Erlent

Rahami í haldi lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar framkvæmdu húsleit á veitingastað fjölskyldu Rahami og heimili þeirra.
Lögregluþjónar framkvæmdu húsleit á veitingastað fjölskyldu Rahami og heimili þeirra. Vísir/AFP
Ahmad Khan Rahami, sem grunaður er um aðild að sprengingunni í New York um helgina er sagður vera í haldi lögreglu í Bandaríkjunum. Hann mun hafa verið handsamaður í bænum Linden, sem er skammt frá Elizabeth þar sem sprengja sprakk í morgun.

Einn lögregluþjónn er sagður hafa særst í skotbardaga við Rahami.

Hann er grunaður um aðild að sprengingu í Chelsea í New York á laugardaginn, þar sem 29 særðust. Fyrr um daginn hafði sprengja sprungið nærri rásmarki góðgerðahlaups. Þar að auki varð sprenging í New Jersey í dag þar sem verið var að gera sprengju óvirka og ósprengdar sprengjur hafa einnig fundist.

Samkvæmt CNN sást Rahami nærri sprengjustaðnum í Chelsea þar sem hann var með stóra tösku. Hann er 28 ára gamall bandarískur ríkisborgari af afgönskum uppruna.

Svo virðist sem að Rahami hafi verið skotinn í öxlina.


Tengdar fréttir

Sprenging í ruslagámi í New Jersey

Sprengjusveit var að reyna að gera eina af fimm sprengjum sem fundust í bakpoka í gámnum óvirkar þegar hún sprakk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×