ahmad Khan Rahami vegna sprengingarinnar í Chelseahverfi um helgina. 19. september 2016 11:58 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Rahami í haldi lögreglu Einn lögregluþjónn er sagður hafa særst í skotbardaga í New Jersey. 19. september 2016 15:47
Ákærður fyrir tilraun til manndráps á fimm lögreglumönnum Gefin hefur verið út ákæra á hendur Rahami sem hóf skothríð að lögreglu er þeir reyndu að handsama hann. 19. september 2016 23:28
Skammast yfir því að meintur hryðjuverkamaður fái aðhlynningu Donald Trump segir að ástandið ítreki veikt þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 20. september 2016 10:45
Lýsa eftir 28 ára gömlum Afgana Lögreglan í New York lýsir eftir Ahmad Khan Rahami vegna sprengingarinnar í Chelseahverfi um helgina. 19. september 2016 11:58